ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech og STADA hefja sölu á Hukyndra í Sviss og auka aðgengi sjúklinga að adalimumab

Alvotech og STADA hefja sölu á Hukyndra í Sviss og auka aðgengi sjúklinga að adalimumab

Alvotech (NASDAQ First North: ALVO) og STADA Arzneimittel AG (STADA) tilkynntu í dag að sala og markaðssetning væri hafin í Sviss á Hukyndra, líftæknihliðstæðulyfi við Humira (adalimumab), sem Alvotech þróaði og framleiðir á Íslandi.

Hukyndra (adalimumab) er markaðssett af Spirig HealthCare AG, dótturfyrirtæki STADA í Sviss og er í boði í áfylltri sprautu og áfylltum lyfjapennum sem hannaðir hafa verið með þægindi notenda í huga. Alvotech þróaði Hukyndra til að draga úr hættu á óþægindum sjúklinga á stungustað, með auknum styrk, sítratlausu lyfjaformi og lyfjapenna með mjórri nál.

„Það er enn brýn þörf fyrir líftæknilyf í Evrópu sem ekki hefur verið svarað,“ sagði Bryan Kim, stjórnandi sérlyfjadeildar STADA. „Samstarf okkar við Alvotech gerir STADA kleift að bjóða Evrópubúum upp á breitt úrval hágæða líftæknihliðstæðulyfja. Við leggjum áherslu á að koma Hukyndra á markað sem víðast þar sem við teljum okkur skuldbundin til að auka aðgengi að nauðsynlegum meðferðarúrræðum.“

Anil Okay, viðskiptastjóri Alvotech bætti við: „Það er okkur mikil ánægja að geta eflt getu Alvotech og nýtt fullkomna aðstöðu til þróunar og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja með samstarfinu við STADA og aukið þar með aðgengi sjúklinga um alla Evrópu að hagkvæmari líftæknilyfjum.“   

STADA og Alvotech gengu til samstarfs í Nóvember 2019. Samstarfið tekur til Hukyndra og sex fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæðna sem Alvotech er að þróa, við sjálfsónæmissjúkdómum, augnsjúkdómum og krabbameini. Alvotech sér um alla þróun og framleiðslu en STADA er með einkaleyfi fyrir sölu og markaðssetningu í Evrópu.

veitti Lyfjastofnun Evrópu markaðsleyfi fyrir Hukyndra á Evrópska efnahagssvæðinu: Öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands, Liechtenstein og Noregs. Nú hefur einnig verið veitt markaðsleyfi fyrir lyfið í Bretlandi og Sviss. STADA hefur þegar hafið sölu Hukyndra í Austurríki, Eistlandi, Frakklandi, Finnlandi, Litáen, Slóvakíu, Svíþjóð og Þýskalandi.

STADA styður við markaðssetningu Hukyndra í hverju landi fyrir sig með útgáfu sérsniðins fræðsluefnis og þjónustu við sjúklinga sem nýta sér lyfið. 

Um Hukyndra (adalimumab)

AVT02 er einstofna mótefni og líftæknilyfjahliðstæða við Humira® (adalimumab), sem binst sértækt við tumor necrosis factor. Hukyndra hefur hlotið markaðsleyfi í Evrópusambandinu, Noregi, Lichtenstein, á Íslandi, í Bretlandi, Sviss, auk Kanada (undir heitinu Simlandi). Umsóknir um markaðsleyfi eru til umfjöllunar í mörgum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum. 

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Um STADA Arzneimittel AG

Höfuðstöðvar STADA Arzneimittel AG eru í Bad Vilbel í Þýskalandi. Fyrirtækið starfar á þremur meginmörkuðum, samheitalyfjum, sérlyfjum og almennum lækningavörum. STADA Arzneimittel AG markaðsetur vörur í um 120 löndum um allan heim. Á fjárhagsárinu 2021 voru sölutekjur samsteypunnar um 3.250 milljónir evra. Í lok síðasta árs störfuðu 12.520 manns hjá STADA um allan heim.

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson



EN
22/09/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Annual General Meeting to be held June 25, 2025

Alvotech Annual General Meeting to be held June 25, 2025 The Annual General Meeting of Alvotech will be held on Wednesday June 25, 2025, at 09.00 a.m. CEST at the premises of Arendt & Medernach at 41A, Avenue John F. Kennedy L-1855 Luxembourg, Grand Duchy of Luxembourg. Reference is made to the attached document with regard to the final agenda. Meeting materials and all further information about the Annual General Meeting is available on the Alvotech website: CONTACTS Alvotech Investor RelationsBenedikt Stefansson, VP Attachment

 PRESS RELEASE

Aðalfundur Alvotech boðaður 25. júní 2025

Aðalfundur Alvotech boðaður 25. júní 2025 Aðalfundur Alvotech verður haldinn miðvikudaginn 25. júní 2025, kl. 09.00 CEST á skrifstofu Arendt & Medernach að 41A Avenue John F. Kennedy, L-1855 Lúxemborg. Dagskrá fundarins er að finna í meðfylgjandi viðhengi. Fundurinn fer fram á ensku. Fundargögn og allar frekari upplýsingar varðandi aðalfundinn er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins  Nánari upplýsingar veitir: Alvotech, fjárfestatengslBenedikt Stefánsson, forstöðumaður Viðhengi

 PRESS RELEASE

Transactions of Managers and Closely Associated Persons

Transactions of Managers and Closely Associated Persons Attached is a copy of a filing with the Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF) regarding transactions of managers and closely associated persons, announcing the acquisition of 95,000 shares in Alvotech at ISK 1,260 per share, by Alvogen Lux Holdings S.ár.l., the second largest shareholder in Alvotech. The date of the transaction is May 20, 2025. Alvogen Lux Holdings' largest shareholders are CVC (40%), Aztiq (30%) and Temasek (20%). Attachment

 PRESS RELEASE

Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila

Viðskipti stjórnenda og tengdra aðila Í viðhengi er tilkynning um viðskipti stjórnenda og tengdra aðila sem lögð var inn til birtingar hjá fjármálaeftirliti Lúxemborgar, Luxembourg Commission de Surveillance du Secteur Financier (CSSF), um kaup Alvogen Lux Holdings S.ár.l. á 95,000 hlutum í Alvotech á genginu 1.260 íslenskar krónur á hlut. Kaupin fóru fram þann 20. maí sl. Alvogen Lux Holdings er annar stærsti hluthafi Alvotech. Stærstu hluthafar Alvogen Lux Holdings eru fjárfestingasjóðirnir CVC (40%), Aztiq (30%) og Temasek (20%). Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Alvotech Appoints DNB Carnegie as Liquidity Provider on Nasdaq Stockho...

Alvotech Appoints DNB Carnegie as Liquidity Provider on Nasdaq Stockholm REYKJAVIK, ICELAND AND STOCKHOLM, SWEDEN (May 19, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO, the “Company”) has entered into agreement with DNB Carnegie Investment Bank AB (publ) (“DNB Carnegie”) regarding liquidity provider services to ensure liquidity in the Company’s Swedish Depository Receipts (“SDRs”), equity share equivalents, trading on Nasdaq Stockholm. The arrangement is in accordance with the framework of Nasdaq Stockholm’s rules on liquidity providers. In the role of liquidity provider, DNB Carnegie undertakes to cont...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch