FESTI N1 Hf

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2020

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2020

Hagnaður 1.162 milljónir króna á 3. ársfjórðungi 2020

Helstu niðurstöður

  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu í 3F 2020 voru 5.831 m.kr. samanborið við 5.644 m.kr. í 3F 2019, sem samsvarar 3,3% aukningu milli ára.
  • EBITDA nam 2.586 m.kr. á 3F 2020 samanborið við 2.617 m.kr. 3F 2019, sem jafngildir 1,2% lækkun.
  • Lakari niðurstöðu má rekja til áhrifa COVID-19 samkomutakmarkana sem komu til í ágúst 2020.
  • Framlegð af vörusölu var 24,8% á 3F 2020 en framlegðin var 23,4% á 3F 2019
  • Eigið fé í lok 3F 2020 var 29.682 m.kr. og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,3% í lok árs 2019.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir án leiguskuldbindingar var 28.109 m.kr. í lok 3F 2020 samanborið við 28.011 m.kr. í lok 2019.
  • EBITDA spá fyrir árið 2020 er nú uppfærð og er á bilinu 7.200 – 7.500 m.kr.  Áfram er óvissa um áhrif COVID-19 samkomutakmarkana á reksturinn.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:

„Reksturinn gekk vel á 3ja ársfjórðungi og er efst í mínum huga þakklæti til þess frábæra starfsfólks sem stendur vaktina með okkur á hverjum degi á þessum erfiðu tímum, í miðjum COVID-19 faraldrinum.  Ég er ótrúlega stoltur af þessum öfluga hópi.

Rekstur ELKO var áfram umfram væntingar þrátt fyrir að verslun ELKO í Leifsstöð væri með ríflega 70% tekjusamdrátt milli ára. Mikill vöxtur er í verslunum ELKO á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega í netverslun ELKO sem sýnir gríðarlega aukningu milli ára. Unnið hefur verið að nýrri verslun ELKO á Akureyri sem fyrirhugað er að muni opna seinnipart þessa mánaðar.

Rekstur N1 gekk mjög vel í sumar þrátt fyrir fækkun ferðamanna og minni umsvif í sjávarútvegi. Er það ekki síst að þakka yfirburða stöðu dreifikerfis félagsins. Félagið fann þó mikið fyrir samkomutakmörkunum stjórnvalda er hófust að nýju í byrjun ágúst sl. 

Krónan hefur áfram sýnt mikla aukningu milli ára en félagið opnaði í fjórðungnum nýja verslun á Hallveigarstíg í Reykjavík.  Þá er Snjallverslun Krónunnar fengið gríðarlega góðar viðtökur viðskiptavina okkar.  Tvær nýjar Krónuverlsanir opna á 4 ársfjórðungi, í Norðurhellu Hafnarfirði og Austurveri í Reykjavík.

Horfur í rekstri Festi samstæðunnar eru góðar og félagið er vel í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan. Við munum áfram leggja mikla áherslu á gæði og öryggismál til að tryggja öryggi starfsmanna og okkar viðskiptavina.“  segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.

Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.

Attachments

EN
04/11/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers' Transactions – Share Option Agreement

Festi hf.: Managers' Transactions – Share Option Agreement Please see the attached announcement regarding the execution of a share option agreement by a manager. The agreement is made in accordance with the share option plan for the CEO, senior management and key employees of the Group, which was approved at Festi's Annual General Meeting on March 6, 2024. Attachments

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Viðskipti stjórnanda – gerð kaupréttarsamnings

Festi hf.: Viðskipti stjórnanda – gerð kaupréttarsamnings Sjá meðfylgjandi tilkynningu um gerð kaupréttarsamnings af hálfu stjórnanda sem gerður er í samræmi við kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn samstæðunnar sem samþykkt var á aðalfundi Festi þann 6. mars 2024. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Presentation of Q2 2025 results

Festi hf.: Presentation of Q2 2025 results Festi hf. published its Q2 2025 results after market closing on 29 July 2025. Please find attached the Q2 2025 investor presentation for investor meeting held today, Wednesday 30 July 2025 at 8:30. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Fjárfestakynning 2. ársfjórðungs 2025

Festi hf.: Fjárfestakynning 2. ársfjórðungs 2025 Festi hf. birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða þann 29. júlí 2025. Meðfylgjandi má finna fjárfestakynningu 2F 2025 sem farið verður yfir á afkomufundi með markaðsaðilum í dag, miðvikudaginn 30. júlí 2025, kl. 8:30. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Financial results for Q2 2025

Festi hf.: Financial results for Q2 2025 Main results in Q2 2025 Sales of goods and services amounted to ISK 43,579 million, an increase of 20.9% between years but 7.3% excluding the impact of Lyfja, which became part of the group in July 2024.Margin from sales of goods and services amounted to ISK 11,008 million, an increase of 28.1% from the previous year but 10.5% excluding the effect of Lyfja.Profit margin was 25.3%, up by 1.5 p.p. from Q2 2024 and increasing by 0.9 p.p. from last quarter.Salaries and personnel costs amounted to ISK 5,585 million, an increase of 26.6% between years but...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch