FESTI N1 Hf

Festi hf.:Afkoma á 1. ársfjórðungi 2025

Festi hf.:Afkoma á 1. ársfjórðungi 2025

Helstu niðurstöður 1. ársfjórðungs 2025

  • Vörusala nam 37.786 millj. kr. sem er aukning um 17,3% milli ára en hækkaði um 3,0% án áhrifa Lyfju sem kom inn í samstæðuna frá júlí 2024.
  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 9.212 millj. kr. sem er aukning um 31,0% á milli ára en 10,5% án áhrifa Lyfju.
  • Framlegðarstig nam 24,4% og hækkar um 2,6 p.p. frá 1F 2024 en lækkar um 0,1 p.p frá síðasta ársfjórðungi.
  • Laun og starfsmannakostnaður nam 5.305 millj. kr. og eykst um 34,4% milli ára en 12,0% án áhrifa Lyfju.
  • EBITDA nam 2.489 millj. kr. og hækkar um 31,2% milli ára en 13,1% án áhrifa Lyfju.
  • Hagnaður fjórðungsins nam 279 millj. kr. og hækkar um 77 millj. kr. milli ára.
  • Eigið fé nam 42.421 millj. kr. og er eiginfjárhlutfallið 36,8% í lok 1F 2025 samanborið við 37,9% í lok árs 2024. Félagið úthlutaði arði fyrir 1.400 millj. kr í mars sem greitt var til hluthafa 9.apríl sl.
  • EBITDA spá félagsins fyrir árið 2025 er óbreytt og nemur 14.400 – 14.800 millj. kr.

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri:

  • Rekstur félagsins á fyrsta ársfjórðungi ársins gekk ágætlega og var í takti við áætlanir. Vörusala jókst í flestum vöruflokkum og var aukningin 17,3% milli ára (2,8% án áhrifa Lyfju) og jókst afgreiðslufjöldi um 10,2% (1,4% án áhrifa Lyfju).
  • Framlegðarstig styrktist í öllum vöru- og þjónustuflokkum samstæðunnar og hækkar heilt yfir um 2,6 p.p. milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 9.212 millj. kr. og hækkar um 31,0% milli ára (10,5% án áhrifa Lyfju).
  • Rekstrarkostnaður fjórðungsins hækkar um 28,9% á milli ára (8,3% án áhrifa Lyfju) en stöðgildum fjölgar um 281 milli ára (249 vegna Lyfju).
  • EBITDA fjórðungsins nam 2.489 millj. kr. og hækkar um 31,2% milli ára en hækkar um 13,1% án áhrifa Lyfju.
  • Hagnaður fjórðungsins 2024 nam 279 millj. kr. og hækkar um 35,2% á milli ára eða um 77 millj. kr. (23% án áhrifa Lyfju).
  • Áhrif tollahækkana á innflutning til Bandaríkjanna sem og mótvægisaðgerðir annarra landa sem tilkynnt var um í apríl, hafa leitt til óvissu og óstöðugleika á mörkuðum.  Mat stjórnenda er að þetta muni ekki hafa veruleg áhrif á rekstur samstæðunnar á árinu.
  • Framundan er sumarið sem er mikilvægasti tími ársins fyrir félagið og er útlitið ágætt.  EBITDA spá félagsins fyrir árið 2025 er óbreytt og nemur 14.400 – 14.800 millj. kr.

Það sem bar hæst á fjórðungnum og lykilmánuðir framundan:

  • Krónan hefur fengið afhent húsnæði á Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ en þar verður opnuð glæsileg ný verslun í sumar og minni verslun félagsins lokað á sama tíma. Krónan í Vallakór er kominn í allsherjar yfirhalningu en ný endurbætt verslun verður opnuð í byrjun júní.
  • Yrkir kláraði kaup á Hvaleyrarbraut 3 í Hafnarfirði í apríl, húsnæði og lóð á besta stað við höfnina, sem hýsir m.a. verslun Krónunnar.  Kaupin eru hluti af stefnu félagsins um að eiga lykilstaðsetningar til framtíðar með möguleika á frekari þróun í takt við skipulag bæjarins.
  • Yrkir hefur unnið að undirbúningi nýrrar fjölorkustöðvar N1 á Fiskislóð, á sömu lóð og Krónan og ELKO eru staðsett úti á Granda. Eldsneytisdælur verða opnaðar 1. maí nk. og rafhleðslur síðar í sumar. Á sama tíma verður eldsneytisdælum lokað á Ægisíðu sem er liður í samkomulagi við Reykjavíkurborg frá árinu 2021.
  • Lyfju appið var valið App ársins og hlaut einnig verðlaun fyrir hönnun og viðmót á SVEF verðlaunum ársins sem haldin voru á fjórðungnum.
  • Sókn á einstaklings- og fyrirtækjamarkað heldur áfram hjá ELKO, Krónunni, Lyfju og N1.  Mikil áhersla er á stafræna upplifun og verða nýjar spennandi lausnir kynntar á árinu.
  • Fyrsta nýtingartímabil kaupréttarkerfis starfsmanna Festi er nú í maí en á aðalfundi 6. mars 2024 samþykktu hluthafar tillögu frá stjórn félagsins um að komið yrði á fót kaupréttarkerfi fyrir allt fastráðið starfsfólk samstæðunnar þar sem því var boðið að  kaupa hlutabréf á föstu gengi fyrir allt að 500 þús.kr. í þrjú skipti yfir þrjú ár. 
  • Í samræmi við efni kaupréttaráætluninnar verður starfsfólki sem hafið hefur störf innan samstæðunnar eftir fyrstu úthlutun boðin þátttaka nú í kerfinu út líftíma þess (2 ár).

„Rekstur fyrsta ársfjórðungs gekk samkvæmt áætlun. Reksturinn er stöðugur og vöxturinn í takt við væntingar. Fjárhagur félagsins er sterkur og hugur stjórnenda og starfsfólks er samstilltur á tækifærin sem felast í öflugri samstæðu og útvíkkun þjónustu hennar og vöruúrvali.

Sú óvissa sem skapaðist á mörkuðum í apríl með stefnubreytingum og boðun tollahækkana nýs forseta Bandaríkjanna hefur haft töluverð áhrif á heimsmarkaðsverð olíu og gjaldeyrismarkað sem sveiflast dag frá degi. Hvort og þá hver áhrif þessa verða á ferðaþjónustu eða aðrar atvinnugreinar í landinu er óljós enn sem komið er.  Framundan eru mikilvægir sumarmánuðir og munum við nú sem endranær fylgjast vel með og spila vel úr þeim spilum sem við höfum á hendi. Með sterkum stoðum, tæknilegum innviðum og ólíkum rekstrareiningum sem saman mynda  heild af framboði nauðsynjavara- og þjónustu um land allt þá eru horfurnar góðar fyrir árið í heild.“ segir Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi.

Viðhengi



EN
29/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on N1 Hf

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Termination of Sale Process for Olíudreifing ehf.

Festi hf.: Termination of Sale Process for Olíudreifing ehf. In an announcement by Hagar hf., published after market closing today, April 30,2025, it was disclosed that the company had decided to terminate the formal sale process of Olís shares in Olíudreifing ehf. With reference to that announcement, inter alia the conditions for continuing the sale process of Festi shares in Olíudreifing ehf. are no longer in place, and therefore, the formal sale process of the shares is hereby discontinued.  “Even though a sale agreement was not achieved at this stage. the process has sharpened our unde...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Söluferli á Olíudreifingu ehf. hætt

Festi hf.: Söluferli á Olíudreifingu ehf. hætt Í tilkynningu Haga hf., sem birt var eftir lokun markaða í dag þann 30. apríl 2025, var upplýst um að félagið hefði tekið ákvörðun um að hætta formlegri sölumeðferð á eignarhlutum Olís í Olíudreifingu ehf. Með vísan til þeirrar tilkynningar, meðal annars, eru skilyrði til að halda áfram sölumeðferð eignarhluta Festi í Olíudreifingu ehf. ekki fyrir hendi og formlegri sölumeðferð þeirra því sjálfhætt. “Þó ekki hafi tekist samningar um sölu á þessum tíma þá hefur ferlið skerpt sýn okkar í Festi á stöðu og tækifæri Olíudreifingar til framtíðar.  ...

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Presentation of Q1 2025 results

Festi hf.: Presentation of Q1 2025 results Festi hf. published its Q1 2025 results after market closing on 29 April 2025. Please find attached the Q1 2025 investor presentation for investor meeting held today, Wednesday 30 April 2025 at 8:30. Attachment

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Fjárfestakynning 1. ársfjórðungs 2025

Festi hf.: Fjárfestakynning 1. ársfjórðungs 2025 Festi hf. birti uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða þann 29. apríl 2025. Meðfylgjandi má finna fjárfestakynningu 1F 2025 sem farið verður yfir á afkomufundi með markaðsaðilum í dag, miðvikudaginn 30. apríl 2025, kl. 8:30. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Festi hf.: Financial results for Q1 2025

Festi hf.: Financial results for Q1 2025 Main results in Q1 2025 Sales of goods and services amounted to ISK 37,786 million, an increase of 17.3% between years but 3.0% excluding the impact of Lyfja, which became part of the group from July 2024.Margin from sales of goods and services amounted to ISK 9,212 million, an increase of 31.0% from the previous year but 10.5% excluding the effect of Lyfja.Profit margin was 24.4%, up by 2.6 p.p. from Q1 2024 but decreasing by 0.1 p.p. from last quarter.Salaries and personnel costs amounted to ISK 5,305 million, an increase of 34.4% between years bu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch