A1KBCM Eimskipafelag Islands hf

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip

Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga enduðu tvö skip sem áður voru í eigu Eimskips í endurvinnslu á Indlandi.  

Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi.

Þó félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu er ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það má gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópu stöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert.

Starfsemi kaupanda skipanna er ekki eingöngu í því fólgin að kaupa skip til endurvinnslu heldur einnig að leigja og selja til áframhaldandi rekstrar, enda þótt meginstarfsemi kaupandans sé vissulega hin fyrrnefnda. Allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 bentu samskipti félagsins við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni.

Sala skipanna var ekki aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum. Eins og áður hefur komið fram var söluverð skipanna tveggja samtals 3,9 milljónir dollara. Á móti kemur að Eimskip greiddi eigandanum samtals 1,3 milljónir dollara í leigu á leigutímabilinu. Telur félagið mikilvægt að skýra frá því að söluverðið var óverulega hærra en fengist hefði í desember 2019 í endurvinnslustöð í Tyrklandi sem er á evrópskum lista yfir þær stöðvar sem mega endurvinna evrópsk skip.

Unnið er að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið og mun félagið í kjölfarið yfirfara verkferla og marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri.

„Einhugur er meðal stjórnar og stjórnenda Eimskips að draga lærdóm af málinu og aðlaga núverandi samfélags- og umhverfisstefnu til að tryggja að svona atvik, sem samræmist ekki þeim gildum og áherslum sem Eimskip starfar eftir, komi ekki fyrir aftur.“

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á .

EN
30/09/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eimskipafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Announcement from Eimskip

Announcement from Eimskip Eimskipafélag Íslands hf. has again received summons from Alcoa Fjarðaál sf., with reference to the subject matter of the Icelandic Competition Authority’s decision no. 33/2023, which concerned the period 2008-2013. The summons is against Samskip hf., Samskip Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. as well as Eimskipafélag Íslands hf. This time round the companies are being summoned in solidum for recognition of liability for compensation, without an amount. In May 2025 Alcoa decided to suspend its case against Eimskip and pay the litigation cost. This new case relates ...

 PRESS RELEASE

Tilkynning frá Eimskip

Tilkynning frá Eimskip Eimskipafélagi Íslands hf. hefur aftur borist stefna frá Alcoa Fjarðaáli sf., vegna meints tjóns stefnanda af sakarefni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 33/2023, sem laut að árunum 2008-2013, á hendur Samskipum hf., Samskipum Holding B.V., Eimskip Ísland ehf. auk Eimskipafélags Íslands hf. Í þetta skiptið er stefnt til viðurkenningar á óskiptri bótaskyldu, án fjárhæðar. Alcoa tók ákvörðun í maí síðastliðnum að fella niður skaðabótamál gegn Eimskip og greiða félaginu málskostnað. Hefur félagið nú höfðað mál að nýju vegna þessa, þó þannig að nú er engin fjárkrafa ...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program

Eimskip: Transaction in relation to a share buy-back program In week 50 2025 Eimskip purchased 175,000 of its own shares, at a purchase price of ISK 45,570,000 as further stipulated below: DateTimeNo. of sharesShare pricePurchase price8.12.202510:2735,0002689,380,0009.12.202513:5435,0002639,205,00010.12.202510:0435,0002629,170,00011.12.202510:2635,0002589,030,00012.12.202510:1435,0002518,785,000 The trade is in accordance with Eimskip‘s buy-back program as published on Nasdaq Iceland on 29 September 2025. The number of shares to be acquired under the buy-back program will be up to 2,250,000...

 PRESS RELEASE

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við e...

Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í 50. viku 2025 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 175.000 eigin hluti fyrir ISK 45.570.000 eins og hér segir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverð8.12.202510:2735.0002689.380.0009.12.202513:5435.0002639.205.00010.12.202510:0435.0002629.170.00011.12.202510:2635.0002589.030.00012.12.202510:1435.0002518.785.000 Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 29. September 2025. Endurkaupin munu að hámarki nema 2.250.000 hlutum í félaginu, þó...

 PRESS RELEASE

Eimskip's Financial Calendar 2026

Eimskip's Financial Calendar 2026 Eimskip's Financial Calendar 2026 Management financial results for 2025    28. January 2026Fourth quarter 2025, Financial results for 2025 and sustainability statement 3 March 2026Annual General Meeting 202626 March 2026First quarter 2026                                     5 May 2026Second quarter 2026                                  25 August 2026Third quarter 2026                                   13 November 2026Management financial results for 2026    2 February 2027Fourth quarter 2026, Financial results for 2026 and sustainabili...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch