ALVO OAKTREE ACQUISITION CORP II

Skipulagsbreytingar á viðskiptasviði Alvotech

Skipulagsbreytingar á viðskiptasviði Alvotech

REYKJAVÍK (21. OKTÓBER 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag um skipulagsbreytingar á viðskiptasviði félagsins. Anil Okay framkvæmdastjóri viðskiptasviðs lætur af störfum og verður forstjóri lyfjafyrirtækisins Adalvo. Leiðtogar á viðskiptasviði félagsins verða Trisha Durant sem er yfirmaður viðskipta og samstarfsverkefna utan Norður-Ameríku, Harshika Sarbajna sem er yfirmaður viðskipta og samstarfsverkefna í Norður-Ameríku og Agne Pasko sem er forstöðumaður í viðskiptaþróun.

„Ég vil þakka Anil fyrir frábæran árangur við að leiða viðskiptaþróun og markaðsstarf Alvotech á undanförnum árum. Það eru sjö ár síðan við stofnuðum Adalvo og gott að vita að félagið sem er mér kært verði áfram í góðum höndum,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Alvotech býr að frábæru leiðtogateymi á viðskiptasviði, Trishu sem gekk nýlega til liðs við félagið, Harshiku og Agne. Ég treysti þeim fyllilega til að viðhalda velgengni félagsins í markaðsmálum og viðskiptaþróun.“

Trisha Durant býr yfir 18 ára reynslu í lyfjaiðnaðinum þar sem hún hefur leitt ýmis verkefni í stefnumótun og viðskiptaþróun. Áður en Trisha gekk til liðs við Alvotech var hún yfirmaður Evrópusviðs lyfjaframleiðandans Biocon. Hún starfaði einnig í áratug fyrir heilbrigðisfyrirtækið McKesson og í sex ár sem alþjóðlegur skattaráðgjafi hjá Ernst & Young. Trisha er með aðsetur í Bretlandi.

Harshika Sarbajna gekk til liðs við Alvotech árið 2022. Hún var áður forstöðumaður hjá lyfjafyrirtækinu Sandoz þar sem hún leiddi sölu á líftæknilyfjahliðstæðum og sérlyfjum í Bandaríkjunum og var yfirmaður á sviði markaðsmála og stefnumótunar innan sýklalyfja- og líftæknilyfjahliðstæðusviðs. Harshika var einnig forstöðumaður stefnumótunar og samstarfs hjá lyfjafyrirtækinu Dr. Reddy's og stjórnunarráðgjafi hjá Parthenon, í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum og Asíu. Harshika er með aðsetur í Bandaríkjunum.

Agne Pasko gekk til liðs við Alvotech árið 2019 og hefur gegnt nokkrum mismunandi yfirmannsstöðum fyrir félagið, við stjórnun aðfangakeðju og á viðskiptasviði. Hún hefur á undanförnum árum leitt samningagerð við birgja og söluaðila til að stuðla að aukinni afkomu og markaðssetningu nýrra lyfja. Áður en Agne gekk til liðs við Alvotech hafði hún stýrt viðskiptaþróun og markaðsmálum hjá 3P Pharmaceuticals, Northway Biotech og Stem Cell RC. Agne er með aðsetur á Spáni.

Um Alvotech

Alvotech er líftæknifyrirtæki stofnað af Róberti Wessman sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þróunar- og framleiðsluþættir í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu og krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.

Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd. (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland), Dr. Reddy’s (Evrópa, Bandaríkin), Biogaran (Frakkland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja-Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indónesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Mið-Austurlönd og Norður-Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA, Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Frekari upplýsingar er að finna á , á og á . Fylgjast má með starfsemi Alvotech á , , og .

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið

Benedikt Stefánsson forstöðumaður



EN
22/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OAKTREE ACQUISITION CORP II

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Changes in Global Business Development and Commerci...

Alvotech Announces Changes in Global Business Development and Commercial Operations Team REYKJAVIK, Iceland, Oct. 22, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced changes to its global business development and commercial operations team. Anil Okay, Chief Commercial Officer, is stepping down to serve as Chief Executive Officer of Adalvo. Trisha Durant has joined Alvotech as Senior Vice President, Global Business Development and Commercial Operation, ...

 PRESS RELEASE

Alvotech Announces Changes in Global Business Development and Commerci...

Alvotech Announces Changes in Global Business Development and Commercial Operations Team REYKJAVIK, ICELAND (OCTOBER 21, 2025) — Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced changes to its global business development and commercial operations team. Anil Okay, Chief Commercial Officer, is stepping down to serve as Chief Executive Officer of Adalvo. Trisha Durant has joined Alvotech as Senior Vice President, Global Business Development and Commercial Operation, ex-North America...

 PRESS RELEASE

Skipulagsbreytingar á viðskiptasviði Alvotech

Skipulagsbreytingar á viðskiptasviði Alvotech REYKJAVÍK (21. OKTÓBER 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag um skipulagsbreytingar á viðskiptasviði félagsins. Anil Okay framkvæmdastjóri viðskiptasviðs lætur af störfum og verður forstjóri lyfjafyrirtækisins Adalvo. Leiðtogar á viðskiptasviði félagsins verða Trisha Durant sem er yfirmaður viðskipta og samstarfsverkefna utan Norður-Ameríku, Harshika Sarbajna sem er yfirmaður viðskipta og samstarfsverkefna í Norður-Ameríku og Agne Pasko sem er forstöðumaður í viðskiptaþróun. „Ég vil þakka Anil fyrir frábæran árangur við að lei...

 PRESS RELEASE

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xol...

European Marketing Application for AVT23, a Proposed Biosimilar to Xolair® (omalizumab), Accepted by the European Medicines Agency LONDON, UK and REYKJAVIK, ICELAND (OCTOBER 6, 2025) — Advanz Pharma Holdco Limited (“Advanz Pharma”), a UK headquartered global pharmaceutical company with a strategic focus on specialty, hospital, and rare disease medicines in Europe and Alvotech (NASDAQ: ALVO), a global biotech company specializing in the development and manufacture of biosimilar medicines for patients worldwide, today announced that the European Medicines Agency (EMA) has accepted a Marketing...

 PRESS RELEASE

Lyfjastofnun Evrópu tekur til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir fy...

Lyfjastofnun Evrópu tekur til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir fyrirhugaða hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Xolair REYKJAVÍK OG LONDON, BRETLANDI (6. OKTÓBER 2025) Alvotech (NASDAQ: ALVO, ALVO SDB) tilkynnti í dag að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefði tekið til umsagnar umsókn samstarfsaðila félagsins Advanz Pharma um markaðsleyfi fyrir AVT23, fyrirhugaða hliðstæðu við líftæknilyfið Xolair, sem inniheldur virka efnið omalizumab. „Ákvörðun Lyfjastofnunar Evrópu að taka til umsagnar umsókn um markaðsleyfi fyrir AVT23 er mikilvægt skref að auknu aðgengi sjúklinga í Evrópu að hagstæðum h...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch