HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Breyting á birtingu ársuppgjörs 2024/25

Hagar hf.: Breyting á birtingu ársuppgjörs 2024/25

Breyting á fyrirkomulagi birtingar ársuppgjörs 2024/25

Fyrirhuguð birting á ársuppgjöri Haga 2024/25 og uppgjöri 4. ársfjórðungs verður með breyttu sniði frá áður birtu fjárhagsdagatali. Þann 15. apríl nk. verður óendurskoðað stjórnendauppgjör samstæðunnar birt en birtingu endurskoðaðs ársreiknings, ásamt ófjárhagslegum upplýsingum, verður frestað til 30. apríl nk. Fjárfestakynning verður haldin í kjölfar birtingar stjórnendaupplýsinga, þann 16. apríl nk. 

Ástæður þessarar breytingar eru einkum tvíþættar. Samruni Haga og samstæðu SMS í Færeyjum og áhrif þess á reikningsskil samstæðunnar eru umfangsmikil. Þá hefur einnig verið tekin ákvörðun um að breyta reikningsskilaaðferð vegna fjárfestingarfasteigna Haga, sem verða í ársuppgjörinu nú í fyrsta sinn færðar á gangvirði í stað afskrifaðs kostnaðarverðs. Af þessum sökum hefur vinna við endurskoðun og ársreikningsgerð verið umfangsmeiri og tímafrekari en gert var ráð fyrir.



Rafrænn kynningarfundur miðvikudaginn 16. apríl 2025

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn miðvikudaginn 16. apríl kl. 08:30. Þar munu Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna rekstur og afkomu félagsins, ásamt því að svara fyrirspurnum.

Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan útsendingu stendur á netfangið  og verður þeim svarað eins og kostur er í lok fundar.

Fundinum verður streymt og er skráning á streymið hér: .

Kynningargögn verða aðgengileg á heimasíðu Haga, , við upphaf fundar.



EN
09/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Fjárfestakynning vegna stjórnendauppgjörs 2024/25

Hagar hf.: Fjárfestakynning vegna stjórnendauppgjörs 2024/25 Meðfylgjandi er fjárfestakynning Haga á stjórnendauppgjöri ársins 2024/25 og uppgjöri 4. ársfjórðungs sem haldin verður rafrænt fyrir markaðsaðila og hluthafa kl. 8:30 í dag, miðvikudaginn 16. apríl 2025. Á fundinum munu Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna rekstur og afkomu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum. Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan á útsendingu stendur á netfangið og verður þeim svarað eins og kostur er í lok fundar. Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Stjórnendauppgjör Haga 2024/25 og uppgjör 4. ársfjórðungs

Hagar hf: Stjórnendauppgjör Haga 2024/25 og uppgjör 4. ársfjórðungs Sterkt rekstrarár og kjarnastarfsemi útvíkkuð til Færeyja Stjórnendauppgjör Haga fyrir rekstrarárið 2024/25 hefur verið yfirfarið af stjórn félagsins. Í því er m.a. að finna helstu upplýsingar um rekstur, efnahag og sjóðstreymi samstæðunnar. Stjórnendauppgjörið er ekki endurskoðað af endurskoðendum samstæðunnar og inniheldur ekki ófjárhagslegar upplýsingar. Endurskoðaður ársreikningur, ásamt ófjárhagslegum upplýsingum, verður birtur þann 30. apríl nk. og kann uppgjörið því að taka breytingum fram að þeim tíma. Gerð verður ...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Breyting á birtingu ársuppgjörs 2024/25

Hagar hf.: Breyting á birtingu ársuppgjörs 2024/25 Breyting á fyrirkomulagi birtingar ársuppgjörs 2024/25 Fyrirhuguð birting á ársuppgjöri Haga 2024/25 og uppgjöri 4. ársfjórðungs verður með breyttu sniði frá áður birtu fjárhagsdagatali. Þann 15. apríl nk. verður óendurskoðað stjórnendauppgjör samstæðunnar birt en birtingu endurskoðaðs ársreiknings, ásamt ófjárhagslegum upplýsingum, verður frestað til 30. apríl nk. Fjárfestakynning verður haldin í kjölfar birtingar stjórnendaupplýsinga, þann 16. apríl nk.  Ástæður þessarar breytingar eru einkum tvíþættar. Samruni Haga og samstæðu SMS í Fæ...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar Haga hf. 2025

Hagar hf.: Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar Haga hf. 2025 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025. Þeim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma skilaboðum á framfæri við nefndina í aðdraganda aðalfundar 2025 er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en 11. apríl nk. á netfangið . Þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en 25. apríl 2024 á netfangið . Nauðsynlegt er að frambjóðendur notist við framboðseyðublað s...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Fjárhagsdagatal fyrir rekstrarárið 2025/26

Hagar hf.: Fjárhagsdagatal fyrir rekstrarárið 2025/26 Hér á eftir má sjá áætlun Haga hf. um birtingu árs- og árshlutauppgjöra á rekstrarárinu 2025/26 ásamt aðalfundum félagsins. Athygli er vakin á að dagsetningu aðalfundar 2025 hefur verið breytt og verður hann haldinn þann 27. maí 2025 í stað 21. maí sem áður hafði verið auglýst. 4. ársfjórðungur 2024/25 (1. desember - 28. febrúar): 15. apríl 2025 Aðalfundur 2025: 27. maí 2025 _______________________________________________________ 1. ársfjórðungur 2025/26 (1. mars - 31. maí): 26. júní 2025 2. ársfjórðungur 2025/26 (1. júní - 31. á...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch