VÍS: Tilkynning vegna viðskiptavaktar
Vátryggingafélagi Íslands hf. hefur borist tilkynning frá Arion banka sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins. Samkvæmt tilkynningunni er ekki lengur þörf til að beita heimild í samningnum um að víkja frá skilyrðum samningsins hvað varðar verðbil og fjárhæðir vegna óviðráðanlegra aðstæðna, sbr. tilkynningu frá 12.03.2020. Gilda því ákvæði samningsins um verðbil og fjárhæðir að nýju.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri, með tölvupósti og í síma 660-5260.