A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf.

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf.

Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025.

Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna.

Samningur Skaga og Landsbankans kveður á um að Landsbankinn muni setja daglega fram í eigin reikning kaup- og sölutilboð í hlutabréf Skaga hf. í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland að lágmarki ISK 12.500.000 að markaðsvirði. Hámarksmagn sem Landsbankinn skuldbindur sig til að kaupa eða selja á hverjum degi er ISK 25.000.000 að markaðsvirði. Hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða byggist á 10 daga flökti hlutabréfaverðs og er sem hér segir:

  • Flökt < 30%: verðbil að hámarki 2,0%
  • Flökt ≥ 30%: verðbil að hámarki 4,0%

Landsbankanum er heimilt að leggja fram fleiri en eitt tilboð á hvorri hlið markaðar og reiknast verðbilið sem magnvegið meðaltal allra tilboða.

Nýr samningur Skaga við Arion banka tekur við af samningi milli sömu aðila. Samningurinn kveður á um að Arion banki setji fram dagleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í fyrir að lágmarki 1.000.000 hluti. Tilboðin skulu vera í tveimur pörtum þannig að verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 900.000 hluti skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Verðbil kaup- og sölutilboða sem varða 100.000 hluti skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði ekki hærra en 1,50%. Þó skal Arion banka vera heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð í bæði A legg og B legg með lægra verðbili en að framan greinir, t.d. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.

Frekari upplýsingar veitir:

Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri Skaga hf.

Netfang:




EN
30/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

SKAGI: Nýting kaupréttar að 14,1% hlut í Íslenskum verðbréfum

SKAGI: Nýting kaupréttar að 14,1% hlut í Íslenskum verðbréfum Stjórn Skaga hefur tekið ákvörðun um að nýta kauprétt á alls 14,1% hlut í Íslenskum verðbréfum hf. („félagið“) af minnihlutaeigendum félagsins, sbr. . Kaupverðið reiknast út frá því að heildarvirði hluta sé 1,5% af eignum í stýringu félagsins þann 31. desember 2025. Gert er ráð fyrir að seljendur hlutanna fái kaupverðið greitt með 24.231.800  nýjum hlutum í Skaga sem lúta sölubanni til tveggja ára. Fjöldi hluta er reiknaður út frá meðalgengi hlutabréfa Skaga eins og það er skráð á aðalmarkaði Nasdaq Iceland síðustu 10 viðskiptada...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026

SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026 Áætlun samstæðu Skaga fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að hagnaður verði 4,1 milljarðar króna eftir skatta sem samsvarar 17% arðsemi eiginfjár en markmið félagsins er að skila yfir 15% arðsemi eiginfjár. Rekstrarhorfur Skaga fyrir fjárhagsárið 2026 eru eftirfarandi: Samsett hlutfall í tryggingarekstri: 92-95%, markmið 3.500m Ávöxtun fjárfestingasafns: Markmið >9,5% Upplýst verður um horfur í samsettu hlutfalli í tryggingastarfsemi, og tekjum í fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynnt eru. Vænt ávöxtun ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Viðskipti stjórnenda

SKAGI: Viðskipti stjórnenda Meðfylgjandi er tilkynning um viðskipti stjórnenda hjá Skaga vegna nýtingar kauprétta.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKAGI: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár

SKAGI: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Líkt og tilkynnt var um þann 3. desember 2024 eru í gildi kaupréttarsamningar við starfsfólk Skaga og dótturfélaga. Kaupréttarsamningarnir voru gerðir í samræmi við kaupréttaráætlun byggðri á 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 sem útfærð var af stjórn Skaga í júní 2024 og samþykkt af Skattinum í október sama ár. Fyrsta innlausnartímabilinu samkvæmt kaupréttarsamningunum er nú lokið og bárust félaginu tilkynningar um nýtingu kaupréttar sem taka til samtals 9.379.970 hluta í félaginu á genginu 18,85 krónur á hvern hlut eða fyrir ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Flöggun Íslandssjóðir hf.

SKAGI: Flöggun Íslandssjóðir hf. Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch