VÍS: Upplýsingar vegna rafrænnar þátttöku á aðalfundi VÍS árið 2020
Aðalfundur VÍS verður haldinn fimmtudaginn, 19. mars 2020 kl. 16:00. Stjórn félagsins hefur ákveðið að bjóða upp á fullgilda rafræna þátttöku á aðalfundi félagsins án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað, sbr. tilkynningu félagsins sem finna má . Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi auk þess sem hluthafar geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða vefsíðu Lumi .
Rafræn þátttaka mun því jafngilda mætingu á fundinn og veita rétt til þátttöku í honum að öðru leyti.
Hluthöfum gefst jafnframt kostur á að mæta á fundinn í höfuðstöðvum félagsins, en í ljósi samkomubanns eru hluthafar beðnir um að láta vita um mætingu á fundinn við allra fyrsta tækifæri með því að senda skilaboð á svo hægt sé að áætla þann fjölda sem mætir.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa, sem hafa hug á því að sækja fundinn rafrænt, eru hvattir til að senda félaginu afrit af skilríkjum sínum á netfangið , við allra fyrsta tækifæri en eigi síðar en kl. 12:00 á fundardegi. Eftir kl. 10 á fundardegi fá hluthafar og/eða umboðsmenn þeirra leiðbeiningar og aðgangsupplýsingar. Þær verða sendar í gegnum örugga gagnagátt með auðkenningu rafrænna skilríkja.
Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins í höfuðstöðvum félagsins eða taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður smáforritinu Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM eða fengið snjalltæki að láni á fundarstað.
Nánari leiðbeiningar um rafræna þátttöku og notkun Lumi AGM kerfisins auk annarra aðalfundargagna má finna á vefsíðu félagsins á slóðinni
VÍS biðlar til allra hluthafa að gæta að fyllsta hreinlæti í kringum fundinn og virða fyrirmæli yfirvalda um sóttkví og nýta sér frekar rafræna atkvæðagreiðslu hafi þeir ferðast um áhættusvæði fyrir fundinn, finni fyrir flensueinkennum eða telji sig hafa verið útsetta fyrir smiti.