FESTI N1 Hf

Festi hf.: Úthlutun kauprétta

Festi hf.: Úthlutun kauprétta

Á fundi stjórnar Festi þann 30. október 2024 var tekin ákvörðun um að veita tilteknum stjórnendum samstæðunnar kauprétti að samtals 990.000 hlutum í félaginu.

Kaupréttarsamningar vegna hinna úthlutuðu hluta voru undirritaðir í dag, 31. október 2024. Eru skilmálar þeirra í samræmi við samþykkt aðalfundar Festi hinn 6. mars 2024 á kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn samstæðunnar og starfskjarastefnu félagsins sem eru í viðhengi. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétt vegna á grundvelli kaupréttaráætlunarinnar er 5.500.000. Er markmið með veitingu kauprétta að tengja langtímahvatakerfi stjórnenda samstæðunnar við afkomu og langtímamarkmið félagsins og þar með langtímahagsmuni hluthafa þess.

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu kr. 230,75 fyrir hvern hlut, sem er vegið meðalverð hluta félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Iceland fyrir úthlutunardag. Grunnverð hækkar árlega um 5,5%, þ.e. frá gerð kaupréttarsamnings og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Þá skal grunnverð einnig leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til til hluthafa af eignum félagsins.
  • Kauprétturinn ávinnst á þremur árum frá gerð kaupréttarsamninga.      
  • Að ávinnslutímabili loknu verða kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem dreifast yfir eitt ár. Kaupréttarhafi getur frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils. Að því marki sem kaupréttur er ónýttur eftir þriðja nýtingartímabil fellur kauprétturinn niður.  
  • Almennt falla kaupréttir niður ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið fyrir lok ávinnslutíma.
  • Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.

Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta samkvæmt kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur samstæðunnar 5.355.000 hlutum, um 1,72% af útgefnu hlutafé félagsins, sem Festi hefur veitt til 46 stjórnenda. Er áætlaður heildarkostnaður (gjaldfærsla) vegna kaupréttarkerfisins, byggt á Black Scholes útreikningum, að fjárhæð um 127 milljónir króna sem dreifist á líftíma samninganna.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru innan framkvæmdastjórnar Festi er í viðhengi.

Viðhengi



EN
31/10/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 34

Festi hf.: Buyback program week 34 In week 34 2025, Festi purchased in total 165,000 own shares for total amount of 49,305,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3419.8.202514:26:2175.00029922.425.0003420.8.202511:30:5730.0002988.940.0003421.8.202511:09:5630.0002988.940.0003422.8.202514:52:0030.0003009.000.000   165.000 49.305.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions Del...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 34

Festi hf.: Endurkaup vika 34 Í 34. viku 2025 keypti Festi alls 165.000 eigin hluti fyrir 49.305.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)3419.8.202514:26:2175.00029922.425.0003420.8.202511:30:5730.0002988.940.0003421.8.202511:09:5630.0002988.940.0003422.8.202514:52:0030.0003009.000.000   165.000 49.305.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Buyback program week 33

Festi hf.: Buyback program week 33 In week 33 2025, Festi purchased in total 170,000 own shares for total amount of 50,990,000 ISK as follows: WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase price3312.8.202510:19:1465.00030019.500.0003313.8.202515:28:2740.00030312.120.0003314.8.202513:49:0035.00029810.430.0003315.8.202510:48:1930.0002988.940.000   170.000 50.990.000 The execution of the buyback program is in accordance with the Act on Public Limited Companies No 2/1995, Article 5 of the Regulation of the European parliament and of the Council No. 596/2014, on market abuse, the Commissions D...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Endurkaup vika 33

Festi hf.: Endurkaup vika 33 Í 33. viku 2025 keypti Festi alls 170.000 eigin hluti fyrir 50.990.000 kr. eins og hér segir: VikaDagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr)3312.8.202510:19:1465.00030019.500.0003313.8.202515:28:2740.00030312.120.0003314.8.202513:49:0035.00029810.430.0003315.8.202510:48:1930.0002988.940.000   170.000 50.990.000 Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lö...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions

Festi hf.: Managers and persons´ closely associated transactions Please see the attached notification. Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch