Festi hf.: Kaupréttaráætlun fyrir starfsfólk Festi og dótturfélaga
Í samræmi við starfskjarastefnu Festi hf. er í gildi kaupréttaráætlun á grundvelli 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 6. mars 2024.
Kaupréttaráætlunin gildir til þriggja ára frá, þ.e. til maí 2027, og nær til alls fastráðins starfsfólks Festi og félaga í sömu samstæðu. Markmið áætlunarinnar er að tengja hagsmuni starfsfólks við afkomu og lantímamarkmið félagsins og hluthafa þess. Tilkynnt var um framkvæmd kaupréttaráætlunarinnar í tilkynningum 24. apríl og 5. maí 2024.
Samkvæmt grein 2.3 í kaupréttaráætluninni öðlast starfsfólk sem ræðst til starfa hjá Festi eða dótturfélögum eftir gerð áætlunarinnar rétt til að gera kaupréttarsamning og hefst slíkur ávinningur frá og með næsta innlausnardegi eftir að hið fasta ráðningarsamning hófst og þar til áætlunin rennur sitt skeið á enda eða starfsfólk lýkur störfum. Á slíkt hið sama við um starfsfólk nýrra félaga sem koma inn í samstæðu félagsins á gildistíma áætlunarinnar.
Í kjölfar nýtingar kauprétta nú í maí og gerð nýrra kaupréttarsamninga samkvæmt framangreindu, eru í gildi kaupréttarsamningar við starfsfólk samstæðunnar ná til samtals 7.816.349 hluta út líftíma áætlunarinnar í maí 2027. Kaupgengi hlutanna skiptist þannig að gildandi eru samtals kaupréttir að 6.389.589 hlutum á genginu 187 og 1.426.760 hlutum á genginu 297,1. Það athugast að samkvæmt kaupréttaráætlun er kaupgengi leiðrétt fyrir framtíðar arðgreiðslum og samsvarandi úthlutunum til hluthafa af eignum félagsins. Heildarfjöldi starfsfólks Festi og dótturfélaga með gilda kaupréttarsamninga samkvæmt áætluninni eru 1.350.
