A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

Skagi: Stjórnir Skaga og Íslandsbanka samþykkja að hefja samrunaviðræður

Skagi: Stjórnir Skaga og Íslandsbanka samþykkja að hefja samrunaviðræður

Stjórnir Skaga hf. og Íslandsbanka hf. hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og hefur skilmálaskjal þess efnis verið undirritað af hálfu beggja aðila.

Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að hluthafar Skaga eignist 323.859.440 nýja hluti í Íslandsbanka sem jafngildir um 15% hlut í sameinuðu félagi. Það endurspeglar viðskiptagengið 21,18 krónur á hvern hlut í Skaga og 124,00 krónur á hlut fyrir Íslandsbanka.

Sameinað félag verði leiðandi á fjármálamarkaði

Félögin sjá mikið virði í sameiningu þeirra með því að innleiða samþætt viðskiptamódel sem miðar að styrkleikum beggja félaga. Sameinað félag verður leiðandi á banka- og tryggingamarkaði auk þess sem samruninn býr til öflugri fjárfestingarbanka- og eignastýringarstarfsemi með fjölmörg tækifæri til frekari sóknar. Félögin geta sameinuð sótt enn sterkar fram á öllum sviðum fjármálaþjónustu og eru vel í stakk búin til að leiða frekari þróun á fjármálamarkaði. Skýr tækifæri eru til staðar til að auka þjónustu við viðskiptavini, auka arðsemi með hagkvæmari fjárhagsskipan og auknum umsvifum í eigna- og sjóðastýringu sem myndast við samrunann.

Þá er ávinningur talinn felast í samlegð af samrunanum, en bein árleg samlegð er metin á bilinu 1,8 – 2,4 milljarðar króna.

Að mati stjórnar Skaga er um að ræða hagfelld viðskipti fyrir hluthafa Skaga, sem eru í takt við stefnu Skaga um að vera þátttakandi í þróun á fjármálamarkaði. Það er mat stjórnar að sameiningin muni renna frekari stoðum undir aukna arðsemi sameinaðs félags. Þá mun sameinað félag búa yfir verulegu umfram eigin fé sem skapar frekari tækifæri til vaxtar.

Gert er ráð fyrir að nánari viðræður um skilmála og útfærslu samrunans muni fara fram á næstu vikum. Nánar verður upplýst um framvindu viðræðna eftir því sem ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu félaganna.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Skaga, í netfanginu 



 Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.



EN
06/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026

SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026 Áætlun samstæðu Skaga fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að hagnaður verði 4,1 milljarðar króna eftir skatta sem samsvarar 17% arðsemi eiginfjár en markmið félagsins er að skila yfir 15% arðsemi eiginfjár. Rekstrarhorfur Skaga fyrir fjárhagsárið 2026 eru eftirfarandi: Samsett hlutfall í tryggingarekstri: 92-95%, markmið 3.500m Ávöxtun fjárfestingasafns: Markmið >9,5% Upplýst verður um horfur í samsettu hlutfalli í tryggingastarfsemi, og tekjum í fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynnt eru. Vænt ávöxtun ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Viðskipti stjórnenda

SKAGI: Viðskipti stjórnenda Meðfylgjandi er tilkynning um viðskipti stjórnenda hjá Skaga vegna nýtingar kauprétta.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKAGI: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár

SKAGI: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Líkt og tilkynnt var um þann 3. desember 2024 eru í gildi kaupréttarsamningar við starfsfólk Skaga og dótturfélaga. Kaupréttarsamningarnir voru gerðir í samræmi við kaupréttaráætlun byggðri á 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 sem útfærð var af stjórn Skaga í júní 2024 og samþykkt af Skattinum í október sama ár. Fyrsta innlausnartímabilinu samkvæmt kaupréttarsamningunum er nú lokið og bárust félaginu tilkynningar um nýtingu kaupréttar sem taka til samtals 9.379.970 hluta í félaginu á genginu 18,85 krónur á hvern hlut eða fyrir ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Flöggun Íslandssjóðir hf.

SKAGI: Flöggun Íslandssjóðir hf. Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu: Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKAGI: Flöggun Íslandsbanki hf.

SKAGI: Flöggun Íslandsbanki hf. Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch