Festi hf: Uppfærð afkomuspá í aðdraganda árshlutauppgjörs 2F 2025
Samkvæmt drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs 2025 þá nemur EBITDA félagsins á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 2,9 milljarða króna árið áður sem er aukning um 1,0 milljarð króna milli ára eða um 0,6 milljarða án áhrifa Lyfju sem var ekki hluti af samstæðunni á sama fjórðungi í fyrra.
Niðurstaðan er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en öll félög samstæðunnar eru að skila ágætri bætingu milli ára. Heimsóknum hefur fjölgað og er góð magnaukning í sölu á nánast öllum sviðum rekstrar. Þá er aukin samlegð og skilvirkni með nýjum tæknilausnum að skila bættum rekstri.
Uppgjörið fyrir annan ársfjórðung 2025 er enn í vinnslu og kann því að taka lítilsháttar breytingum fram að birtingardegi þann 29 júlí nk.
Í ljósi betri afkomu á fjórðungnum en áætlanir gerðu ráð fyrir og uppfærðri spá stjórnenda fyrir seinni helming ársins þá er EBITDA spá félagsins fyrir árið 2025 hækkuð um 800 millj. kr., úr 14.400 – 14.800 millj. kr. í 15.200 – 15.600 millj. kr.
Festi birtir uppgjör sitt fyrir 2. ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða þriðjudaginn 29. júlí næstkomandi. Afkomufundur fyrir markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 30. júlí 2025 kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10 – 14 í Kópavogi.
Nánari upplýsingar veita Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi – eða Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi –
