FESTI N1 Hf

Festi hf.: Sátt við Samkeppniseftirlitið sem felur í sér viðurkenningu brota á sátt og greiðslu á sekt

Festi hf.: Sátt við Samkeppniseftirlitið sem felur í sér viðurkenningu brota á sátt og greiðslu á sekt

Festi hf. og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér meðfylgjandi sátt vegna rannsóknar sem eftirlitið hefur haft með höndum í tengslum við ætluð brot félagsins á skilyrðum í sátt sem gerð var þann 30. júlí 2018 vegna samruna N1 hf. og Festi hf. og nær rannsóknartímabilið aftur til þess tíma.

Með sáttinni er viðurkennt að brotið hafi verið gegn tilteknum ákvæðum sáttarinnar frá 30. júlí 2018 og tekur tillit til eftirfarandi þátta á afmörkuðum tímabilum:

  • Að nýjum aðila hafi upphaflega verið synjað um tilboð í heildsöluviðskipti með skipaeldsneyti og að fyrirspurnum viðkomandi hafi síðar ekki verið svarað.
  • Að verðlagning á heildsöluverði bifreiðaeldsneytis til Dælunnar hafi ekki verið í samræmi við kostnaðarforsendur sáttarinnar á hverjum tíma og að gripið hafi verið til annarra aðgerða sem hafi verið til þess fallnar að hafa áhrif á samkeppnisstöðu hennar og verðmæti eigna.
  • Að ekki hafi verið tryggt með fullnægjandi hætti að heildsölutengiliður og starf hans uppfyllti skilyrði sáttarinnar á hverjum tíma.
  • Að verslun á Suðurlandi hafi  ekki verið seld fyrr en eftir að tímamörk sáttar var liðin til að framkvæma söluna.
  • Að Festi hafi ekki beitt sér nægjanlega snemma fyrir því að viðræður um endurskoðun samnings við keppinaut yrðu hafnar og þeim lokið innan tímamarka sáttar og að skráning samskipta í samskiptaskrá væri í samræmi við kröfur sáttar.
  • Að óháðum kunnáttumanni hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við eftirlit með sáttinni.

Þá viðurkennir Festi hf. að hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu með því að hafa ekki veitt tímanlega nauðsynleg og fullnægjandi gögn í þágu rannsóknar viðkomandi samrunamáls og með því að hafa ekki gert Samkeppniseftirlitinu fullnægjandi grein fyrir sjónarmiðum félagsins við gerð sáttarinnar á árinu 2018 en brotin taka til afmarkaðra tímabila innan rannsóknartímabilsins.

Vegna framangreinds hefur samkomulag náðst um að ljúka málinu með því að Festi hf. greiðir stjórnvaldssekt að fjárhæð 750 milljónir króna sem gjaldfærð verður á 4 ársfjórðungi og kemur til lækkunar á EBITDA afkomu félagsins fyrir árið 2024.

Uppgjör október mánaðar liggur fyrir og horfur fyrir nóvember og desember hafa verið uppfærðar.  Það er mat stjórnenda að afkoman verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir án áhrifa sektar Samkeppniseftirlitsins.  Í ljósi þessa er EBITDA afkomuspá félagsins uppfærð fyrir árið 2024 og lækkar um 550 millj. kr. og er nú 12.200 – 12.500 millj. kr.

Með undirritun sáttarinnar telst málinu endanlega lokið gagnvart Festi hf. og kemur ekki til frekari rannsóknar eða málsmeðferðar vegna gagnvart félaginu, starfsfólki eða öðrum einstaklingum af hálfu Samkeppniseftirlitsins.

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri:

„Í tengslum við samruna N1 hf. og Festi hf. var gerð sátt við Samkeppniseftirlitið í júlí 2018 sem fól í sér margvísleg skilyrði sem ætluð voru til að afstýra samkeppnishömlum vegna samrunans.  Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar möguleg brot Festi á sáttinni frá desember 2020 þegar tilkynnt var um upphaf rannsóknar.

Undirritun sáttar Festi hf. við Samkeppniseftirlitið í dag felur í sér endanlega niðurstöðu málsins. Festi hf. viðurkennir með henni að hafa brotið ákveðin skilyrði sáttarinnar og tímanlega upplýsingagjöf samkvæmt samkeppnislögum og samþykkir að greiða sekt sem nemur 750 millj. kr. sem nemur um 0,54% af heildarveltu ársins 2023. Það var mat félagsins að rétt væri að ljúka þessu máli með sátt og horfa fram á veginn.  Við  drögum lærdóm af málinu og horfum til framtíðar“, segir Ásta S. Fjeldsted

Þessi tilkynning er birt af Festi hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi sátt Festi við Samkeppniseftirlitið sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Sölva Davíðssyni, regluverði Festi hf., í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.

Viðhengi



EN
28/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf: Forecast updated based on preliminary accounts for Q2 2025

Festi hf: Forecast updated based on preliminary accounts for Q2 2025 According to preliminary management accounts for Q2 2025, EBITDA will be ISK 3.9 billion compared to ISK 2.9 billion for the same period last year which is an increase of ISK 1.0 billion YoY or ISK 0.6 billion without Lyfja EBITDA which was not part of the Group in same quarter last year. The result is better than forcast with all companies in the Group improving YoY.  Store visits increase YoY and we can see more sale volumes in near all business segments.  Increased synergy and efficiency with new technical solutions is...

 PRESS RELEASE

Festi hf: Uppfærð afkomuspá í aðdraganda árshlutauppgjörs 2F 2025

Festi hf: Uppfærð afkomuspá í aðdraganda árshlutauppgjörs 2F 2025 Samkvæmt drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs 2025 þá nemur EBITDA félagsins á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 2,9 milljarða króna árið áður sem er aukning um 1,0 milljarð króna milli ára eða um 0,6 milljarða án áhrifa Lyfju sem var ekki hluti af samstæðunni á sama fjórðungi í fyrra.  Niðurstaðan er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en öll félög samstæðunnar eru að skila ágætri bætingu milli ára.  Heimsóknum hefur fjölgað og er góð magnaukning í sölu á nánast öllum sviðum rekstrar. Þá er aukin samlegð og sk...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 28

Festi hf.: Buyback program week 28 In week 28 2025, Festi purchased in total 150,000 own shares for total amount of 44,250,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price288.7.202512:12:5050.00029414.700.000289.7.202514:43:3350.00029414.700.0002811.7.202511:16:4550.00029714.850.000   150.000 44.250.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Delegated Regulation No. 2016/1052 and t...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 28

Festi hf.: Endurkaup vika 28 Í 28. viku 2025 keypti Festi alls 150.000 eigin hluti fyrir 44.250.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)288.7.202512:12:5050.00029414.700.000289.7.202514:43:3350.00029414.700.0002811.7.202511:16:4550.00029714.850.000   150.000 44.250.000  Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 6...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 27

Festi hf.: Buyback program week 27 In week 27 2025, Festi purchased in total 165,000 own shares for total amount of 47,025,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price2730.6.202513:13:5850.000285,0014.250.000271.7.202511:13:0740.00028511.400.000272.7.202511:07:3850.00028514.250.000273.7.202510:14:3925.0002857.125.000   165.000 47.025.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions D...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch