FESTI N1 Hf

Festi hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Festi hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Aðalfundur Festi hf., sem haldinn var 5. mars 2025, veitti stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess. Tilgangur félagsins með endurkaupum er að lækka hlutafé félagsins og/eða að gera félaginu kleift að standa við skuldbindingar sínar skv. kaupréttarsamningum við starfsfólk.

Stjórn Festi hf. hefur á grundvelli samþykktar aðalfundar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar.  Áætlað er að kaupa að hámarki 2.500.000 eigin hluti í félaginu eða sem samsvarar 0,80% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 825 milljónir króna að kaupverði.

Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags skulu að hámarki nema annað hvort a) 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf í félaginu á Nasdaq Iceland undangengna 20 daga eða b) 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf í félaginu á Nasdaq Iceland í nóvember 2025, en þó þannig að keypt magn hvers viðskiptadags fari ekki umfram 100.000 hluti. Endurgjald fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq OMX á Íslandi, hvort sem er hærra.

Gert er ráð fyrir að endurkaup samkvæmt áætluninni hefjist fimmtudaginn 4. desember 2025 og standi fram til 4. mars 2026, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

ACRO verðbréf hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna, óháð félaginu.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Viðskipti félagsins með eigin hluti á grundvelli endurkaupaáætlunarinnar verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Festi á 2.746.226 hluti, eða sem nemur 0,88% af útgefnu hlutafé áður en endurkaup samkvæmt endurkaupaáætluninni hefjast.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi hf. ().



EN
03/12/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Issuance of Bills

Festi hf.: Issuance of Bills Festi hf. has completed the sale of a new six-month bill, FESTI260616, in the nominal amount of ISK 1,300 million, at terms corresponding to a 7.94% flat interest rate. The bill is expected to be admitted to trading and listed on Nasdaq Iceland. This was not a public offering. The issuance was also exempt from the requirement to publish a prospectus pursuant to items (a), (c) and (d) of Article 1(4) of Regulation (EU) No. 2017/1129 of the European Parliament and of the Council on the publication of a prospectus when securities are offered to the public or admit...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Útgáfa á víxlum

Festi hf.: Útgáfa á víxlum Festi hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, FESTI260616 fyrir 1.300 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 7,94% flötum vöxtum, en stefnt er að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, sbr. lög nr. 14/2020 um sama efni. ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Notification regarding execution of a buyback program

Festi hf.: Notification regarding execution of a buyback program At the Annual General Meeting of Festi hf., held on 5 March 2025, the shareholders authorized the Board of Directors, pursuant to Article 55 of the Act on Public Limited Companies No. 2/1995, to purchase on behalf of the company up to 10% of its issued share capital. The purpose of the buybacks is to reduce the company’s share capital and/or to enable the company to meet its obligations under stock option agreements with employees. Based on this authorization granted by the Annual General Meeting, the Board of Directors of Fe...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Festi hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Aðalfundur Festi hf., sem haldinn var 5. mars 2025, veitti stjórn félagsins heimild, á grundvelli 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé þess. Tilgangur félagsins með endurkaupum er að lækka hlutafé félagsins og/eða að gera félaginu kleift að standa við skuldbindingar sínar skv. kaupréttarsamningum við starfsfólk. Stjórn Festi hf. hefur á grundvelli samþykktar aðalfundar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar.  Áætlað er að kaupa að hámarki 2.500.000 eigin hluti í félaginu eða...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Birting viðauka við grunnlýsingu

Festi hf.: Birting viðauka við grunnlýsingu Festi hf., kt. 540206-2010, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi, hefur birt viðauka við grunnlýsingu, dags. 9. október 2025, í tengslum við útgáfuramma víxla og skuldabréfa. Viðaukinn, sem skoðast sem hluti af grunnlýsingunni, er dagsettur 24. nóvember 2025 og hefur verið staðfestur af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Viðaukinn er gefinn út á íslensku og birtur á vefsíðu Festi ásamt grunnlýsingunni, . Íslandsbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá viðaukann við grunnlýsinguna staðfestan hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsinga...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch