ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech býður út breytanleg skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala til að viðhalda fjárfestingu í lyfjaþróun, framleiðslu, markaðssetningu og styrkja lausafjárstöðu, staðfestir afkomuspá 2025 og birtir afkomuspá ársins 2026

Alvotech býður út breytanleg skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala til að viðhalda fjárfestingu í lyfjaþróun, framleiðslu, markaðssetningu og styrkja lausafjárstöðu, staðfestir afkomuspá 2025 og birtir afkomuspá ársins 2026

REYKJAVÍK - (16. DESEMBER 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að fyrirtækið efni til útboðs á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð 100 milljónir dollara með gjalddaga á árinu 2030. Fjármögnuninni er ætlað að styðja við áframhaldandi fjárfestingu félagsins í þróun nýrra hliðstæðna líftæknilyfja, sem áætluð er að verði 250 milljónir bandaríkjadala á næsta ári. Félagið er nú að þróa 30 hliðstæður líftæknilyfja og býr að verðmætasta safni fyrirhugaðra hliðstæðna í lyfjaiðnaðinum. Þá er Alvotech að skala upp framleiðslu og aðfangakeðju sína, þar sem 4 nýjar hliðstæður eru á leið á markað á þessu og næsta ári.

Fjármögnuninni er ætlað að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins, aukna framleiðslu og markaðssetningu nýrra hliðstæðna og viðhalda leiðandi stöðu þess í þróun nýrra hliðstæðna líftæknilyfja.

Félagið staðfestir fyrri afkomuspá fyrir árið 2025 og birtir nú einnig afkomuspá fyrir komandi ár. Afkomuspáin fyrir árið 2026 tekur tillit til tafa sem gætu orðið á samþykki nýrra hliðstæðna í Bandaríkjunum, þar sem félagið hefur móttekið svör Matvæla og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) um að ekki verði veitt  markaðsleyfi að svo stöddu fyrir AVT05 í áfylltri sprautu, lyfjapenna og hettuglasi (fyrirhugaðar hliðstæður við Simponi og Simponi Aria) né AVT06 (fyrirhugaða hliðstæðu við Eylea). Afkomuspáin gerir einnig ráð fyrir að félagið geti fengið sambærilegt svar frá FDA vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir AVT03, fyrirhugaða hliðstæðu við Prolia og Xgeva. Alvotech heldur áfram að vinna náið með FDA og er bjartsýnt á að geta svarað með fullnægjandi hætti öllum útistandandi athugasemdum stofnunarinnar. Afkomuspáin tekur einnig tillit til þess að markaðssetning utan Bandaríkjanna á þremur nýjum hliðstæðum hófst í nóvember sl. Alvotech og samstarfsfélög þess eru fyrst til að markaðssetja hliðstæðu við Simponi (AVT05) og eftirspurn eftir AVT06, hliðstæðu við Eylea, er þegar sterk miðað við fyrirliggjandi pantanir.

Afkomuspá fyrir árin 2025 og 2026

Félagið gerir áfram ráð fyrir hagstæðri rekstrarniðurstöðu á fjórða ársfjórðungi, í ljósi góðrar eftirspurnar eftir nýjum hliðstæðum á mörkuðum utan Bandaríkjanna og sölu á þeim hliðstæðum sem hafa verið á markaði. Félagið er því vel í stakk búið til að skila vaxandi tekjum og EBITDA framlegð á næsta ári.

Alvotech staðfestir afkomuspána fyrir árið 2025 sem var uppfærð 2. nóvember sl. og gerir ráð fyrir að heildartekjur ársins verði á bilinu 570-600 milljónir bandaríkjadala og að aðlöguð EBITDA framlegð verði á bilinu 130-150 milljónir bandaríkjadala.

Vaxtartækifæri Alvotech til lengri tíma eru óbreytt. Safn lyfja í þróun fer sívaxandi og er markaðsverðmæti hvers frumlyfs þessara hliðstæðna talið í milljörðum dollara.  Félagið hefur einnig byggt upp fullkomna aðstöðu til lyfjaframleiðslu sem skapar afburða samkeppnisstöðu og er með samninga við lyfjafyrirtæki um sölu og markaðssetningu á öllum helstu mörkuðum heims.  

Á árinu 2026 gerir afkomuspá Alvotech ráð fyrir að heildartekjur verði á bilinu 650-700 milljónir dollara og tekjur af vörusölu haldi þannig áfram að vaxa. Spáin gerir ráð fyrir að aðlöguð EBITDA framlegð vaxi í á bilinu 180-220 milljónir dala, vegna vaxandi tekna af þeim hliðstæðum sem nýlega hafa hlotið markaðsleyfi í Evrópu og Japan. Alvotech gerir ráð fyrir að þær 4 umsóknir um markaðsleyfi sem liggja fyrir hjá FDA verði samþykktar seinni part næsta árs. Félagið er bjartsýnt að verða fyrst, eða meðal fyrstu, framleiðenda sem fá markaðsleyfi fyrir hliðstæður Simponi og Simponi Aria í Bandaríkjunum. Þá hefur Alvotech og samstarfsfélag þess í Bandaríkjunum náð samkomulagi við frumlyfjaframleiðandann Regeneron Pharmaceuticals þess efnis að markaðssetning AVT06, hliðstæðu við Eylea, megi hefjast í Bandaríkjunum eigi síðar en á fjórða ársfjórðungi 2026. Í afkomuspánni gefur félagið sér varfærnar forsendur um að markaðssetning nýrra hliðstæðna í Bandaríkjunum hafi minniháttar áhrif á tekjur og þótt félagið leggi áherslu á að fá markaðsleyfin í Bandaríkjunum, gera neðri mörk afkomuspárinnar ekki ráð fyrir neinum tekjum af markaðssetningu þessara hliðstæðna á árinu. Félagið einbeitir sér að því að skila auknum sölutekjum og betri framlegð með meiri hagkvæmni í framleiðslu.

Útboðið

Alvotech býður út breytanleg skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir dollara til fjárfesta, með möguleika á aukinni útgáfu áður en verðlagningu og úthlutun skuldabréfanna lýkur.

Hér er fjallað um helstu atriði en nánar er fjallað um skilmála skuldabréfanna og tímalínu viðskiptanna í enskri útgáfu tilkynningarinnar.

  • Í boði eru bréf að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala með möguleika á að auka útgáfuna um 25 milljónir dollara.
  • Vextir á skuldabréfunum verða á bilinu 6.375%-6.875%, með gjalddaga á sex mánaða fresti. Nafnvirði hvers skuldabréfs verður 200.000 bandaríkjadalir.
  • Bréfin verða með breytirétti yfir í sænsk heimildarskírteini (SDR), sem eru ígildi hlutabréfa og virkjast rétturinn 41 degi eftir útgáfu bréfanna. Viðmiðunargengi fyrir breytiréttinn verður á bilinu 25%-30% hærra en gengi hlutabréfa félagsins á viðmiðunardegi.
  • Félagið hefur rétt til að innkalla breytanlegu skuldabréfin þegar tvö ár og 21 dagur eru liðin frá þvi að skuldabréfin eru afhent fjárfestum, ef magnvegið gengi (WVAP) hlutabréfa félagsins á markaði er að minnsta kosti 150% yfir viðmiðunargenginu í 20 viðskiptadaga samfellt á 30 daga tímabili.
  • Alvotech Manco ehf., dótturfélag Alvotech, mun lána kaupendum breytanlegu skuldabréfanna hlutabréf í félaginu, sem þeir geta selt á markaði til þess að verjast markaðsáhættu.
  • Fjárfestingabankinn sem sér um sölu skuldabréfanna mun einnig annast milligöngu um sölu hlutabréfanna sem fjárfestar geta fengið að láni frá Alvotech Manco ehf. til þess að verjast markaðsáhættu („Concurrent Delta Placement“). Tveir af stærstu hluthöfum félagsins, ATP Holdings ehf. (í eigu Aztiq, fjárfestingafélags Róbert Wessman) og Alvogen Lux Holdings S.á. r.l. hafa skuldbundið sig til þess að kaupa þessi hlutabréf.  Verð hlutabréfanna verður ákvarðað með útboðsfyrirkomulagi en mun þó ekki vera lægra en 85% af gengi bréfanna við lokun markaðar í Stokkhólmi í dag. Verðlagning og úthlutun hlutabréfanna verður í höndum umsjónaraðila útboðsins og mun ljúka áður en viðskipti hefjast á markaðinum í Stokkhólmi 17. desember. Alvotech mun ekki njóta tekna af sölu hlutabréfanna. Áðurnefndir hluthafar munu ekki fá þóknun fyrir þátttöku í viðskiptum með hlutabréfin.
  • Alvotech hefur skuldbundið sig til að gefa ekki út ný hlutabréf á næstu þremur mánuðum eða önnur verðbréf sem tengjast hlutabréfum í tólf mánuði eftir að sölu breytanlegu skuldabréfanna er lokið. Undantekingar frá þessari reglu eru útgáfa bréfa til Alvotech Manco, til þess að standa við áður gefnar skuldbindingar, þar á meðal vegna útlána á hlutabréfum til kaupenda breytanlegu skuldabréfanna.

Símafundur með fjárfestum

Alvotech mun efna til símafundar með fjárfestum 16. desember 2025 kl. 17:00 til að kynna viðskiptin. Hlekkur til að hlusta á fundinn er hér: 

Ráðgjafar

DNB Carnegie, sem er hluti af DNB Bank ASA er umsjónaraðili útboðsins. Roschier er lögfræðilegur ráðgjafi Alvotech varðandi sænsk lög, Arendt & Medernach SA varðandi lúxemborgísk lög, BBA//Fjeldco varðandi íslensk lög og Cooley LLP varðandi bandarísk lög. Advokatfirmaet Thommessen AS er lögfræðilegur ráðgjafi DNB Carnegie varðandi norsk lög. 

Um Alvotech

Alvotech er líftæknifyrirtæki stofnað af Róberti Wessman sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þróunar- og framleiðsluþættir í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu og krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.

Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd. (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland), Dr. Reddy’s (Evrópa, Bandaríkin), Biogaran (Frakkland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja-Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indónesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Mið-Austurlönd og Norður-Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA, Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Frekari upplýsingar er að finna á , á og á . Fylgjast má með starfsemi Alvotech á , , og .

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður

 



EN
16/12/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Launches $100 Million Senior Unsecured Convertible Bond Offer...

Alvotech Launches $100 Million Senior Unsecured Convertible Bond Offering to Continue Strong Investment in R&D, Support Manufacturing, Global Product Launches and Enhance Liquidity Position, reaffirms 2025 outlook and provides 2026 guidance THIS PRESS RELEASE MAY NOT BE DISTRIBUTED, RELEASED, OR PUBLISHED, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO AUSTRALIA, BELARUS, CANADA, HONG KONG, JAPAN, NEW ZEALAND, RUSSIA, SWITZERLAND, SINGAPORE, SOUTH AFRICA, SOUTH KOREA, THE UNITED STATES OF AMERICA OR ANY OTHER JURISDICTION IN WHICH SUCH ACTIONS, WHOLLY OR IN PART, WOULD BE UNLAWFUL OR DEMAND ADDITIONAL ...

 PRESS RELEASE

Alvotech býður út breytanleg skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir banda...

Alvotech býður út breytanleg skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala til að viðhalda fjárfestingu í lyfjaþróun, framleiðslu, markaðssetningu og styrkja lausafjárstöðu, staðfestir afkomuspá 2025 og birtir afkomuspá ársins 2026 REYKJAVÍK - (16. DESEMBER 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að fyrirtækið efni til útboðs á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð 100 milljónir dollara með gjalddaga á árinu 2030. Fjármögnuninni er ætlað að styðja við áframhaldandi fjárfestingu félagsins í þróun nýrra hliðstæðna líftæknilyfja, sem áætluð er að verði 250 milljónir bandar...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Approval of AVT03, a Biosimilar to Prolia® and Xgev...

Alvotech Announces Approval of AVT03, a Biosimilar to Prolia® and Xgeva® (denosumab) in the European Economic Area REYKJAVIK, Iceland, Nov. 24, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Commission (EC) has approved AVT03 as a biosimilar to Prolia® and Xgeva® (denosumab). The European denosumab market is currently valued at approximately US$1.2 billion across all indications, based on originator sales in the last 12 months inclu...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Approval of AVT03, a Biosimilar to Prolia® and Xgev...

Alvotech Announces Approval of AVT03, a Biosimilar to Prolia® and Xgeva® (denosumab) in the European Economic Area REYKJAVIK, ICELAND (November 25, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Commission (EC) has approved AVT03 as a biosimilar to Prolia® and Xgeva® (denosumab). The European denosumab market is currently valued at approximately US$1.2 billion across all indications, based on originator sales in the last 12 months including the second...

 PRESS RELEASE

Markaðsleyfi veitt á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu A...

Markaðsleyfi veitt á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfin Prolia og Xgeva         REYKJAVÍK, 25. NÓVEMBER 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi veitt markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir AVT03, hliðstæðu við líftæknilyfin Prolia og Xgeva, sem bæði innihalda virka efnið denosumab. Tekjur af sölu Prolia og Xgeva í Evrópu síðustu tólf mánuði, fram til loka annars ársfjórðungs þessa árs, námu um 150 milljörðum króna (1,2 milljörðum dollara) samkvæmt gagnaveitunni IQVIA.  Lyfin eru notuð til meðf...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch