Festi hf.: Birting grunnlýsingar
Festi hf., kt. 540206-2010, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi, hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma víxla og skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 9. október 2025 og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Festi, .
Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðu Festi næstu tíu ár frá staðfestingu hennar.
Íslandsbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá grunnlýsinguna staðfesta hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi hf. ().
Viðhengi
