ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech birtir nýjar upplýsingar um stöðu upprunalegu leyfisumsóknarinnar fyrir AVT02 í Bandaríkjunum

Alvotech birtir nýjar upplýsingar um stöðu upprunalegu leyfisumsóknarinnar fyrir AVT02 í Bandaríkjunum

Alvotech (NASDAQ First North: ALVO) tilkynnti í dag um samskipti við Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) sem varða úttekt á framleiðsluaðstöðu Alvotech í Reykjavík sem fór fram í mars á þessu ári og gögn sem síðar hafa verið send til FDA af hálfu félagsins.

Samskiptin við FDA varða upprunalega leyfisumsókn Alvotech fyrir líftæknilyfjahliðstæðuna AVT02. Í bréfi FDA eru taldir upp nokkrir annmarkar tengdir framleiðsluaðstöðu Alvotech og bent er á að fyrirtækið þurfi að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að leiðrétta þessi atriði áður en FDA geti samþykkt leyfisumsóknina.  

„Alvotech fagnar því að geta brugðist við þeim athugasemdum sem fram koma í bréfinu og heldur áfram að vinna með FDA til að ljúka úttekt á aðstöðunni í Reykjavík. Við stefnum að því að grípa til fullnægjandi ráðstafana áður en ákvörðun FDA um leyfisumsókn okkar fyrir AVT02 sem útskiptanlega líftæknilyfjahliðstæðu á að vera tekin, sem er í desember næstkomandi,“ sagði Mark Levick, forstjóri Alvotech. „Við stefnum að því að bjóða sjúklingum um allan heim aðgang að AVT02 og gerum ráð fyrir að vera tilbúin til að setja lyfið á markað í Bandaríkjunum 1. júlí á næsta ári, samkvæmt áætlun.“

Um AVT02 (adalimumab)

AVT02 er einstofna mótefni og fyrirhuguð líftæknilyfjahliðstæða við Humira® (adalimumab), sem binst sértækt við TNF (tumor necrosis factor). AVT02 hefur hlotið markaðsleyfi í Evrópusambandinu, Noregi, Lichtenstein, á Íslandi, í Bretlandi, Sviss og Kanada. Umsóknir um markaðsleyfi fyrir AVT02 eru til umfjöllunar í mörgum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
05/09/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila

Leiðrétting: Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila Í viðhengi er tilkynning um viðskipti stjórnenda og tengdra aðila sem lögð var inn til birtingar hjá fjármálaeftirliti Lúxemborgar, Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF), um kaup Alvogen Lux Holdings S.ár.l. á 210,000 hlutum í Alvotech á genginu 1.277,38 krónur á hlut. Alvogen Lux Holdings er annar stærsti hluthafi Alvotech. Stærstu hluthafar Alvogen Lux Holdings eru fjárfestingasjóðirnir CVC (40%), Aztiq (30%) og Temasek (20%). (Leiðréttingin varðar fjölda keyptra hluta, sem voru sagðir 201,000 í upprunalegu ís...

 PRESS RELEASE

Transactions of Managers and Closely Associated Persons

Transactions of Managers and Closely Associated Persons Attached is a copy of a filing with the Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF) regarding transactions of managers and closely associated persons, announcing the acquisition of 210,000 shares in Alvotech at ISK 1,277.38, by Alvogen Lux Holdings S.ár.l., the second largest shareholder in Alvotech. Alvogen Lux Holdings' largest shareholders are CVC (40%), Aztiq (30%) and Temasek (20%). Attachment

 PRESS RELEASE

Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila

Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila Í viðhengi er tilkynning um viðskipti stjórnenda og tengdra aðila sem lögð var inn til birtingar hjá fjármálaeftirliti Lúxemborgar, Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF), um kaup Alvogen Lux Holdings S.ár.l. á 201,000 hlutum í Alvotech á genginu 1.277,38 krónur á hlut. Alvogen Lux Holdings er annar stærsti hluthafi Alvotech. Stærstu hluthafar Alvogen Lux Holdings eru fjárfestingasjóðirnir CVC (40%), Aztiq (30%) og Temasek (20%). Viðhengi

 PRESS RELEASE

Alvotech Meets Investors and Participates in Fireside Chat At the Bof...

Alvotech Meets Investors and Participates in Fireside Chat At the BofA Securities Healthcare Conference 2025 in Las Vegas, Nevada   Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today its participation in the BofA Securities Healthcare Conference 2025, which will be held in Las Vegas, Nevada, May 13-15, 2025. Members of the management team will host one-on-one meetings at the conference. Alvotech will also be participating in a fireside chat on Wednesday, May 14, 2025, at 11:40 am...

 PRESS RELEASE

Alvotech Meets Investors and Participates in Fireside Chat At the BofA...

Alvotech Meets Investors and Participates in Fireside Chat At the BofA Securities Healthcare Conference 2025 in Las Vegas, Nevada REYKJAVIK, Iceland, May 09, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today its participation in the BofA Securities Healthcare Conference 2025, which will be held in Las Vegas, Nevada, May 13-15, 2025. Members of the management team will host one-on-one meetings at the conference. Alvotech will also be participating in a fi...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch