Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf.
Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025.
Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna.
Samningur Skaga og Landsbankans kveður á um að Landsbankinn muni setja daglega fram í eigin reikning kaup- og sölutilboð í hlutabréf Skaga hf. í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland að lágmarki ISK 12.500.000 að markaðsvirði. Hámarksmagn sem Landsbankinn skuldbindur sig til að kaupa eða selja á hverjum degi er ISK 25.000.000 að markaðsvirði. Hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða byggist á 10 daga flökti hlutabréfaverðs og er sem hér segir:
- Flökt < 30%: verðbil að hámarki 2,0%
- Flökt ≥ 30%: verðbil að hámarki 4,0%
Landsbankanum er heimilt að leggja fram fleiri en eitt tilboð á hvorri hlið markaðar og reiknast verðbilið sem magnvegið meðaltal allra tilboða.
Nýr samningur Skaga við Arion banka tekur við af samningi milli sömu aðila. Samningurinn kveður á um að Arion banki setji fram dagleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í fyrir að lágmarki 1.000.000 hluti. Tilboðin skulu vera í tveimur pörtum þannig að verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 900.000 hluti skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 100.000 hluti skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði ekki hærra en 1,50%. Þó skal Arion banka vera heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð í bæði A legg og B legg með lægra verðbili en að framan greinir, t.d. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.
Frekari upplýsingar veitir:
Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri Skaga hf.
Netfang:
