A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn VÍS trygginga

VÍS: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn VÍS trygginga

VÍS tryggingar hafa gert breytingar á skipuriti félagsins og ráðið tvo reynslumikla stjórnendur í störf framkvæmdastjóra.

Jón Árni Traustason tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármála og greininga. Jón Árni var forstöðumaður viðskiptagreindar hjá VÍS og tók sæti sem slíkur í framkvæmdastjórn í maí síðastliðnum. Hann hóf störf hjá félaginu árið 2018 en áður starfaði Jón Árni meðal annars hjá Skeljungi sem forstöðumaður upplýsingatækni og viðskiptagreindar. Jón Árni er með meistaragráðu (M.Sc) í fjármálastærðfræði frá háskólanum í Uppsala í Svíþjóð og BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands.

Ingólfur Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænna lausna. Ingólfur var áður forstöðumaður upplýsingatæknimála og stafrænnar þróunar hjá VÍS en hann hóf störf hjá félaginu árið 2018. Áður starfaði hann meðal annars hjá Advania sem forstöðumaður hugbúnaðarþróunar og upplýsingastjórnunar. Ingólfur er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BS-gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla.

Auk þeirra Ingólfs og Jóns Árna sitja nú í framkvæmdastjórn VÍS trygginga Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri, Anna Rós Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og menningar, Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu og Sindri Sigurjónsson, framkvæmdastjóri trygginga og tjóna.

Breytt skipurit (sjá í viðhengi) tekur gildi í dag.

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS trygginga:

„Ingólfur og Jón Árni hafa verið í ábyrgðarhlutverkum í uppbyggingu innviða félagsins á undanförnum árum og því þekki ég styrkleika þeirra vel. Þeir eru báðir reynslumiklir stjórnendur sem fá nú ný hlutverk og áskoranir. Ég tel að með þessu skipulagi verðum við enn betur í stakk búin til að ná markmiðum okkar um framúrskarandi þjónustu, skilvirkni í rekstri og arðsemi.“



Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu

Viðhengi



EN
22/03/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

VÍS: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2023

VÍS: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2023 Vátryggingafélag Íslands hefur gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu fyrir árið 2023. Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um starfsemi félagsins, gjaldþol og fjárhagslega stöðu. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016. Í skýrslunni eru veittar upplýsingar sem er ætlað að auka skilning á starfsemi félagsins. Fjallað er um stjórnkerfi VÍS, rekstur og afkomu af vátryggingastarfsemi og fjármálastarfsemi, skipulag og framkvæmd áhættustýringar, innri stjórnun og eftirlitskerf...

 PRESS RELEASE

VÍS: Breytt auðkenni

VÍS: Breytt auðkenni Vátryggingafélag Íslands hefur sótt um að breyta auðkenni hlutabréfa og skuldabréfa félagsins úr „VÍS“ í „SKAGI“. Sótt er um að þessi breyting verði gerð á bréfum skráðum hjá Nasdaq Iceland og samhliða hjá Nasdaq CSD. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 25. mars 2024. Lögformlegu heiti félagsins, Vátryggingafélags Íslands hf., verður breytt í Skagi hf. þegar fyrir liggur heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til yfirfærslu á vátryggingastarfsemi félagsins í dótturfélagið VÍS tryggingar hf. Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir...

 PRESS RELEASE

VÍS: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn VÍS trygginga

VÍS: Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn VÍS trygginga VÍS tryggingar hafa gert breytingar á skipuriti félagsins og ráðið tvo reynslumikla stjórnendur í störf framkvæmdastjóra. Jón Árni Traustason tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármála og greininga. Jón Árni var forstöðumaður viðskiptagreindar hjá VÍS og tók sæti sem slíkur í framkvæmdastjórn í maí síðastliðnum. Hann hóf störf hjá félaginu árið 2018 en áður starfaði Jón Árni meðal annars hjá Skeljungi sem forstöðumaður upplýsingatækni og viðskiptagreindar. Jón Árni er með meistaragráðu (M.Sc) í fjármálastærðfræði frá háskólan...

 PRESS RELEASE

VÍS: Niðurstöður aðalfundar þann 21. mars 2024

VÍS: Niðurstöður aðalfundar þann 21. mars 2024 Aðalfundur Vátryggingafélags Íslands hf. var haldinn fimmtudaginn 21. mars 2024. Meðfylgjandi er samantekt á niðurstöðum fundarins. Jafnframt eru meðfylgjandi uppfærðar samþykktir og samþykkt starfskjarastefna vegna ársins 2024. Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár og hafa stjórnarmenn skipt með sér verkum.  Stjórnin er skipuð með eftirfarandi hætti: Aðalstjórn: Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður Vilhjálmur Egilsson, varaformaður stjórnar Hrund Rudolfsdóttir Marta Guðrún...

 PRESS RELEASE

VÍS: Leiðrétting: Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar VÍS á að...

VÍS: Leiðrétting: Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar VÍS á aðalfundi 2024 Meðfylgjandi eru uppfærðar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar Vátryggingafélags Íslands. Í fyrri tilkynningu var hlutabréfaeign og stjórnarseta tiltekinna stjórnarmanna ranglega tilgreind.  Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch