HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Breyting á framkvæmdastjórn

Hagar hf.: Breyting á framkvæmdastjórn

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu frá og með næstu áramótum.  Gengið hefur verið frá samkomulagi þar að lútandi.  Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um næstu áramót.  



Finnur Oddsson, forstjóri Haga:

„Guðmundur Marteinsson á að baki afar farsælan feril hjá Bónus yfir tímabil sem spannar meira en þrjá áratugi.  Hann hefur gegnt nánast öllum störfum í Bónus, lengst af sem framkvæmdastjóri, eða frá árinu 1998.  Á þeim tíma hefur Bónus fest sig kyrfilega í sessi meðal landsmanna sem stærsta og öflugasta matvöruverslun landsins.

Það hefur verið bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að fá að starfa með Guðmundi undanfarin ár, en velgengni Bónus hefur ekki síst byggt á staðfestu hans við að tryggja íslenskum heimilum ávallt hagkvæmustu matvörukörfu landsins, sem hefur verið markmið félagsins frá stofnun.  Guðmundur skilur við Bónus sem leiðandi fyrirtæki í verslun á Íslandi, þar sem hagkvæmni í rekstri og hagur neytenda eru ávallt sett í fyrsta sætið. 

Guðmundar verður saknað sem leiðtoga og góðs félaga af samstarfsfólki hjá Bónus og í samstæðu Haga. Fyrir hönd Haga þakka ég honum mjög gott samstarf og mikilvægt framlag til íslensks samfélags í gegnum árin. Um leið óska ég honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á þessum tímamótum og góðu gengi í því sem hann mun taka sér fyrir hendur næst.

Björgvin Víkingsson mun taka við stjórnartaumunum sem framkvæmdastjóri Bónus á nýju ári.  Það er fengur af því að fá Björgvin í þetta mikilvæga hlutverk, en hann er okkur að góðu kunnur eftir að hafa starfað hjá Bónus frá vormánuðum þessa árs og kynnst starfsemi félagsins vel. Ég er sannfærður um að víðtæk reynsla Björgvins af innkaupum, vörustjórnun og forystu í umsvifamikilli starfsemi mun án efa nýtast vel í að efla starfsemi Bónus enn frekar og tryggja landsmönnum áfram hagkvæmasta kostinn á matvörumarkaði hérlendis.



Guðmundur Marteinsson:

„Tíma mínum hjá Bónus er nú að ljúka og það verður erfitt að kveðja þetta frábæra fyrirtæki eftir rúmlega þrjá áratugi. Ég er stoltur af því að hafa staðið vörð um þau gildi sem mér var trúað fyrir þegar ég tók við félaginu, þ.e.a.s. lágmarks álagningu og sama vöruverði í öllum verslunum Bónus um land allt. Það traust sem viðskiptavinir hafa sýnt Bónus frá upphafi hefur svo verið mér hvatning og stærsta umbun síðastliðin þrjátíu ár.

Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með frábæru starfsfólki og yfirmönnum, sem ég þakka mjög gott samstarf í gegnum tíðina. Að sama skapi er ég þakklátur fyrir samstarf við okkar öflugu birgja og aðra samstarfsaðila sem eiga hlut í velgengni Bónus. Síðast en ekki síst vil ég þakka Ingu Brynju konunni minni fyrir að hafa gert mér kleift að sinna þessari krefjandi vinnu í þennan langa tíma.“ 



Björgvin Víkingsson:

Á undanförnum mánuðum hef ég fengið að kynnast, og vinna með, gríðarlega skemmtilegu og öflugu fólki sem starfar hjá Bónus. Að fá svo tækifæri til þess að taka við keflinu af Guðmundi og halda áfram með það markmið Bónus að bjóða alltaf upp á ódýrustu matarkörfu landsins, tel ég vera mikil forréttindi. Ég þakka traustið sem mér er sýnt og fer fullur tilhlökkunar inn í þetta mikilvæga verkefni.



EN
27/09/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. ágúst 2025

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 21. ágúst 2025 Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA260226. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.040 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,90% - 8,15%. Tilboðum að fjárhæð 760 m.kr. var tekið á 8,04% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 27. ágúst 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sí...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við...

Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - vika 33 Í viku 33 keyptu Hagar hf. 916.000 eigin hluti að kaupverði kr. 97.656.000 eins og hér segir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti12/08/202510:34229.000107,50024.617.5009.304.86713/08/202511:27229.000106,00024.274.0009.533.86714/08/202511:2525.000106,0002.650.0009.558.86714/08/202513:37204.000106,50021.726.0009.762.86715/08/202511:51229.000106,50024.388.5009.991.867  916.000106,61197.656.0009.991.867 Er hér um að ræða tilkynningu um kaup félagsin...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum fimmtudaginn 21. ágúst 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA260226. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 12. ágúst 2025. Endurkaupin munu að hám...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsf...

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Hagar hf. ákváðu að taka tilboðum fyrir 1.000.000 hluti á genginu 103 í endurkaupum sem tilkynnt var um föstudaginn 27. júní 2025. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er miðvikudagurinn 2. júlí 2025. Endurkaupin eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tækn...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch