Markaðsleyfi veitt í Japan fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður frá Alvotech
REYKJAVÍK 19. september 2025 - Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO-SDB) tilkynnti í dag að japanska heilbrigðis-, atvinnu- og velferðarráðuneytið hafi veitt Fuji Pharma Co. Ltd. („Fuji Pharma“), samstarfsaðila Alvotech í Japan, leyfi til markaðssetningar og sölu á þremur nýjum líftæknilyfjahliðstæðum sem þróaðar voru og eru framleiddar af Alvotech, AVT03, hliðstæðu við Xgeva (denosumab) sem heitir Ranmark í Japan, AVT05, hliðstæðu við Simponi (golimumab) og AVT06, hliðstæðu við Eylea (aflibercept). AVT05 er fyrsta hliðstæðan við Simponi sem hlýtur markaðsleyfi á stærri mörkuðum.
„Við fögnum því að þessar þrjár nýju hliðstæður hafi fengið markaðsleyfi í Japan og að geta fylgt eftir velgengni hliðstæðu okkar við Stelara sem Fuji Pharma setti á markað á síðasta ári,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Við erum spennt að auka aðgengi í Japan að þessum mikilvægu lyfjum, mæta sívaxandi eftirspurn eftir hágæða líftæknilyfjum og draga úr kostnaði við meðferð sjúklinga með þráláta sjúkdóma.“
AVT03, sem inniheldur virka efnið denosumab, fær markaðsleyfi til meðferðar við illkynja sjúkdómum sem tengjast beinum. AVT05, sem inniheldur virka efnið golimumab er heimilað til meðferðar við liðagigt. AVT06 sem inniheldur virka efnið aflibercept, er ætlað til meðferðar við votri augnbotnahrörnun (AMD), sjónskerðingu vegna sjóndepilsbjúgs og sjónskerðingu vegna nýæðamyndunar í æðum í tengslum við nærsýni.
Í maí á síðasta ári settu Alvotech og Fuji Pharma fyrstu hliðstæðuna við Stelara (ustekinumab) á markað í Japan. Félögin gengu fyrst til samstarfs í nóvember 2018. Auk þeirra fjögurra hliðstæðna sem nú hafa fengið markaðsleyfi, hefur Alvotech samið við Fuji Pharma um rétt til markaðssetningar í Japan á tveimur fyrirhuguðum hliðstæðum sem eru enn í þróun.
Um Alvotech
Alvotech er líftæknifyrirtæki stofnað af Róberti Wessman sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þróunar- og framleiðsluþættir í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu og krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.
Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd. (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland), Dr. Reddy’s (Evrópa, Bandaríkin), Biogaran (Frakkland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja-Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indónesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Mið-Austurlönd og Norður-Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA, Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).
Frekari upplýsingar er að finna á , á og á . Fylgjast má með starfsemi Alvotech á , , og .
Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
