AMRQ AMAROQ LTD.

Ný gullsvæði uppgötvuð á Suður-Grænlandi með allt að 38,7 g/t styrkleika gulls

Ný gullsvæði uppgötvuð á Suður-Grænlandi með allt að 38,7 g/t styrkleika gulls

Reykjavík, Oct. 28, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Ný gullsvæði uppgötvuð á Suður-Grænlandi með allt að 38,7 g/t styrkleika gulls

Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF) tilkynnir niðurstöður úr vel heppnuðum rannsóknum sumarsins 2025 á gull-leyfum félagsins á Suður-Grænlandi. Niðurstöðurnar ná til svæða utan Nalunaq-námunnar og Nanoq svæðisins. Niðurstöður rannsókna frá þeim svæðum verða kynntar fyrir lok árs, eftir að efnagreiningu á sýnum er lokið.

Helstu niðurstöður:

Nanortalik gullbeltið  

  • Nýr gullfundur með háan styrkleika yfir stórt svæði í Vagar: Allt að 28,6 g/t Au á yfir 2 km kafla á Qoorormiut North Ridge svæðinu (Q-North Ridge). Í kjölfar þess er undirbúningur hafinn að könnunarborunum (e. scout drilling) á svæðinu.
  • Endurmat á Vagar Ridge: Uppfært jarðfræðilíkan sýnir möguleg hágæða-gullsvæði (e. high-grade) og staðsetningar fyrir frekari rannsóknarboranir.
  • Gull- og koparkerfi uppgötvað á Anoritooq: Á Isortup Qoorua, 50 km norður af Nalunaq, gefa niðurstöður allt að 38,7 g/t Au og 1,98% Cu, sem staðfestir hágæða Au-Cu svæði til frekari rannsókna. Amaroq mun kanna hvort Isortup Qoorua hafi möguleika á að gefa af sér verulega gull-auðlind í námunda við Nalunaq.
  • Orogenísk gullsvæði fundin í nágrenni Nalunaq-námunnar á Napasorsuaq, með niðurstöður sem sýna allt að 3,58 g/t Au og 0,54% Cu.

Ný gullsvæði á Suðvestur-Grænlandi

  • Tartoq og Ippatit: Uppgötvun gullberandi kvarsæða, með allt að 3,1 g/t Au á Tartoq og 0,7 g/t Au á Ippatit, á áður ókönnuðum svæðum innan Nanortalik gullbeltisins, nærri Nanoq svæðinu.
  • Nýr gullfundur í Grænseland, sýni með allt að 3,9 g/t Au í kvarsæðum, frá 0,5 til 2 metra á þykkt og um 500 m að lengd.

Víðtækur árangur rannsókna

  • Rúmlega 540 sýni tekin á 11 leyfum, sem staðfesta mörg ný gullsvæði og sannreyna eldri skráðar heimildir.



James Gilbertson, yfirmaður rannsókna hjá Amaroq:

„Svæðisbundnar rannsóknir ársins 2025, sem fólu í sér söfnun yfir 540 sýna á 11 leyfum, leiddi í ljós fjölda nýrra gullsvæða, staðfesta eldri skráða gullfundi og kortleggur nokkur borunarverkefni sem áætlað er að hefja næsta sumar. Við fundum ný hágæða-gullsvæði (e. high-grade), með allt að 38,7 g/t í námunda við Nalunaq-námuna sem undirstrikar verulegt vaxtartækifæri í Nanortalik gullbeltinu. Niðurstöður sýnatöku á Q-North Ridge, sem nær yfir 2 km kafla, eru sérlega áhugaverðar, en ef gullsvæðið þar reynist samfellt gæti efnið þaðan nýst sem framtíðar auðlind fyrir vinnsluna í Nalunaq. Jafnframt staðfesta uppgötvanir á gull- og koparkerfi á Isortup Qoorua og nýjum kvarsæðum í Tartoq. Ippatit og Grænseland að kerfisbundnar rannsóknir okkar eru að skila áþreifanlegum árangri. Samandregið staðfesta þessar niðurstöður mikilvægi rannsóknarleyfa Amaroq í gulli og getu okkar til að byggja upp eignasafn með mörgum spennandi verkefnum innan eins efnilegasta gullsvæðis Grænlands. Við hlökkum til að fylgja þessum niðurstöðum eftir og þróa verkefnin áfram til borana, og styðja þannig við langtímavöxt félagsins á Grænlandi.“

Yfirlit yfir rannsóknir 2025 innan Nanortalik gullbeltisins

Sumarið 2025 framkvæmdi jarðfræðiteymi Amaroq Ltd. víðtækar vettvangsrannsóknir með áherslu á möguleg gullsvæði í Suður- og Suðvestur-Grænlandi. Þetta var fyrsta heila rannsóknartímabilið á svæðisbundnum leyfum félagsins í námunda við Nalunaq frá því að námurekstur þar hófst. Markmið rannsóknanna var að greina og þróa frekari gullauðlindir sem gætu í framtíðinni annaðhvort stutt við vinnsluna í Nalunaq eða orðið að sjálfstæðum vinnslusvæðum.

Rannsóknirnar náðu yfir nokkur leyfi innan Nanortalik gullbeltisins, þar á meðal Vagar, Anoritooq og Tartoq grænsteinabeltið. Vinnan fól meðal annars í sér kortlagningu jarðfræðikerfa, sýnatöku og jarðefnafræðilega greiningu, bæði á þekktum svæðum sem og nýjum svæðum sem fundust með fjarathugunum og jarðfræðilegri greiningu. Vettvangsvinna stóð yfir frá miðjum júní fram í miðjan september 2025 og alls voru tekin 542 bergsýni til greiningar.

Niðurstöðurnar leiddu til fjölda uppgötvana á gulli ásamt mikilla framfara í jarðfræðilegri þekkingu á rannsóknarleyfum Amaroq í Suður-Grænlandi, sem styður við frekari þróunartækifæri utan Nalunaq-námunnar.

Vagar (Nanortalik gullbeltið)

Nýtt hágæða-gullsvæði, Q-North Ridge, fannst með efnagreiningum sem sýna allt að 28,6 g/t Au á yfir 2 km löngu belti, sem telst veruleg uppgötvun innan beltisins. Endurmat á jarðfræði Vagar Ridge leiddi í ljós brotinn gang sem hefur að geyma hágæðasvæði og kortleggur ný borunarsvæði fyrir árið 2026.

Á nálægu svæði, Napasorsuaq, skammt frá Nalunaq-námunni mældust allt að 3,6 g/t Au og 0,54% Cu, sem staðfestir málm-myndun áþekkri þeirri sem fyrirfinnst í Nalunaq og þar með mögulega framtíðarauðlind fyrir vinnsluna þar.

Anoritooq (Nanortalik gullbeltið)

Sýnataka á Isortup Qoorua staðfesti hágæða-gull- og koparkerfi með styrkleika allt að 38,7 g/t Au og 1,98% Cu, sem markar verulega uppgötvun innan Nanortalik-gullbeltisins. Mögulegt málm-belti virðist teygja sig yfir nokkra kílómetra og verður nú kortlagt frekar fyrir boranir.

Ippatit (Nanortalik gullbeltið)

Vettvangsrannsóknir leiddu í ljós net margra metra breiðra kvarsæða með mælanlegu magni gulls með styrkleika allt að 0,68 g/t Au. Þetta er áður óþekkt kerfi með möguleika á hærri gildum á meira dýpi.

Tartoq (Suðvestur-Grænland)

Nýjar gullberandi kvarsæðar fundust á Iterlak, með efnagreiningum allt að 3,14 g/t Au, sem stækkar þekkt gullfótspor á þessu lítt rannsakaða grænsteinabelti.

Grænseland (Suðvestur-Grænland)

Fyrstu vettvangsrannsóknir leiddu í ljós kvarsæðar með allt að 3,92 g/t Au á yfir 500 metra langri sprungu – gefur til kynna víðtækari möguleika rannsóknarleyfa Amaroq á Suðvestur-Grænlandi.

Enquiries:

Amaroq Ltd. C/O        

Ed Westropp, Head of BD and Corporate Affairs                         

+44 (0)7385 755711

Eddie Wyvill, Corporate Development                         

+44 (0)7713 126727

Panmure Liberum Limited (Nominated Adviser and Corporate Broker)

Scott Mathieson

Nikhil Varghese

Freddie Wooding

+44 (0) 20 7886 2500

Canaccord Genuity Limited (Corporate Broker)

James Asensio

Harry Rees

+44 (0) 20 7523 8000

Camarco (Financial PR)

Billy Clegg

Elfie Kent

Fergus Young

+44 (0) 20 3757 4980

Further Information:

About Amaroq

Amaroq’s principal business objectives are the identification, acquisition, exploration, and development of gold and strategic metal properties in South Greenland. The Company’s principal asset is a 100% interest in the Nalunaq Gold mine. The Company has a portfolio of gold and strategic metal assets in Southern Greenland covering the two known gold belts in the region as well as advanced exploration projects at Stendalen and the Sava Copper Belt exploring for Strategic metals such as Copper, Nickel, Rare Earths and other minerals. Amaroq s continued under the Business Corporations Act (Ontario) and wholly owns Nalunaq A/S, incorporated under the Greenland Companies Act.

Neither TSX Venture Exchange nor its Regulation Services Provider (as that term is defined in policies of the TSX Venture Exchange) accepts responsibility for the adequacy or accuracy of this release.

Inside Information

This announcement does not contain inside information.

Qualified Person Statement

The technical information presented in this press release has been approved by James Gilbertson CGeol, VP Exploration for Amaroq and a Chartered Geologist with the Geological Society of London, and as such a Qualified Person as defined by NI 43-101.

Qualifying Statement: The surface sampling results reported herein are selective and may not be representative of the overall mineralisation present.



EN
28/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on AMAROQ LTD.

 PRESS RELEASE

New Gold Discoveries Across Greenland with Grades up to 38.7 g/t Au

New Gold Discoveries Across Greenland with Grades up to 38.7 g/t Au Reykjavík, Oct. 28, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Ltd.(“Amaroq” or the “Company”) New Gold Discoveries Across Greenland with Grades up to 38.7 g/t Au TORONTO, ONTARIO – 28 October 2025 – Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF), an independent mine development corporation focused on unlocking Greenland’s mineral potential, is pleased to announce the initial results from its 2025 field exploration programme on multiple satellite gold projects in South Greenland, following interpretation by the Comp...

 PRESS RELEASE

Ný gullsvæði uppgötvuð á Suður-Grænlandi með allt að 38,7 g/t styrklei...

Ný gullsvæði uppgötvuð á Suður-Grænlandi með allt að 38,7 g/t styrkleika gulls Reykjavík, Oct. 28, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Ný gullsvæði uppgötvuð á Suður-Grænlandi með allt að 38,7 g/t styrkleika gulls Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF) tilkynnir niðurstöður úr vel heppnuðum rannsóknum sumarsins 2025 á gull-leyfum félagsins á Suður-Grænlandi. Niðurstöðurnar ná til svæða utan Nalunaq-námunnar og Nanoq svæðisins. Niðurstöður rannsókna frá þeim svæðum verða kynntar fyrir lok árs, eftir að efnagreiningu á sýnum er lokið. Helstu niðurstöður: Nanortalik gullbeltið ...

 PRESS RELEASE

TR-1 Notification and Block Listing Return

TR-1 Notification and Block Listing Return Reykjavík, Oct. 24, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Ltd.(“Amaroq” or the “Company”) TR-1 Notification and Block Listing Return TORONTO, ONTARIO – 24 October 2025 – Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF), an independent mine development corporation focused on unlocking Greenland’s mineral potential, has received a TR-1 notification from its shareholder JLE Group following recent share transactions. NOTIFICATION OF MAJOR HOLDINGS (to be sent to the relevant issuer and to the FCA in Microsoft Word format if possible) 1a. Iden...

 PRESS RELEASE

Notice to holders of Icelandic Depository Receipts Simplification and ...

Notice to holders of Icelandic Depository Receipts Simplification and streamlining of Amaroq’s securities under a single ISIN Reykjavík, Oct. 21, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Ltd.(“Amaroq” or the “Company”) Notice to holders of Icelandic Depository Receipts Simplification and streamlining of Amaroq’s securities under a single ISIN TORONTO, ONTARIO – 21 October 2025 – Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF), announces that its Icelandic Depositary Receipts (“IDRs”) (ISIN IS0000034569), currently issued by Arion Banki hf., will be automatically converted into Depo...

 PRESS RELEASE

Tilkynning til handhafa íslenskra heimildarskírteina Einföldun á útgáf...

Tilkynning til handhafa íslenskra heimildarskírteina Einföldun á útgáfu hlutabréfa félagsins undir einu ISIN númeri Reykjavík, Oct. 21, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Amaroq Ltd.(“Amaroq” eða “félagið”) Tilkynning til handhafa íslenskra heimildarskírteina Einföldun á útgáfu hlutabréfa félagsins undir einu ISIN númeri Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF) tilkynnir að íslenskum heimildarskírteinum félagsins (e. Icelandic Depository Receipts – IDR ) (ISIN: IS0000034569) sem áður voru útgefin af Arion Banka hf., verður sjálfkrafa breytt í hlutdeildarskírteini (e. Deposito...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch