SKAGI: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025
Drög að uppgjöri þriðja ársfjórðungs ársins 2025 benda til þess að samsett hlutfall í tryggingastarfsemi VÍS á tímabilinu sé 82,4%, og 87,7% fyrir fyrstu 9 mánuði ársins, sem er betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í uppfærðum rekstrahorfum fyrir árið 2025 í heild, sem birtar voru 10. júlí 2025, var áætlað að samsett hlutfall yrði á bilinu 92-95%. Með vísan til þessa telur félagið rétt að uppfæra rekstrarhorfur í tryggingastarfsemi þannig að áætlað er að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 89,5%-92,5%.
Áhrifaþættir á samsett hlutfall fyrstu 9 mánaða eru m.a. áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi, hagræðing í rekstri og hagfelld tjónaþróun á tímabilinu.
Áður birtar rekstrarhorfur um tekjur í fjármálastarfsemi Skaga eru óbreyttar. Samkvæmt drögum af uppgjöri er ávöxtun fjárfestingaeigna 1,0% á þriðja ársfjórðungi og 1,2% á fyrstu 9 mánuðum ársins.
Vinna við árshlutauppgjör er enn í gangi og því geta lykiltölur tekið smávægilegum breytingum fram að birtingu. Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 verður birt þann 29. október n.k. og fjárfestakynning verður haldin í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3 kl. 16:30 þann sama dag.
Frekari upplýsingar veitir:
Haraldur I. Þórðarson, forstjóri félagsins
Netfang: .
Þessi tilkynning inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum.
