Alvotech fundar með fjárfestum á alþjóða heilbrigðisráðstefnu Barclays fjárfestingabankans í Miami og situr fyrir svörum
Alvotech (NASDAQ: ALVO) tekur þátt í árlegri heilbrigðisráðstefnu fjárfestingabankans Barclays í Miami í Flórida, sem haldin verður í 27. skipti dagana 11. – 13. mars nk. Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech og fulltrúar úr framkvæmdastjórn félagsins funda með fjárfestum. Þá sitja fulltrúar félagsins fyrir svörum hjá forstöðumanni greininga bankans á heilbrigðissviði, miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 13:30 – 13:55 að íslenskum tíma.
Hægt verður að hlýða á hljóðupptöku af samtalinu við greinanda Barclays í beinu streymi. Þá verður upptaka aðgengileg á vefsíðu félagsins í 90 daga eftir að ráðstefnunni lýkur. Allar upplýsingar um hvernig tengjast má streyminu eða hlýða á upptökuna verða birtar á undir flokknum .
Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland), Dr. Reddy’s (Evrópa, Bandaríkin), Biogaran (Frakkland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja--Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norðu- Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).
Meiri upplýsingar er að finna á , , og almennri . Fylgið okkur á samfélagsmiðlum: , , og
Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
