FESTI N1 Hf

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2025

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2025

Helstu niðurstöður 3. ársfjórðungs 2025

  • Vörusala nam 47.093 millj. kr. sem er aukning um 6,4% milli ára en 9,1% án áhrifa breytinga á gengi bandaríkjadals og heimsmarkaðsverðs eldsneytis milli ára.
  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 12.057 millj. kr. sem er aukning um 11,3% á milli ára.
  • Framlegðarstig nam 25,6% og hækkar um 1,1 p.p. frá 3F 2024.  Framlegðarstig væri 25,0% án áhrifa hreytinga á gengi bandaríkjadals og heimsmarkaðsverðs eldsneytis, sem er hækkun um 0,5 p.p. milli ára.
  • EBITDA nam 5.319 millj. kr. og hækkar um 12,2% milli ára.
  • Hagnaður fjórðungsins nam 2.651 millj. kr. og hækkar um 18,8% milli ára.
  • Handbært fé frá rekstri nam 6.664 millj. kr. og hækkar um 43,5% milli ára.
  • Greiddar voru niður vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir fyrir um 2.807 millj. kr. Þá námu endurkaup á eigin bréfum um 649 millj. kr.
  • Eigið fé nam 46.097 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið var 39,2% í lok fjórðungsins.
  • EBITDA spá félagsins fyrir árið 2025 er hækkuð um 400 millj. kr. og nemur 15.600 – 16.000 millj. kr.



Ásta S. Fjeldsted, forstjóri: 

Þriðji ársfjórðungur er mikilvægasti fjórðungur ársins hvað varðar heildarumsvif samstæðunnar og gekk reksturinn vel á öllum sviðum líkt og fyrstu níu mánuði ársins. Niðurstaðan er umfram áætlanir og staðfestir góðan rekstur og áframhaldandi sókn félaga Festi, hvert á sínum markaði.

Helstu fréttir af starfseminni eru:

  • ELKO hefur kynnt til leiks nýja fjártæknilausn undir heitinu ELKO Snjallgreiðslur, en lausnin gerir viðskiptavinum kleift að að dreifa greiðslum á kaupum sínun á einfaldan, öruggan og sveigjanlegan hátt á hagstæðum kjörum. Markmiðið er að gera stór og smá kaup aðgengilegri fyrir alla.  Lausnin er fyrst um sinn eingöngu í boði í vefverslun félagsins en verður innan skamms einnig í boði fyrir viðskiptavini í verslunum.
  • ELKO setur í loftið í nóvember stafrænan ráðgjafa á elko.is sem nýtir spunagreind (e. generative AI) og vöruupplýsingar ELKO til að ráðleggja viðskiptavinum sínum um kaup, gera samanburðargreiningar, leiðbeina með uppsetningar og notkun vara.  Um er að  ræða nýjung í smásölu á Íslandi sem verður spennandi að fylgjast með.
  • Krónan heldur áfram að styrkja verslananet sitt. Í ágúst sl. opnaði glæsileg 2.400 fermetra verslun að Fitjabraut í Reykjanesbæ við afar jákvæðar móttökur viðskiptavina. Þá var einnig tilkynnt um fyrirhugaða opnun nýrrar verslunar á Höfn í Hornafirði á næsta ári — 1.500 fermetra verslun sem verður 27. verslun Krónunnar og sú tíunda á landsbyggðinni.
  • Lyfja heldur áfram að nýta stafrænar lausnir og tækni til að bæta þjónustu og skilvirkni. Fyrsti lyfjaróboti félagsins var tekinn í gagnið í Lyfju Smáratorgi, til að auka hraða og hagkvæmni í móttöku og afgreiðslu lyfja. Þá var opnuð aðgengi af sálfræðiþjónustu í Lyfju appinu sem er enn eitt skref félagsins í að auka aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu.
  • Hraðhleðsla rafmagns er nú hluti af „Stöðin mín“ í N1 appinu og fengið mjög jákvæðar móttökur viðskiptavina. Einnig geta rafbílaeigendur nú skráð kílametrastöðu beint í N1 appinu sem skilar sér beint til Samgöngustofu.
  • Nýtt og glæsilegt kælivöruhús verður tekið í notkun í Bakkanum á fyrsta ársfjórðungi 2026. Þar verður ferskvara Krónunnar flutt undir eigið þak, en í dag er hún hýst hjá þriðja aðila. Mikilvægt skref í að bæta skilvirkni innan samstæðunnar og auka samlegð.
  • Seldur var 24% eignarhlutur félagsins í danska félaginu Malik Supply A/S í október fyrir um 1.100 millj. kr. Söluhagnaður að fjárhæð um 200 millj. kr. verður færður á 4F 2025 meðal fjármagnsliða.
  • Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun sem hófst þann 30. júní sl. er nú lokið. Festi keypti samtals 2.500.000 eigin hluti fyrir 754.454.984 kr. og á í dag 2.746.226 hluti sem samsvarar 0,88% af hlutafé félagsins.



Heilt yfir var sumarið gott með góðri aukningu heimsókna í verslanir okkar um land allt.  Þá er sérstaklega ánægjulegt að sjá að vöxtur verslunar gegnum stafræna miðla heldur áfram að aukast mikið.  Á síðastliðnum mánuðum hefur mikil áhersla verið á yfirhalningu og uppbyggingu lykileininga samstæðunnar og má sérstaklega nefna ýmsar þjónustustöðvar N1 með uppfærðu útliti og innleiðingu tæknilausna á sviði sjálfsafgreiðslu.  Krónan opnaði nýja glæsilega verslun sína í Fitjum á Reykjanesi og heldur áfram að fjölga afgreiðslustöðum fyrir Snjallverslun.  Þá er unnið að byggingu nýs kælivöruhúss fyrir ferskvöru Krónunnar hjá Bakkanum, sem sinnir vöruhúsastarfssemi samstæðunnar.  Sem fyrr er mikil áhersla á þróun stafrænna lausna hjá samstæðunni til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina.  Við kynnum nú nýtt til leiks hjá ELKO, stafrænan söluráðgjafa með spunagreind sem og ELKO Snjallgreiðslur til að einfalda og auðvelda viðskiptavinum okkar kaup á vörum og þjónustu við hæfi. Þá heldur Lyfja áfram að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu og nú með sálfræðiþjónustu í gegnum Lyfju appið. Samlegð af innkomu Lyfju er farin að skila sér og munum við fara sérstaklega yfir þann árangur á fjárfestakynningu félagsins föstudaginn 31. október. Einnig mun framkvæmdastjóri Lyfju, Karen Ósk Gylfadóttir, mæta til leiks og kynna lykilþætti í vegferð félagsins.

Um þessar mundir ríkir meiri óvissa en oft áður í þróun efnahagsmála.  Viðbrögð fjármálastofnana við dómi Hæstaréttar í svonefndu vaxtamáli hafa enn ekki komið fram en áhrif þeirra gætu orðið veruleg á heimilin sem og atvinnulífið í landinu. Útflutningsgreinar þjóðarinnar gætu átt undir högg að sækja á næstu misserum með fyrirséðum minnkun aflaheimilda, hækkun veiðigjalda og hækkunar á kolefnis- og vörugjöldum.  Þá er ennþá óvissa um óhrif gjaldsþrots Play, lokunar kísilverksmiðjunnar á Húsavík og skertrar starfssemi Norðuráls á íslenskt efnahagslíf. Aukin skattlagning á atvinnugreinar sýnir oftast minnkun umsvifa og því er einnig sérstakt áhyggjuefni ef stjórnvöld hyggja á frekari skattlagningu á ferðaþjónustuna á þessum tíma sem hefur verið ein af undirstöðum hagvaxtar á undanförnum árum.

Þrátt fyrir óvissuna þá eru horfur félagsins góðar.  Félögin okkar eru í sókn og við fylgjumst vel með stöðunni sem uppi er á hverjum tíma.  Fjárhagsleg staða Festi samstæðunnar er sterk og sýn og markmið samstæðunnar skýr. Starfsfólk okkar er metnaðarfullt og heldur áfram að leita leiða til að einfalda líf viðskiptavina okkar með öflugri tækni, sjálfbærari vörum og betri þjónustu á hagkvæmu verði sem auka lífsgæði – alla daga,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.

Viðhengi



EN
30/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Financial Calendar 2026

Festi hf.: Financial Calendar 2026 Festi will hold its Annual General Meeting and publish financial results according to the financial calendar outlined below. 4Q 2025February 5, 2026Q4 2025 ResultsAGMMarch 5, 2026General Meeting 20261Q 2026April 29, 2026Q1 2026 Results2Q 2026July 28, 2026Q2 2026 Results3Q 2026October 28, 2026Q3 2026 Results4Q 2026February 3, 2027Q4 2026 ResultsAGMMarch 4, 2027General Meeting 2027 The financial results will be published after market closure on the respective dates. The above dates are subject to change.   For further information, please contact Ásta S. Fj...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Festi hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Festi mun halda aðalfundi og birta árshluta- og ársuppgjör samkvæmt neðangreindu fjárhagsdagatali. 4F 20255. febrúar 2026Ársuppgjör 2025AGM5. mars 2026Aðalfundur 20261F 202629. apríl 2026Árshlutauppgjör2F 202628. júlí 2026Árshlutauppgjör3F 202628. október 2026Árshlutauppgjör4F 20263. febrúar 2027Ársuppgjör 2026AGM4. mars 2027Aðalfundur 2027 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða viðkomandi dags.  Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar veita Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi – og Magnús Kr. Inga...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 50

Festi hf.: Buyback program week 50 In week 50 2025, Festi purchased in total 210,000 own shares for total amount of 69,525,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase priceWeek 508.12.202510:48             50.000334,00       16.700.000Week 509.12.202510:49             50.000332,00       16.600.000Week 5010.12.202513:02             50.000330,00       16.500.000Week 5011.12.202510:59             35.000330,00       11.550.000Week 5012.12.202514:58             25.000327,00         8.175.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limi...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 50

Festi hf.: Endurkaup vika 50 Í 50. viku 2025 keypti Festi alls 210.000 eigin hluti fyrir 69.525.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímiMagnVerðKaupverðVika 508.12.202510:48             50.000334,00       16.700.000Vika 509.12.202510:49             50.000332,00       16.600.000Vika 5010.12.202513:02             50.000330,00       16.500.000Vika 5011.12.202510:59             35.000330,00       11.550.000Vika 5012.12.202514:58             25.000327,00         8.175.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og rá...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 49

Festi hf.: Buyback program week 49 In week 49 2025, Festi purchased in total 103,774 own shares for total amount of 34,425,420 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase priceWeek 494.12.202511:32           53.774330,00    17.745.420Week 495.12.202514:56           10.000332,00      3.320.000Week 495.12.202514:59           40.000334,00    13.360.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commission...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch