SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026
Áætlun samstæðu Skaga fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að hagnaður verði 4,1 milljarðar króna eftir skatta sem samsvarar 17% arðsemi eiginfjár en markmið félagsins er að skila yfir 15% arðsemi eiginfjár.
Rekstrarhorfur Skaga fyrir fjárhagsárið 2026 eru eftirfarandi:
Samsett hlutfall í tryggingarekstri: 92-95%, markmið <93,5%
Tekjur í fjármálastarfsemi: 3.300-3.800m, markmið >3.500m
Ávöxtun fjárfestingasafns: Markmið >9,5%
Upplýst verður um horfur í samsettu hlutfalli í tryggingastarfsemi, og tekjum í fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynnt eru. Vænt ávöxtun byggir á forsendum um vaxtastig og fjárfestingarstefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá væntri ávöxtun fjárfestingaeigna eða frávik frá áætluðum hagnaði.
Samhliða birtingu ársuppgjörs 2025 mun félagið kynna nánar rekstrarhorfur og markmið félagsins.
Fjárhagsdagatal Skaga fyrir árið 2026 er eftirfarandi:
Fjárhagsdagatal:
Ársuppgjör 2025 miðvikudagur 18. febrúar 2026
Aðalfundur 2026 þriðjudagur 17. mars 2026
1. ársfjórðungur 2026 (árshlutareikningur) miðvikudagur 29. apríl 2026
2. ársfjórðungur 2026 (árshlutareikningur) miðvikudagur 15. júlí 2026
3. ársfjórðungur 2026 (árshlutareikningur) miðvikudagur 28. október 2026
Ársuppgjör 2026 miðvikudagur 17. febrúar 2027
Aðalfundur 2027 miðvikudagur 17. mars 2027
Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um frekari breytingar.
