ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech og Advanz Pharma auka samstarfið með fyrirhugaðri markaðssetningu fimm líftæknilyfjahliðstæða í Evrópu

Alvotech og Advanz Pharma auka samstarfið með fyrirhugaðri markaðssetningu fimm líftæknilyfjahliðstæða í Evrópu

  • Advanz Pharma öðlast með samningnum einkarétt til markaðssetningar í Evrópu á fimm fyrirhuguðum líftæknilyfjahliðstæðum Alvotech
  • Samkomulagið nær til fyrirhugaðra hliðstæða við Simponi (golimumab) og Entyvio (vedolizumab), auk þriggja ónefndra líftæknilyfjahliðstæða Alvotech sem eru á fyrri stigum þróunar

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Advanz Pharma, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Bretlandi, sem markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum, tilkynntu í dag að félögin hafi undirritað nýjan samning um framleiðslu og sölu fimm fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða í Evrópu. Alvotech mun sjá um þróun og framleiðslu, en Advanz Pharma sér um skráningu, markaðssetningu og sölu í Evrópu.

„Það er ánægjulegt að auka enn frekar samstarfið við Advanz Pharma. Samstarf félaganna byggir á sameiginlegri sýn fyrirtækjanna á nauðsyn þess að auka aðgengi sjúklinga að hagstæðari líftæknilyfjum,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.  

„Með þessu samstarfi getur Advanz Pharma orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði líftæknilyfjahliðstæða í Evrópu. Þetta er einnig mikilvægt skref í þeirri áætlun Advanz að verða helsti samstarfsaðili í Evrópu til dreifingar og sölu lyfseðilsskyldra lyfja, stungu- og innrennslislyfja og lyfja við sjaldgæfum sjúkdómum,“ sagði Steffen Wagner, forstjóri Advanz Pharma.

„Við hlökkum til að treysta enn frekar sambandið við Advanz, eftir að við gengum fyrst til samstarfs í byrjun þessa árs. Það verður spennandi að vinna saman að því að koma þessum mikilvægu lyfjum á markað í Evrópu,“ sagði Anil Okay, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Alvotech:

Susanna El-Armale, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Advanz Pharma bætti við: „Samkomulagið við Alvotech á eftir að auka framboð Advanz af lyfseðilsskyldum lyfjum og auka þar með innri vöxt tekna hjá Advanz í framtíðinni.“

Samningurinn tekur til fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæða við Simponi (golimumab) og Entyvio (vedolizumab), auk þriggja ónefndra fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða sem eru á fyrri stigum þróunar. Samkvæmt upplýsingaveitunni IQVIA er samanlögð sala þessara fimm lyfja um 570 milljarðar króna (4 milljarðar dollara) á ári á þeim mörkuðum sem samningurinn nær til.

Í febrúar sl.  Alvotech og Advanz Pharma að félögin hefðu gert samning um markaðssetningu AVT23, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair (omalizumab). Samningurinn nær yfir Evrópska efnahagssvæðið, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáland.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
24/05/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xol...

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xolair® (omalizumab), Accepted by the European Medicines Agency LONDON, UK and REYKJAVIK, ICELAND (OCTOBER 6, 2025) — Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe and Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Medicines Agency (EMA) has accepted a Marketing...

 PRESS RELEASE

Lyfjastofnun Evrópu tekur til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir fy...

Lyfjastofnun Evrópu tekur til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir fyrirhugaða hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Xolair REYKJAVÍK OG LONDON, BRETLANDI (6. OKTÓBER 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefði tekið til umsagnar umsókn samstarfsaðila félagsins Advanz Pharma um markaðsleyfi fyrir AVT23, fyrirhugaða hliðstæðu við líftæknilyfið Xolair, sem inniheldur virka efnið omalizumab. „Ákvörðun Lyfjastofnunar Evrópu að taka til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir AVT23 er mikilvægt skref að auknu aðgengi sjúklinga í Evrópu að hagstæðum h...

 PRESS RELEASE

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xol...

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xolair® (omalizumab), Accepted by the European Medicines Agency LONDON and REYKJAVIK, Iceland, Oct. 06, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe and Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Medicines Agency (EMA) has accepte...

 PRESS RELEASE

European Medicines Agency Recommends Marketing Approval of Gobivaz®, A...

European Medicines Agency Recommends Marketing Approval of Gobivaz®, Alvotech’s Proposed Biosimilar to Simponi® (golimumab) with Advanz Pharma as Commercialization Partner REYKJAVIK, ICELAND and LONDON, UK (September 22, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide and Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe, today announced that the European Med...

 PRESS RELEASE

Lyfjastofnun Evrópu mælir með leyfi til markaðssetningar á Gobivaz, fy...

Lyfjastofnun Evrópu mælir með leyfi til markaðssetningar á Gobivaz, fyrirhugaðri hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi (golimumab) Mannalyfjanefnd (CHMP) Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) hefur mælt með því að heimila markaðssetningu AVT05, sem er fyrirhuguð hliðstæða líftæknilyfsins Simponi (golimumab), sem þróuð var af Alvotech. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir í kjölfar jákvæðrar umsagnar CHMP leyfi til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu. Var þetta tilkynnt í dag af Alvotech og samstarfsaðila þess um markaðssetningu Gobivaz, Advanz Pharma, alþjóðlegu lyfjafyrirtæki með...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch