HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Breyting á framkvæmdastjórn

Hagar hf.: Breyting á framkvæmdastjórn

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, hefur óskað eftir því að láta af störfum frá og með næstu áramótum. Frosti kemur til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma.

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur við hlutverkinu um næstu áramót. Ingunn Svala hefur fjölþætta stjórnunarreynslu úr íslensku viðskiptalífi, en hún starfaði m.a. síðast sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan var hún framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga:

Frosti hefur á síðustu árum leitt Olís í gegnum umfangsmikið ferli breytinga og hagræðingar með það að leiðarljósi að efla þjónustu við viðskiptavini og búa félagið um leið undir möguleg áhrif orkuskipta á starfsemina. Áhrif þessarar vinnu eru nú að stórum hluta komin fram í rekstri Olís, sem hefur gengið vel á síðustu misserum og styrkt stöðu sína á eldsneytis- og þægindavörumarkaði.  Það hefur verið ánægjulegt að starfa með Frosta að umbreytingu Olís sem hefur sjaldan staðið betur. Fyrir hönd Olís og Haga þakka ég Frosta frábært starf í þágu félaganna síðustu ár og óska honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum.

Það er ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ingunnar Svölu Leifsdóttur í starf framkvæmdastjóra Olís frá næstu áramótum. Ingunn býr að víðtækri reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi sem ég er sannfærður um að muni nýtast vel til að fylgja eftir árangursríku umbótastarfi síðustu missera, í samstarfi við öflguna hóp starfsfólks Olís.  Það eru spennandi tímar framundan hjá Olís þar sem saman fer áframhaldandi aðlögun rekstrar að breyttum neysluvenjum á eldsneytismarkaði og uppbygging þjónustuframboðs á smásölu- og fyrirtækjamarkaði.  

Frosti Ólafsson:

Það hafa verið mikil forréttindi að starfa fyrir Olís undanfarin ár. Við höfum farið í gegnum verulegar skipulagsbreytingar og endurmörkun á félaginu. Vegferðin hefur gengið virkilega vel og þar ber fyrst og fremst að þakka því öfluga starfsfólki sem stendur að baki Olís. Mig langar til að þakka þessum frábæra hópi fyrir skemmtilegan tíma og hef um leið mikla trú á því að framhaldið sé í traustum höndum hjá Ingunni Svölu.                                                                             

Ingunn Svala Leifsdóttir:

Ég er mjög spennt fyrir þessu tækifæri, að taka við keflinu sem framkvæmdastjóri Olís. Ég veit að ég tek við góðu búi frá Frosta og frábæru teymi starfsfólks Olís, sem ég hlakka til að kynnast á næstunni. Það eru forréttindi að starfa hjá einni af sterkustu samstæðum landsins sem Hagar sannarlega eru og öllu því öfluga fólki sem þar starfar og ég fer með þakklæti og tilhlökkun inn í spennandi tíma sem framundan eru hjá félaginu.



EN
31/10/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Framboð til stjórnar á aðalfundi 27. maí 2025

Hagar hf.: Framboð til stjórnar á aðalfundi 27. maí 2025 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 og hefst hann kl. 15:00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Framboðsfrestur til stjórnar Haga hf. rann út þann 22. maí sl. Alls bárust fimm framboð til stjórnar félagsins, þar af fjögur frá núverandi stjórnarmönnum. Eftirtaldir einstaklingar hafa því gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Einar Örn Einarsson (f. 1977), framkvæmdastjóri ZócaloEiríkur S. Jóhannsson (f. 1968), forstjóri Kaldbaks ehf.Eva Bryndís Helgadóttir (f. 1972), lögmaður h...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. maí 2025

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. maí 2025 Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA251126. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 700 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,75% - 8,15%. Tilboðum að fjárhæð 620 m.kr. var tekið á 8,05% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 27. maí 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sími: 52...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaf...

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaflokka Meðfylgjandi má finna staðfestingu KPMG ehf. á skýrslum Haga hf. um fjárhagslegar kvaðir í tengslum við skuldabréfaútgáfu HAGA 021029, HAGA 120926 1 og HAGA161127. Útreikningar og staðfesting fjárhagslegra skilyrða skal fara fram í kjölfar birtingar hálfsárs- og ársreiknings félagsins. Ársuppgjör Haga var birt þann 30. apríl sl. Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum samræmist mati Haga hf. og voru skýrslur félagsins um fjárhagslegar kvaðir því staðfestar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdó...

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Hagar hf.: Útboð á víxlum 20. maí 2025

Leiðrétting: Hagar hf.: Útboð á víxlum 20. maí 2025 Rangur útboðsdagur var í texta upphaflegrar tilkynningar. Útboð víxlanna mun fara fram miðvikudaginn 21. maí 2025 í stað 20. maí líkt og fram kom í fyrri tilkynningu. Leiðrétta tilkynningu má finna hér að neðan. Hagar hf. efna til útboðs á víxlum miðvikudaginn 21. maí 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA251126. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vö...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 20. maí 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 20. maí 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum þriðjudaginn 20. maí 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA251126. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins ver...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch