A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

SKAGI: VÍS tryggingar fá starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands

SKAGI: VÍS tryggingar fá starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) hefur nú veitt VÍS tryggingum hf., dótturfélagi Vátryggingafélags Íslands hf. (Skaga), starfsleyfi í öllum greinarflokkum skaðatrygginga skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi (vstl.), að frátöldum greiðsluvátryggingum skv. 14. tl. sömu greinar, í samræmi við umsókn félagsins frá 22. desember 2023. Auk þess hefur félagið heimild til að stunda endurtryggingastarfsemi í sömu greinaflokkum skv. 22. gr. vstl.

Samhliða útgáfu starfsleyfis VÍS trygginga komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands hf. væri hæft til að fara með beinan virkan eignarhlut í VÍS tryggingum hf. sem nemur yfir 50% hlutfjár, sbr. 1. mgr. 58. gr. vtsl., eða að svo miklu leyti að það teljist dótturfélag Vátryggingafélags Íslands hf.

Þá hefur fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu, samhliða útgáfu á starfsleyfi VÍS trygginga hf., að VÍS tryggingar hf. sé hæft til að fara með beinan, virkan eignarhlut í Líftryggingafélagi Íslands hf. sem nemur yfir 50% hlutafjár, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 100/2016 eða að svo miklu leyti að það teljist dótturfélag VÍS trygginga hf.

Fjármálaeftirlitið hefur samhliða umsókn um starfsleyfi unnið að afgreiðslu á beiðni um yfirfærslu á vátryggingastofni frá Vátryggingafélagi Íslands hf. til VÍS trygginga hf., en niðurstöðum þeirrar beiðni er að vænta á næstu dögum.

Framangreint er í samræmi við þá endurskipulagningu sem hefur staðið yfir á samstæðu félagsins á síðustu misserum og kynnt hefur verið og samþykkt af hluthöfum félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Þórðarson, forstjóri félagins með tölvupósti 



EN
23/12/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

SKAGI: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn

SKAGI: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Í framhaldi af tilfærslu tryggingarekstrar í dótturfélagið VÍS tryggingar hf. sem tók gildi um áramótin hefur verið tekin ákvörðun um að Skagi starfræki mannauðssvið sem mun þjóna öllum félögum innan samstæðunnar. Við þetta tilefni mun Anna Rós Ívarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og menningar hjá VÍS um árabil flytjast til og taka við starfi framkvæmdastjóra mannauðs hjá Skaga. Hún mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Skaga.   Með því að starfrækja mannauðssvið  í móðurfélagi næst fram hagræði og samræming...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Samþykki Seðlabanka Íslands fyrir yfirfærslu vátryggingastofns ...

SKAGI: Samþykki Seðlabanka Íslands fyrir yfirfærslu vátryggingastofns Vátryggingafélags Íslands hf. til VÍS trygginga hf. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) hefur veitt leyfi fyrir yfirfærslu vátryggingastofns Vátryggingafélags Íslands hf. til VÍS trygginga hf. á grundvelli 4. mgr. 34. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Þann 23.12. sl. var tilkynnt um veitingu starfsleyfis VÍS trygginga. Yfirfærslan mun taka gildi þann 1. janúar 2025. Réttindi og skyldur vátryggingartaka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamningum halda sjálfkrafa gildi sínu við y...

 PRESS RELEASE

SKAGI: VÍS tryggingar fá starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands

SKAGI: VÍS tryggingar fá starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) hefur nú veitt VÍS tryggingum hf., dótturfélagi Vátryggingafélags Íslands hf. (Skaga), starfsleyfi í öllum greinarflokkum skaðatrygginga skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi (vstl.), að frátöldum greiðsluvátryggingum skv. 14. tl. sömu greinar, í samræmi við umsókn félagsins frá 22. desember 2023. Auk þess hefur félagið heimild til að stunda endurtryggingastarfsemi í sömu greinaflokkum skv. 22. gr. vstl. Samhliða útgáfu starfsleyfis VÍS trygginga kom...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Ráðstöfun eigin hluta

SKAGI: Ráðstöfun eigin hluta Í tengslum við nýtingu starfsfólks á kaupréttum í samræmi við kaupréttaráætlun félagsins sem tilkynnt var um 13. október 2023 hefur félagið ráðstafað eigin hlutum að nafnvirði kr. 18.220.862, sem nemur 0,96% af hlutafé félagsins. Kaupréttir voru gefnir út á genginu 15,25 og nemur heildarkaupverð vegna nýtingarinnar því kr. 277.868.146. Skagi á nú eigin hluti að nafnvirði kr. 10.742.361 sem nemur 0,56% af hlutafé félagsins.

 PRESS RELEASE

SKAGI: Fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2025

SKAGI: Fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2025 Neðangreint er fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025: Ársuppgjör 2024miðvikudagur26.02.2025Aðalfundur 2025fimmtudagur27.03.20251. ársfjórðungur 2025þriðjudagur29.04.20252. ársfjórðungur 2025fimmtudagur17.07.20253. ársfjórðungur 2025þriðjudagur28.10.2025Ársuppgjör 2025þriðjudagur17.02.2026Aðalfundur 2026þriðjudagur17.03.2026 Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar. 

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch