A1W1Z1 Vatryggingafelag Islands hf

VÍS: Uppgjör 3. ársfjórðungs 2022

VÍS: Uppgjör 3. ársfjórðungs 2022

Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins var staðfestur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 20. október 2022.

Helstu niðurstöður 3F

  • Hagnaður af vátryggingarekstri í fjórðungnum var 157 milljónir samanborið við 628 milljóna hagnað á sama tímabili 2021.
  • Tekjur af fjárfestingarstarfsemi voru 335 milljónir en 2.009 milljónir á sama tímabili 2021.
  • Tap fjórðungsins var 70 milljónir samanborið við 2.231 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra.
  • Samsett hlutfall fjórðungsins var 99,6% en var 90,5% á sama tíma í fyrra.
  • Iðgjöld tímabilsins voru 6.286 milljónir í samanburði við 5.955 milljónir á sama tíma í fyrra.

Helstu niðurstöður 9M

  • Hagnaður af vátryggingarekstri fyrir tímabilið var 155 milljónir samanborið við 543 milljónir árið áður.
  • Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins námu 1,2 milljörðum en námu 7,1 milljarði árið áður.
  • Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins var 479 milljónir en á sama tíma í fyrra 6.734 milljónir.
  • Samsett hlutfall fyrstu níu mánuði ársins var 101,2% en var 97,7% á sama tímabili í fyrra.



Góður árangur í erfiðu umhverfi

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:

„Uppgjörið litast af sveiflum á mörkuðum auk þess sem september var tjónaþyngri en gert var ráð fyrir – og því uppfærðum við horfur ársins. Á móti kemur að þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum voru fjárfestingartekjur fjórðungsins jákvæðar. Samsett hlutfall tímabilsins var 99,6% en var 90,5% á sama tíma í fyrra. Við metum áhrif hækkunar verðbólguspár Seðlabanka Íslands á samsett hlutfall fyrstu níu mánuði ársins til þriggja prósenta hækkunar á ársgrundvelli.

Jákvæð ávöxtun í krefjandi umhverfi

Fjárfestingartekjur í fjórðungnum námu 335 milljónum króna eða 0,8% ávöxtun. Þetta  er góður  árangur í krefjandi markaðsaðstæðum ─ þar sem skuldabréf jafnt sem hlutabréf lækkuðu almennt í virði. Ríkisskuldabréf og skuldabréf sveitarfélaga skiluðu neikvæðri ávöxtun á meðan önnur skuldabréf skiluðu um 283 milljónum króna. Skráð hlutabréf lækkuðu um 2,8% eða um 270 milljónir en óskráð hlutabréf hækkuðu um 247 milljónir í fjórðungnum ─ þar vegur Controlant þyngst, eða um 100 milljóna hækkun.

VÍS stofnar SIV eignastýringu

Við sögðum frá því í fjórðungnum að VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Stofnað hefur verið nýtt dótturfélag undir starfsemina sem hefur hlotið nafnið SIV eignastýring. Félagið mun sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða ─ en stefnt er að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir. Það eru því spennandi tímar framundan og mikil tímamót í sögu félagsins.

VÍS hlýtur Jafnvægisvog FKA

Undanfarin ár höfum við markvisst unnið að því að auka hlutfall kvenna á meðal stjórnenda VÍS og því erum við stolt af því að hafa hlotið Jafnvægisvog FKA í fjórða sinn á dögunum ─ en þetta er hvatningarverkefni sem miðar að því að hvetja fyrirtæki til þess að huga að jafnvægi kynjanna meðal stjórnenda. VÍS er sá vinnustaður þar sem kynin hafa jafna möguleika ─ því eins og við höfum sagt áður, þá er jafnrétti ákvörðun.

VÍS fær góða einkunn í UFS mati

Sjálfbærni er mikilvægt leiðarljós hjá félaginu og því var það virkilega ánægjulegt að félagið hækkaði um tíu stig milli ára í UFS mati Reitunar. Til þess að meta frammistöðu í sjálfbærni er horft til þriggja þátta ─ umhverfisþátta, félagsþátta og stjórnarhátta. VÍS náði góðum árangri og fékk 78 stig af 100 mögulegum eða einkunnina B2. Þetta er mikilvægur áfangi ─ því sjálfbærni skiptir okkur miklu máli.

Sölumet slegið í Ökuvísi

Við erum með skýra framtíðarsýn því við ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka. Ljóst er að Ökuvísir er kominn til að vera ─ en sölumet var slegið í fjórðungnum. Að sama skapi hefur hlutfall nýrra viðskiptavina í Ökuvísi aldrei verið hærra sem er virkilega gleðilegt. Við erum því að sjá fleiri viðskiptavini sem velja að bæta akstur sinn ─ og borga minna.“



Horfur um samsett hlutfall ársins

Eins og fram kom í tilkynningu félagsins til Kauphallar 12. október síðastliðinn, þá hefur félagið uppfært horfur ársins. Í tilkynningunni kom fram að áhrif breyttra verðbólguvæntinga Seðlabanka Íslands á fyrstu níu mánuðum ársins á samsett hlutfall félagsins er metið til þriggja prósenta hækkunar á ársgrundvelli. Auk þess var þriðji ársfjórðungur tjónaþyngri en gert var ráð fyrir. Þetta leiðir til þess að nú er áætlað að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 98-100%.

Kynningarfundur

Kynningarfundur vegna uppgjörsins fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn föstudaginn 21. október, klukkan 8:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 3. Helgi Bjarnason, forstjóri, mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt verður að fylgjast með fundinum á þessari slóð: og þar verður einnig hægt að nálgast upptöku af fundinum og kynningarefni hans.  

Fjárhagsdagatal

Ársuppgjör 2022  ||  23. febrúar 2023

Aðalfundur 2023  ||  16. mars 2023



Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu

Viðhengi



EN
20/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Vatryggingafelag Islands hf

 PRESS RELEASE

SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026

SKAGI: Rekstrarhorfur og fjárhagsdagatal fyrir fjárhagsárið 2026 Áætlun samstæðu Skaga fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að hagnaður verði 4,1 milljarðar króna eftir skatta sem samsvarar 17% arðsemi eiginfjár en markmið félagsins er að skila yfir 15% arðsemi eiginfjár. Rekstrarhorfur Skaga fyrir fjárhagsárið 2026 eru eftirfarandi: Samsett hlutfall í tryggingarekstri: 92-95%, markmið 3.500m Ávöxtun fjárfestingasafns: Markmið >9,5% Upplýst verður um horfur í samsettu hlutfalli í tryggingastarfsemi, og tekjum í fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynnt eru. Vænt ávöxtun ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Viðskipti stjórnenda

SKAGI: Viðskipti stjórnenda Meðfylgjandi er tilkynning um viðskipti stjórnenda hjá Skaga vegna nýtingar kauprétta.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKAGI: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár

SKAGI: Tilkynning um nýtingu kauprétta og hækkun hlutafjár Líkt og tilkynnt var um þann 3. desember 2024 eru í gildi kaupréttarsamningar við starfsfólk Skaga og dótturfélaga. Kaupréttarsamningarnir voru gerðir í samræmi við kaupréttaráætlun byggðri á 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 sem útfærð var af stjórn Skaga í júní 2024 og samþykkt af Skattinum í október sama ár. Fyrsta innlausnartímabilinu samkvæmt kaupréttarsamningunum er nú lokið og bárust félaginu tilkynningar um nýtingu kaupréttar sem taka til samtals 9.379.970 hluta í félaginu á genginu 18,85 krónur á hvern hlut eða fyrir ...

 PRESS RELEASE

SKAGI: Flöggun Íslandssjóðir hf.

SKAGI: Flöggun Íslandssjóðir hf. Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu: Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKAGI: Flöggun Íslandsbanki hf.

SKAGI: Flöggun Íslandsbanki hf. Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch