ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Alvotech ráðgerir útboð til stofnanafjárfesta á um 7,5 milljónum sænskra heimildarskírteina og hlutabréfum

Alvotech ráðgerir útboð til stofnanafjárfesta á um 7,5 milljónum sænskra heimildarskírteina og hlutabréfum

TILKYNNING ÞESSI OG UPPLÝSINGARNAR SEM HÉR KOMA FRAM ERU EKKI TIL BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, HVORKI MEÐ BEINUM NÉ ÓBEINUM HÆTTI, Í HEILD EÐA AÐ HLUTA, Í, TIL EÐA FRÁ BANDARÍKJUM NORÐUR-AMERÍKU, ÁSTRALÍU, KANADA, JAPAN, SVISS EÐA LÝÐVELDINU SUÐUR-AFRÍKU EÐA ANNARRI LÖGSÖGU ÞAR SEM SLÍK DREIFING EÐA BIRTING TELDIST VERA BROT Á LÖGGJÖF Í VIÐKOMANDI LÖGSÖGU.

Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO-SDB) tilkynnti í dag að fyrirtækið ráðgeri útboð á um 7,5 milljónum sænskra heimildarskírteina og hlutabréfum í félaginu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Útboðinu er beint að íslenskum, sænskum og alþjóðlegum stofnanafjárfestum, og fer fram á grundvelli tilboðsfyrirkomulags sem hefst strax eftir birtingu þessarar tilkynningar. Útboðið mun taka til sænskra heimildarskírteina („SDR“) og eigin hlutabréfa. Félagið hefur fengið DNB Carnegie og Citi til að vera sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins og eru þeir, ásamt Skandinaviska Enskildabanken (SEB) og ACRO verðbréf hf. sameiginlegir söluaðilar. 

Útboðið

Verð og heildarfjöldi SDR og hlutabréfa Alvotech sem í boði verða ákvarðast á grundvelli tilboðsfyrirkomulags, sem DNB Carnegie, Citi, SEB og ACRO munu sjá um. Tilboðsferlið hefst strax eftir birtingu þessarar tilkynningar. Búist er við að móttöku tilboða, verðákvörðun og úthlutun SDR og almennra hluta í útboðinu ljúki áður en viðskipti hefjast á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi klukkan 9:00 að staðartíma þann 5. júní nk. Félagið mun ákvarða lok útboðsferlisins, verð og úthlutun og áskilur sér rétt til að stytta ferlið, lengja það eða fresta og mögulega hætta við útboðið að hluta eða öllu leyti. Félagið mun tilkynna um niðurstöðu útboðsins með fréttatilkynningu eftir að móttöku tilboða lýkur.

Stjórn Alvotech telur að útboðið muni enn frekar breikka og styrkja hluthafahóp félagsins með þátttöku nýrra stofnanafjárfesta, sérstaklega í Svíþjóð þar sem félagið hefur nýlega verið skráð á Nasdaq markaðinn í Stokkhólmi. Einnig geti útboðið stuðlað að því að frjálst flot bréfa félagsins á sænska markaðnum aukist verulega.

Fyrirhugað er að nota afrakstur af útboðinu til að efla rannsóknar- og þróunarstarfsemi Alvotech, sérstaklega í Svíþjóð, eða í almennan rekstur. Kaup á rannsóknar- og þróunarstarfsemi Xbrane, sem nýlega var tilkynnt um, gera Alvotech kleift að hraða þróun nýrra hliðstæða og grípa ýmis vaxtartækifæri sem í boði eru. 

Þátttakendum í útboðinu býðst að kaupa annaðhvort SDR skráð á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi eða hlutabréf skráð á Nasdaq markaðnum á Íslandi („íslensk hlutabréf“). Þeir fjárfestar sem óska eftir íslenskum hlutabréfum þurfa að greiða fyrir þau í íslenskum krónum miðað við gengi SDR í útboðinu í sænskum krónum margfaldað með miðgengi sænskrar krónu gagnvart íslenskri krónu sem birt er af Seðlabanka Svíþjóðar (s. Sveriges Riksbank) á lokadegi útboðsins.

Skuldbindingar félagsins og ákveðinna hluthafa

Félagið hefur skuldbundið sig, með fyrirvara um ákveðin skilyrði og hefðbundnar undanþágur og að því gefnu að útboðinu verði lokið, til að gefa ekki út, selja eða á annan hátt framselja eða ráðstafa viðbótar SDR, hlutabréfum eða öðrum verðbréfum útgefnum af félaginu án samþykkis DNB Carnegie og Citi, fyrir hönd SEB og ACRO, í a.m.k. 180 daga eftir að uppgjöri viðskipta vegna útboðsins er lokið. 

Allir meðlimir framkvæmdastjórnar og stjórnar sem eiga hluti í félaginu (beint eða óbeint) munu skuldbinda sig, með fyrirvara um ákveðin skilyrði og hefðbundnar undanþágur, til að selja ekki eða á annan hátt framselja eða ráðstafa SDR, hlutabréfum eða öðrum verðbréfum útgefnum af félaginu án samþykkis DNB Carnegie og Citi, fyrir hönd SEB og ACRO, í a.m.k. 180 daga eftir að uppgjöri viðskipta vegna útboðsins er lokið.

Hluthafar Alvotech Aztiq Pharma Partners S.à r.l., Alvogen Lux Holdings S.à r.l. og Celtic Holdings II Limited hafa hver um sig skuldbundið sig, með fyrirvara um hefðbundnar undanþágur, til að bjóða ekki, selja eða á annan hátt ráðstafa SDR, hlutabréfum eða öðrum verðbréfum útgefnum af félaginu án samþykkis DNB Carnegie og Citi, fyrir hönd SEB og ACRO, í 90 daga eftir að uppgjöri viðskipta vegna útboðsins er lokið.

Ráðgjafar

DNB Carnegie Investment Bank AB („DNB Carnegie“) og Citigroup Global Markets Limited („Citi“) hafa verið skipaðir sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins og og sameiginlegir söluaðilar, og Skandinaviska Enskilda Banken AB („SEB“) og ACRO verðbréf hf. („ACRO“) hafa verið skipaðir sameiginlegir söluaðilar. Cirio Advokatbyrå AB og Westerberg & Partners eru lögfræðilegir ráðgjafar félagsins varðandi sænsk lög, Arendt & Medernach SA er lögfræðilegur ráðgjafi félagsins varðandi lög Lúxemborgar, BBA//Fjeldco er lögfræðilegur ráðgjafi félagsins varðandi íslensk lög og Cooley LLP er lögfræðilegur ráðgjafi félagsins varðandi bandarísk lög. Linklaters Advokatbyrå er lögfræðilegur ráðgjafi söluaðilanna varðandi sænsk lög og Linklaters LLP er lögfræðilegur ráðgjafi söluaðilanna varðandi bandarísk lög.

Nánari upplýsingar veitir Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson, forstöðumaður

Þessi tilkynning inniheldur upplýsingar sem Alvotech ber að veita samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins um markaðssvik (MAR) sem hefur lagagildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Upplýsingarnar voru birtar af forstöðumanni fjárfesta- og almannatengsla og kemur tímasetning birtingarinnar fram fremst í þessari tilkynningu.

Um Alvotech

Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Dr. Reddy’s (Evrópa, Bandaríkin), Biogaran (Frakkland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Meiri upplýsingar er að finna á , , og almennri . Fylgið okkur á samfélagsmiðlum: , , og

Mikilvægar upplýsingar

Útgáfa, tilkynning eða dreifing þessarar fréttatilkynningar kann að vera háð takmörkunum samkvæmt lögum í tilteknum lögsagnarumdæmum. Viðtakendur þessarar fréttatilkynningar í lögsagnarumdæmum þar sem þessi fréttatilkynning hefur verið birt eða henni dreift skulu kynna sér slíkar takmarkanir og fylgja þeim. Viðtakandi þessarar fréttatilkynningar ber ábyrgð á að nota þessa fréttatilkynningu og upplýsingarnar sem hér koma fram í samræmi við gildandi reglur í hverju lögsagnarumdæmi. Þessi fréttatilkynning er eingöngu til upplýsinga og felur ekki í sér tilboð um sölu eða tilboð, eða hvatningu til tilboðs, um að kaupa eða skrá sig fyrir SDR, hlutabréfum eða öðrum verðbréfum sem félagið gefur út, hvorki af hálfu félagsins né annarra, í neinu lögsagnarumdæmi þar sem slíkt tilboð eða hvatning væri ólögleg án skráningar, undanþágu frá skráningu eða mats á hæfi samkvæmt verðbréfalögum viðkomandi lögsagnarumdæmis.

Þessi fréttatilkynning er ekki lýsing í skilningi reglugerðar (ESB) 2017/1129 („lýsingarreglugerðin“) og hefur ekki verið samþykkt af neinu eftirlitsyfirvaldi í neinu lögsagnarumdæmi. Félagið hefur ekki heimilað neitt almennt útboð á SDR, hlutabréfum eða öðrum verðbréfum í neinu aðildarríki EES og engin lýsing hefur verið eða verður útbúin í tengslum við staðsetninguna. Í öllum aðildarríkjum EES er þessi tilkynning eingöngu beint til og aðeins ætluð „hæfum fjárfestum“ í því aðildarríki í skilningi lýsingarreglugerðarinnar.

Frekari fyrirvarar

Þessi fréttatilkynning er þýðing á enskri útgáfu tilkynningarinnar. Ef misræmi kemur fram gildir orðalag ensku útgáfunnar. Fréttatilkynningin kann að innihalda staðhæfingar um atburði í framtíðinni (e. forward-looking statements) eins og hugtakið er skilgreint í bandarísku löggjöfinni Private Securities Litigation Reform Act of 1995, sbr. það sem kemur fram í fyrirvörum í enskri útgáfu tilkynningarinnar.

Upplýsingar fyrir dreifingaraðila

Eingöngu að því er varðar kröfur um afurðastjórnun sem felast í: (a) tilskipun ESB 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga, með áorðnum breytingum („MiFID II“); b) 9. og 10. grein framseldrar tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/593 sem bæta við MiFID II; og (c) staðbundnar innleiðingaraðgerðir (saman nefnt „MiFID II kröfur um afurðastjórnun“) og án allrar ábyrgðar, hvort sem hún stafi af skaðabótum utan eða innan samninga eða á annan hátt, sem allir „framleiðendur“ (í skilningi krafna um afurðastjórnun ) geta að öðru leyti borið með tilliti til þess, að hlutabréfin hafi verið háð samþykktarferli, sem hefur ákvarðað að slíkir hlutir séu: (i) samrýmanlegir gagnvart markhópi almennra fjárfesta og fjárfesta sem uppfylla skilyrði faglegra viðskiptavina og hæfra fjárfesta, eins og skilgreint er í MiFID II; og (ii) gjaldgengir til dreifingar um allar dreifileiðir eins og leyfilegt er samkvæmt MiFID II.

Þrátt fyrir framangreint mat ættu dreifingaraðilar að hafa í huga að: verð hlutabréfanna gæti lækkað og fjárfestar gætu tapað fjárfestingu sinni að öllu leyti eða að hluta; hlutabréfin bjóða engar tryggðar tekjur og enga fjármagnsvernd; og fjárfesting í hlutabréfunum er aðeins samrýmanleg gagnvart fjárfestum sem þurfa ekki á slíkum tryggðum tekjum að halda eða fjármagnsvernd, sem (annað hvort einir eða í tengslum við viðeigandi fjármálaráðgjafa eða annan ráðgjafa) eru færir um að meta kosti og áhættu slíkrar fjárfestingar og sem hafa nægilegt fjármagn til að geta borið tjón sem af því kann að leiða.

Mat á markhópi hefur ekki áhrif á kröfur samningsbundinna eða lagalegra sölutakmarkana í tengslum við útboðið. Ennfremur skal tekið fram að þrátt fyrir matið á markhópi munu umsjónaraðilar aðeins útvega fjárfesta sem uppfylla skilyrði fagviðskiptavina og gjaldgengra gagnaðila.

Til að koma í veg fyrir allan vafa felur matið ekki í sér: (a) mat á hagkvæmni eða áreiðanleika að því er varðar MiFID II; eða (b) meðmæli til fjárfesta eða hóps fjárfesta um að fjárfesta í, eða kaupa, eða grípa til einhverra annarra ráðstafana vegna hlutabréfanna. Hver dreifingaraðili ber ábyrgð á því að framkvæma sitt mat með tilliti til verðbréfanna og ákvarða viðeigandi dreifileiðir.



EN
04/06/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First H...

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First Half of 2025 on August 14, 2025, at 8:00 am EDT REYKJAVIK, ICELAND (August 6, 2025) – Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specialized in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today that it will release financial results for the first half of the year ended June 30, 2025, after U.S. markets close on Wednesday, August 13, 2025.  Alvotech will also conduct a conference call to present the financial results and recent business highlights on Thursday August 14, ...

 PRESS RELEASE

Alvotech kynnir uppgjör fyrri helmings ársins 2025 þann 14. ágúst nk. ...

Alvotech kynnir uppgjör fyrri helmings ársins 2025 þann 14. ágúst nk. kl. 12 á hádegi REYKJAVÍK (6. ágúst 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO) mun senda út tilkynningu með uppgjöri fyrir fyrri helming ársins 2025 eftir lokun markaða í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 13. ágúst nk. Fundur til kynningar á uppgjörinu verður sendur út í beinu streymi og hefst hann kl. 12 á hádegi, fimmtudaginn 14. ágúst nk. Streymi af uppgjörsfundinum, sem fer fram á ensku, verður aðgengilegt á fjárfestasíðu Alvotech, , á slóðinni . Þar verður einnig hægt að finna upptöku af fundinum eftir að honum er lokið, sem aðgengil...

 PRESS RELEASE

Inbjudan til Alvotech presentation av bokslutskommunikén och rapporten...

Inbjudan til Alvotech presentation av bokslutskommunikén och rapporten för första halvåret 2025 REYKJAVIK, ISLAND (6 AUGUSTI, 2025) – Alvotech (NASDAQ:ALVO SDB), ett globalt biofarmaceutiskt företag som specialiserar sig på utveckling och tillverkning av biosimilära läkemedel för patienter över hela världen, publicerar bokslutskommunikén för första halvåret som slutade den 30 juni 2025 den 13 augusti 2025 efter att de amerikanska marknaderna stängt. Resultaten presenteras i en webcast och telefonkonferens klockan 14:00 CET (8:00 AM EDT) den 14 augusti 2025. Presentationen hålls på engelsk...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First H...

Alvotech Announces Webcast to Report Financial Results for the First Half of 2025 on August 14, 2025, at 8:00 am EDT REYKJAVIK, Iceland, Aug. 06, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specialized in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, announced today that it will release financial results for the first half of the year ended June 30, 2025, after U.S. markets close on Wednesday, August 13, 2025. Alvotech will also conduct a conference call to present the financial results and recent business highlights on Thu...

 PRESS RELEASE

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer

Alvotech Appoints Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer REYKJAVIK, ICELAND (July 10, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced the appointment of Linda Jónsdóttir as Chief Financial Officer (CFO). Linda is a highly experienced international executive with a strong background in finance and corporate leadership. She has held senior roles across a range of industries, including banking, food technology, transportation, and healthcare. Linda will be based in Ice...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch