FESTI N1 Hf

Festi hf.: Sáttaviðræður við Samkeppniseftirlitið

Festi hf.: Sáttaviðræður við Samkeppniseftirlitið

Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar ætluð brot Festi hf. á skilyrðum í sátt sem félagið gerði við Samkeppniseftirlitið þann 30. júlí 2018 vegna samruna við Hlekk ehf. (þá nefnt Festi hf.) og 17. og 19. samkeppnislaga nr. 44/2005. Rannsóknin nær aftur til ársins 2018.

Í 17. gr. f. samkeppnislaga segir að hafi fyrirtæki gerst brotlegt við ákvæði laganna sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt.

Festi hf. hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Samkeppniseftirlitið um hvort unnt sé með vísan til 17. gr. f. samkeppnislaga að ljúka rannsókn eftirlitsins á ætluðum brotum fyrirtækisins með sátt.

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að hefja sáttaviðræður við Festi hf. og munu þær leiða til lykta hvort forsendur séu til þess að ljúka málinu með sátt.

Í sáttaviðræðum er leitað leiða til að bregðast með ásættanlegum hætti við þeim aðgerðum Festi hf. sem lýst er í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins frá 20. desember 2023. Náist niðurstaða í sáttaviðræðunum mun það fela í sér endanlegar lyktir gagnvart Festi hf. á þeirri rannsókn og málsmeðferð sem lýst er í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins. Festi hf. gerir sér grein fyrir að lyktir málsins kunna að fela í sér að félaginu verði gert að greiða sekt.



Þessi tilkynning er birt af Festi hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, varðandi athugun Samkeppniseftirlitsins sem lýst er að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Sölva Davíðssyni, regluverði Festi hf., í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.



EN
29/10/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Allocation of share options

Festi hf.: Allocation of share options At Festi Board meeting on October 30, 2024, a decision was made to grant certain key employees of the Group share options covering a total of 990,000 shares in the Company. Share option agreements for the allocated shares were signed today, October 31, 2024. Their terms are in accordance with the resolution of the Festi Annual General Meeting on March 6, 2024, approving a share option program for the CEO, senior management and key employees of the Group and the Company's Remuneration Policy, which is attached. The total number of shares that may be...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Úthlutun kauprétta

Festi hf.: Úthlutun kauprétta Á fundi stjórnar Festi þann 30. október 2024 var tekin ákvörðun um að veita tilteknum stjórnendum samstæðunnar kauprétti að samtals 990.000 hlutum í félaginu. Kaupréttarsamningar vegna hinna úthlutuðu hluta voru undirritaðir í dag, 31. október 2024. Eru skilmálar þeirra í samræmi við samþykkt aðalfundar Festi hinn 6. mars 2024 á kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn samstæðunnar og starfskjarastefnu félagsins sem eru í viðhengi. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétt vegna á grundvelli kaupréttaráætlunarinnar ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Presentation of Q3 2024 results

Festi hf.: Presentation of Q3 2024 results Festi hf. published its Q3 2024 results after market closing on 30 October 2024. Please find attached the Q3 2024 investor presentation for investor meeting held today, Thursday 31 October 2024 at 8:30. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf. Afkoma á 3. ársfjórðungi 2024

Festi hf. Afkoma á 3. ársfjórðungi 2024 Helstu niðurstöður Rekstur Lyfju kom inn í samstæðu Festi frá 1. júlí 2024.Vörusala nam 44.257 millj. kr. og jókst um 6.923 millj. kr. eða 18,5% milli ára en 6,4% án áhrifa Lyfju.Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 10.829 millj. kr. og jókst um 2.255 millj. kr. eða 26,3% á milli ára en 9,6% án áhrifa Lyfju.Framlegðarstig nam 24,5% og hækkar um 1,5 p.p. frá 3F 2023 og hækkar 0,7 p.p. frá 2F 2024.Laun og starfsmannakostnaður nam 4.826 millj. kr. og eykst um 31,3% en 8,8% án áhrifa Lyfju. EBITDA nam 4.741 millj. kr. og hækkar um 836 millj. kr. eða 2...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Settlement negotiations with the Icelandic Competition Auth...

Festi hf.: Settlement negotiations with the Icelandic Competition Authority The Icelandic Competition Authority has been investigating alleged violations by Festi hf. of the terms of the settlement that the company entered into with the Icelandic Competition Authority on 30 July 2018 regarding a merger with Hlekkur ehf. (then named Festi hf.) and Articles 17 and 19 of the Competition Act No. 44/2005. The investigation reaches back to year 2018. Article 17 (f) of the Competition Act states that if a company has violated the provisions of the Act, the Competition Authority is authorised to c...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch