A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS: Sameining VÍS og Fossa fjárfestingarbanka hf. frágengin

VÍS: Sameining VÍS og Fossa fjárfestingarbanka hf. frágengin

Kaupin á Fossum fjárfestingarbanka hf. (Fossar) eru nú frágengin, sem þýðir að ferli sem hófst með viðræðum um sameiningu í febrúar er nú lokið. Sameinað félag verður öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu.

Sameinað félag byggir á 106 ára sögu, breiðum viðskiptamannagrunni, sterkum efnahagi og er með víðtæk tengsl við atvinnulíf og fjármálamarkaði. Þetta eru öflugir innviðir fyrir framúrskarandi þjónustu á sviði trygginga, fjárfestingarbanka, einkabanka, sjóða- og eignastýringar og annarrar sérhæfðrar fjármálaþjónustu. Horft er til þess að áhrif af sameiningu felist fyrst og fremst í tækifærum til vaxtar og sóknar.

Aðlagað kaupverð

Frestun á stórum tekjuberandi verkefnum ásamt erfiðum markaðsaðstæðum gera það að verkum að árshlutauppgjör Fossa fjárfestingarbanka hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var ekki í takt við áætlanir en tap á tímabilinu nam um 290 milljónum króna. Endanlegt kaupverð hefur því verið aðlagað með lækkun sem nemur mismun á áætluðu og raunverulegu eigin fé Fossa við uppgjör kaupanna. Í stað þess að hluthafar Fossa fái útgefna 245 milljón nýja hluti í VÍS sem endurgjald, eða sem nemur 12,62% hlutafjár í VÍS eftir hlutafjáraukningu, er endurgjaldið 210 milljón nýir hlutir, eða sem nemur 11,01% hlutafjár eftir hlutafjáraukningu. Nýtt hlutafé VÍS, sem greitt er sem endurgjald fyrir allt hlutafé Fossa, er háð sölubanni í þrjú ár frá uppgjöri, líkt og komið hefur fram í fyrri tilkynningum.

Aukinn fjárhagslegur styrkur

Í samræmi við áætlanir sameinaðs félags um frekari sókn í fjárfestingarbankastarfsemi hefur stjórn VÍS samþykkt hlutafjáraukningu í Fossum, sem nemur tæplega 1,4 milljarði króna, og samanstendur af hlutafé og umbreytingu víkjandi láns. Hlutafjáraukningin eykur fjárhagslegan styrk bankans og styður við fyrirliggjandi áform um hraðan vöxt í bankastarfsemi og markvissa sókn á íslenskum fjármálamarkaði.

Áætlanir og væntingar um framtíðartekjur og arðsemi eru óbreyttar, frá því sem kynnt var á hluthafafundi VÍS 14. júní síðastliðinn, en markmiðin miðast við árið 2025.

Útgáfa nýs hlutafjár í VÍS

Stjórn VÍS hefur nú ákveðið að gefa út nýtt hlutafé í félaginu að nafnverði 210 milljónum, úr kr. 1.696.700.000 í kr. 1.906.700.000, á grundvelli heimildar hluthafafundar frá 14. júní sl. til að mæta kaupverði Fossa. Hlutirnir verða afhentir seljendum Fossa í kjölfar skráningar hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og töku þeirra til viðskipta hjá Nasdaq, sem gert er ráð fyrir að verði við upphaf dags miðvikudaginn 4. október nk.

Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS:

„Þetta er merkilegur áfangi í sögu félagsins. Með sameiningu VÍS og Fossa verður til samstæða sem er í góðri stöðu til vaxtar og byggir á traustum grunni. Framundan eru spennandi tímar með sókn á markaði í lykilhlutverki. Þetta er sameining til sóknar.“

Frekari upplýsingar veitir:

Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 og með tölvupósti 



EN
02/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025

Skagi: Uppgjör Skaga á 2. ársfjórðungi 2025         17. júlí 2025 Besti fjórðungur tryggingastarfsemi VÍS frá skráningu Fjárfestingartekjur lita áfram afkomu Afkoma 2F og H1 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 2F 2025 Samstæðan Hagnaður eftir skatta nam 972 m.kr. (2F 2024: 137 m.kr.).Hagnaður á hlut nam 0,51 kr. á tímabilinu.Arðsemi eigin fjár var 18,4% á ársgrundvelli (2F 2024: 2,7%) og gjaldþol samstæðu var 1,28 í lok tímabilsins.Eigið fé samstæðu nam 21.393 m.kr. við lok tímabilsins. Tryggingastarfsemi Áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi VÍS sem óx um 8,9% á ...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025

Skagi: Uppfærðar rekstrarhorfur fyrir rekstrarárið 2025 Drög að uppgjöri fyrri árshelmings ársins 2025 benda til þess að samsett hlutfall í tryggingastarfsemi VÍS á tímabilinu sé 90,6% sem er talsvert betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í áður birtum rekstrahorfum fyrir árið 2025 í heild var áætlað að samsett hlutfall yrði á bilinu 93-96% með markmið um að vera undir 94%. Með vísan til þessa telur félagið rétt að uppfæra rekstrarhorfur í tryggingastarfsemi þannig að áætlað er að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 92-95%. Áhrifaþættir á samsett hlutfall fyrri árshelmings eru m.a. eftirfa...

 PRESS RELEASE

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025

Skagi: Uppfært fjárhagsdagatal Skaga fyrir fjárhagsárið 2025 Fjárhagsdagatali Skaga sem birt var þann 18. desember 2024 hefur verið breytt og er uppfært dagatal með eftirfarandi hætti: Fjárhagsdagatal: 2. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             fimmtudagur 17. júlí 2025 3. ársfjórðungur 2025 (árshlutareikningur)             miðvikudagur 29. október 2025          Ársuppgjör 2025                                                     miðvikudagur 18. febrúar 2026          Aðalfundur 2026                                                     þriðjudagur 17. mars 2026 Vakin er athy...

 PRESS RELEASE

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt vi...

Skagi: Breytingar á viðskiptavakt - nýir samningar um viðskiptavakt við Arion banka hf. og Landsbankann hf. Skagi hf. hefur gert nýja samninga við Arion banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins, sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland. Samningarnir taka gildi frá og með 2. maí 2025. Samhliða hefur verið sagt upp samningi við Kviku banka hf. um viðskiptavakt. Uppsögnin tekur gildi í lok dags þann 30. apríl 2025. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla seljanleika hlutabréfa Skaga hf., stuðla að virku og gagnsæju viðskiptaumhverfi og bæta verðmyndun hlutabréfanna. ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

SKAGI: Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025 Góður taktur í grunnrekstri en neikvæð afkoma fjárfestinga litar niðurstöðurAfkoma 1F 2025 hjá samstæðu Skaga hf. Helstu lykiltölur 1F 2025 Tap eftir skatta nam 1.353 mkr. (1F 2024:+136 mkr.).Neikvæðar fjárfestingatekjur og fjármagnsliðir draga afkomu samanlagt niður um 1.019 mkr. Þar af voru fjárfestingatekjur neikvæðar um 497 mkr., sem kemur til að mestu vegna lækkunar skráðra hlutabréfa um 1.063 m.kr.Áframhaldandi góður taktur í tryggingastarfsemi með 10,9% tekjuvöxt á milli ára. Samsett hlutfall 100,7% (1F 2024: 103,6%) og batnar um 2,9 ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch