VÍS: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2020 og kynningarfundur
VÍS birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða þann 22. október næstkomandi. Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn daginn eftir, föstudaginn 23. október, klukkan 8:30.
Á fundinum mun Helgi Bjarnason, forstjóri félagsins, kynna uppgjörið og svara spurningum.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku að honum loknum á vefslóðinni:
Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast hér:
Þess má geta að ekki verður birt tilkynning um samsett hlutfall og ávöxtun fjáreigna fyrir september 2020, en farið verður yfir samsett hlutfall fjórðungsins á kynningarfundinum.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 og með netfanginu