FESTI N1 Hf

Festi hf.: Endanleg dagskrá aðalfundar 23. mars 2020

Festi hf.: Endanleg dagskrá aðalfundar 23. mars 2020

Aðalfundur Festi hf. verður haldinn mánudaginn 23. mars 2020 klukkan 10:00 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.

Dagskrá fundarins:

1.            Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

2.            Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.

3.            Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins.

4.            Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2019.

5.            Tilnefningarnefnd kynnir skýrslu sína og tillögur.

6.            Stjórnarkjör.

7.            Tillaga um staðfestingu á ákvörðun stjórnar um skipun tveggja einstaklinga í tilnefningarnefnd.

8.            Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma.

9.            Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar.

10.          Tillaga stjórnar um breytingu á starfskjarastefnu félagsins.

11.          Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum.

12.          Tillaga um heimild til stjórnar til að gefa út nýtt hlutafé til að mæta hluta kaupsamningsgreiðslna við kaup á Íslenskri Orkumiðlun ehf.

13.          Tillaga stjórnar til aðalfundar um tillögur til breytingar á samþykktum.

14.          Önnur mál löglega upp borin: Tillaga sr. Péturs Þorsteinssonar um að Krónuverslanir skuli lokaðar á frídegi verslunarmanna.

Ekki verður boðið upp á möguleika á rafrænni þáttöku í fundinum, en hluthafar geta veitt umboð til umboðsmanns um þátttöku á fundinum með fyrirmælum um hvernig atkvæði skuli greidd um þær tillögur sem til afgreiðslu eru, eða með sérstakri innskráningu á fundinn greitt atkvæði fyrirfram með skriflegum hætti um þau mál sem til afgreiðslu eru. Óskir um útgáfu umboðs og skipan umboðsmanns eða um sérstaka innskráningu og skriflega atkvæðagreiðslu fyrirfram skal beint til netfangsins .     

Verði samþykkt tillaga um greiðslu arðs er síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum 20.mars 2020 og arðsleysisdagur er því 23. mars 2020. Arðsréttindadagur er 24. mars 2020, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá Festi hf. í lok dags 24. mars 2020. Arðurinn verður greiddur til hluthafa þann 20. apríl 2020.

Að öðru leyti er vísað til fyrri auglýsingar og fyrirliggjandi tillagna á fundinum, sem birtar hafa verið í fréttakerfi Nasdsdaq OMX Iceland og á heimasíðu Festi hf.

Stjórn Festi hf.

EN
16/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Employee Share Option Plan – Allocation of share options to...

Festi hf.: Employee Share Option Plan – Allocation of share options to Executive management See the attached announcements regarding the granting of stock options to executive management under the share option plan, based on Article 10 of the Income Tax Act No. 90/2003. Attachments

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Kaupréttaráætlun starfsfólks – kaupréttarsamningar stjórnen...

Festi hf.: Kaupréttaráætlun starfsfólks – kaupréttarsamningar stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar um gerð kaupréttarsamninga af hálfu stjórnenda á grundvelli kaupréttaráætlunar samkvæmt 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Termination of Sale Process for Olíudreifing ehf.

Festi hf.: Termination of Sale Process for Olíudreifing ehf. In an announcement by Hagar hf., published after market closing today, April 30,2025, it was disclosed that the company had decided to terminate the formal sale process of Olís shares in Olíudreifing ehf. With reference to that announcement, inter alia the conditions for continuing the sale process of Festi shares in Olíudreifing ehf. are no longer in place, and therefore, the formal sale process of the shares is hereby discontinued.  “Even though a sale agreement was not achieved at this stage. the process has sharpened our unde...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Söluferli á Olíudreifingu ehf. hætt

Festi hf.: Söluferli á Olíudreifingu ehf. hætt Í tilkynningu Haga hf., sem birt var eftir lokun markaða í dag þann 30. apríl 2025, var upplýst um að félagið hefði tekið ákvörðun um að hætta formlegri sölumeðferð á eignarhlutum Olís í Olíudreifingu ehf. Með vísan til þeirrar tilkynningar, meðal annars, eru skilyrði til að halda áfram sölumeðferð eignarhluta Festi í Olíudreifingu ehf. ekki fyrir hendi og formlegri sölumeðferð þeirra því sjálfhætt. “Þó ekki hafi tekist samningar um sölu á þessum tíma þá hefur ferlið skerpt sýn okkar í Festi á stöðu og tækifæri Olíudreifingar til framtíðar.  ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Fjárfestakynning 1. ársfjórðungs 2025

Festi hf.: Fjárfestakynning 1. ársfjórðungs 2025 Festi hf. birti uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða þann 29. apríl 2025. Meðfylgjandi má finna fjárfestakynningu 1F 2025 sem farið verður yfir á afkomufundi með markaðsaðilum í dag, miðvikudaginn 30. apríl 2025, kl. 8:30. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch