SKAGI: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2024
Skagi (áður Vátryggingafélag Íslands) hefur gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu vegna vátryggingastarfsemi á árinu 2024. Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um starfsemi félagsins, gjaldþol og fjárhagslega stöðu. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.
Í skýrslunni eru veittar upplýsingar sem er ætlað að auka skilning á starfsemi félagsins. Fjallað er um stjórnkerfi félagsins, rekstur og afkomu af vátryggingastarfsemi og fjármálastarfsemi, skipulag og framkvæmd áhættustýringar, innri stjórnun og eftirlitskerfi, áhættusnið og aðferðir við mat á gjaldþolsstöðu og eiginfjárstýringu.
Skýrsluna má finna á vefslóðinni:
