VÍS: Breyting á framkvæmdastjórn
Birkir Jóhannsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi og stafrænna lausna hjá VÍS, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá félaginu þar sem hann mun á næstunni taka við nýju starfi. Birkir kveður því félagið í dag.
Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:
„Ég vil þakka Birki fyrir farsælt samstarf ─ og vil jafnframt þakka honum fyrir hans framlag í þágu félagsins. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni.“
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 og með tölvupósti
