FESTI N1 Hf

Festi hf. Afkoma á 3. ársfjórðungi 2024

Festi hf. Afkoma á 3. ársfjórðungi 2024

Helstu niðurstöður

  • Rekstur Lyfju kom inn í samstæðu Festi frá 1. júlí 2024.
  • Vörusala nam 44.257 millj. kr. og jókst um 6.923 millj. kr. eða 18,5% milli ára en 6,4% án áhrifa Lyfju.
  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 10.829 millj. kr. og jókst um 2.255 millj. kr. eða 26,3% á milli ára en 9,6% án áhrifa Lyfju.
  • Framlegðarstig nam 24,5% og hækkar um 1,5 p.p. frá 3F 2023 og hækkar 0,7 p.p. frá 2F 2024.
  • Laun og starfsmannakostnaður nam 4.826 millj. kr. og eykst um 31,3% en 8,8% án áhrifa Lyfju.
  • EBITDA nam 4.741 millj. kr. og hækkar um 836 millj. kr. eða 21,4% milli ára en 9,3% án áhrifa Lyfju.
  • Hagnaður fjórðungsins nam 2.232 millj. kr. eða 20,6% af framlegð vörusölu, 416 millj. kr. meira en árið áður.
  • Handbært fé frá rekstri nam 4.643 millj. kr. eða 42,9% af framlegð, samanborið við 3.383 millj. kr. árið áður.
  • Eigið fé nam 40.434 millj. kr. og er eiginfjárhlutfallið 35,7% í lok 3F 2024.
  • EBITDA spá félagsins fyrir árið 2024 er hækkuð um 400 millj. kr. og er nú 12.700 – 13.100 millj. kr.



Ásta S. Fjeldsted, forstjóri:

  • Rekstur félagsins gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bæting var á öllum sviðum rekstrar með aukningu í heimsóknum, fjölda seldra vara og fjölda seldra lítra milli ára. Framlegðarstig styrktist hjá öllum félögum samstæðunnar og hækkar heilt yfir um 1,5 p.p. milli ára eða 0,7 p.p. án Lyfju sem er sama framlegðarstig og náðist á síðasta ársfjórðungi. Við erum ánægð með niðurstöðuna sem sýnir að þær aðgerðir á kostnaðarhliðinni sem ráðist hefur verið í til að bæta framlegðarstig hafa skilað árangri.
  • Lyfja kom inn í rekstur félagsins frá 1. júlí sl. og nam vörusala félagsins 4.549 millj. kr. á fjórðungnum. EBITDA Lyfju nam 473 millj. kr. og hagnaður 186 millj. kr. Allar rekstrarstærðir Festi litast af innkomu Lyfju inn í samstæðuna og gera samanburð milli ára erfiðan.
  • Rekstrarhagnaður Festi (EBITDA) nam 4.741 millj. kr. (3F 2023: 3.905 millj. kr) sem er 21,4% hækkun milli ára. Hagnaður þriðja ársfjórðungs nam 2.232 millj. kr. sem er hækkun um 416 millj. kr. milli ára. Horfur fyrir síðasta ársfjórðung ársins eru ágætar og EBITDA spá félagsins fyrir árið 2024 hækkuð um 400 millj. kr. og er nú: 12.700-13.100 millj. kr.

Helstu verkefnin á fjórðungnum og framundan:

  • Festi og Olís hófu þann 26. september sl. formlegt söluferli á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu ehf. Olíudreifing er 60% í eigu Festi og 40% í eigu Olís. Félagið er mikilvægt innviðafélag hvað varðar birgðahald og dreifingu á eldsneyti á Íslandi. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka annast umsjón með söluferlinu. Nánar verður upplýst um framgang söluferlisins um leið og tilefni er til.  
  • Karen Ósk Gylfadóttir var ráðin framkvæmdastjóri Lyfju þann 11. október sl. og tók hún um leið sæti í framkvæmdastjórn Festi. Hún hefur síðustu þrjú ár gegnt starfi framkvæmdastjóra vöru- og markaðssviðs og stafrænnar þróunar hjá Lyfju. Karen Ósk tekur við af Hildi Þórisdóttur, sem var starfandi framkvæmdastjóri samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs frá því sumarið 2023 en Hildur hefur verið ráðin til Festi sem mannauðsstjóri félagsins.
  • Skrifstofa Lyfju flytur yfir í höfuðstöðvar Festi á Dalvegi í byrjun nóvember. Við flutninginn verður stoðþjónusta félaganna sameinuð sem liður í fjölda verkefna sem unnið er að til að ná fram samlegð í kaupunum á Lyfju. Verkefnin taka mislangan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að stærstum hluta verkefnanna verði lokið á næstu 12 mánuðum.
  • Stærsta verslun ELKO opnar í Lindum á morgun, fimmtudaginn 31. október eftir mikla endurnýjun og breytingar. Söluminnkun í Lindum á framkvæmdatíma færðist að fullu yfir í aðrar verslanir ELKO sem sýndu umtalsverða aukningu milli ára.
  • Staða framkvæmdastjóra N1 var auglýst og hefst ráðningarferli á næstu dögum.
  • Þrjár nýjar sjálfvirkar þvottastöðvar opnuðu á Gagnvegi, Lækjargötu og Stórahjalla og áframhaldandi fjölgun hleðslustæða í samvinnu við Tesla sem opnaði stærsta hleðslugarð sinn á Íslandi við N1 á Flugvöllum,  Reykjanesi, í byrjun september. Jafnframt setti N1 upp nýjar hraðhleðslustöðvar við Egilsstaði, Ísafjörð, Sauðárkrók og Blönduós á fjórðungnum.
  • Framkvæmdir Krónunnar á Bíldshöfða eru hafnar og er ætlunin að opna glæsilega og endurbætta verslun um mánaðarmótin nóvember/desember.
  • Sókn Snjallverslunar Krónunnar heldur áfram en heimsendingar fyrir íbúa uppsveita í Árnessýslu hófust á fjórðungnum og hefur velta Snjallverslunar aukist um rúm 40% milli ára.



Félagið er að stækka og eflast. Áhersla verður áfram á að bæta tekjuvöxt, halda aftur af kostnaði og skerpa á skilvirkni til að auka framlegð og lækka einingakostnað í samstæðunni.

Viðhengi



EN
30/10/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Allocation of share options

Festi hf.: Allocation of share options At Festi Board meeting on October 30, 2024, a decision was made to grant certain key employees of the Group share options covering a total of 990,000 shares in the Company. Share option agreements for the allocated shares were signed today, October 31, 2024. Their terms are in accordance with the resolution of the Festi Annual General Meeting on March 6, 2024, approving a share option program for the CEO, senior management and key employees of the Group and the Company's Remuneration Policy, which is attached. The total number of shares that may be...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Úthlutun kauprétta

Festi hf.: Úthlutun kauprétta Á fundi stjórnar Festi þann 30. október 2024 var tekin ákvörðun um að veita tilteknum stjórnendum samstæðunnar kauprétti að samtals 990.000 hlutum í félaginu. Kaupréttarsamningar vegna hinna úthlutuðu hluta voru undirritaðir í dag, 31. október 2024. Eru skilmálar þeirra í samræmi við samþykkt aðalfundar Festi hinn 6. mars 2024 á kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn samstæðunnar og starfskjarastefnu félagsins sem eru í viðhengi. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétt vegna á grundvelli kaupréttaráætlunarinnar ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Presentation of Q3 2024 results

Festi hf.: Presentation of Q3 2024 results Festi hf. published its Q3 2024 results after market closing on 30 October 2024. Please find attached the Q3 2024 investor presentation for investor meeting held today, Thursday 31 October 2024 at 8:30. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf. Afkoma á 3. ársfjórðungi 2024

Festi hf. Afkoma á 3. ársfjórðungi 2024 Helstu niðurstöður Rekstur Lyfju kom inn í samstæðu Festi frá 1. júlí 2024.Vörusala nam 44.257 millj. kr. og jókst um 6.923 millj. kr. eða 18,5% milli ára en 6,4% án áhrifa Lyfju.Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 10.829 millj. kr. og jókst um 2.255 millj. kr. eða 26,3% á milli ára en 9,6% án áhrifa Lyfju.Framlegðarstig nam 24,5% og hækkar um 1,5 p.p. frá 3F 2023 og hækkar 0,7 p.p. frá 2F 2024.Laun og starfsmannakostnaður nam 4.826 millj. kr. og eykst um 31,3% en 8,8% án áhrifa Lyfju. EBITDA nam 4.741 millj. kr. og hækkar um 836 millj. kr. eða 2...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Settlement negotiations with the Icelandic Competition Auth...

Festi hf.: Settlement negotiations with the Icelandic Competition Authority The Icelandic Competition Authority has been investigating alleged violations by Festi hf. of the terms of the settlement that the company entered into with the Icelandic Competition Authority on 30 July 2018 regarding a merger with Hlekkur ehf. (then named Festi hf.) and Articles 17 and 19 of the Competition Act No. 44/2005. The investigation reaches back to year 2018. Article 17 (f) of the Competition Act states that if a company has violated the provisions of the Act, the Competition Authority is authorised to c...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch