HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Endurúthlutun kaupréttar

Hagar hf.: Endurúthlutun kaupréttar

Þann 6. júlí 2021 var tilkynnt um úthlutun kauprétta hjá Högum til tiltekinna lykilstarfsmanna en úthlutunin byggði á skilmálum í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Haga þann 3. júní 2021.

Samkvæmt kaupréttarkerfinu er stjórn Haga heimilt að endurúthluta kaupréttum sem fallið hafa úr gildi fyrir ávinnsludag, t.d. vegna starfsloka. Á fundi stjórnar Haga þann 19. október sl. var ákveðið að endurúthluta kauprétti sem fallið hafði niður við starfslok Jóns Ólafs Halldórssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Olís, en hann lét af störfum í september sl.

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Hagar hafa veitt lykilstarfsmönnum er því óbreyttur, eða 11.806.246 hlutir sem nema um 1,0% hlutafjár í félaginu.

Meginefni kaupréttarsamningsins sem nú er gerður er með sömu skilmálum og fyrri samningar sem gerðir voru og tilkynnt var um þann 6. júlí 2021, byggt á samþykkt aðalfundar þann 3. júní, að undanskyldu nýtingarverði kaupréttarins sem nú er 63,5 kr. per hlut.  Miðað er við dagslokagengi hluta í Högum hf. eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum degi fyrir úthlutunardag (20. október 2021).

Kaupréttur sem nú er veittur er sem hér segir:

Nafn Staða Veittur kaupréttur Áður veittur kaupréttur Hlutafjár-

eign
Hlutafjáreign fjárhagslega tengds aðila
Frosti Ólafsson Framkvæmdastjóri Olís 850.000 0 0 0



Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga,



EN
21/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. nóvember 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. nóvember 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum miðvikudaginn 19. nóvember 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA260527. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður út...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaf...

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaflokka Meðfylgjandi má finna staðfestingu KPMG ehf. á skýrslum Haga hf. um fjárhagslegar kvaðir í tengslum við skuldabréfaútgáfu HAGA 021029, HAGA 120926 1 og HAGA161127. Útreikningar og staðfesting fjárhagslegra skilyrða skal fara fram í kjölfar birtingar hálfsárs- og ársreiknings félagsins. Hálfsársuppgjör Haga var birt þann 16. október sl. Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum samræmist mati Haga hf. og voru skýrslur félagsins um fjárhagslegar kvaðir því staðfestar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gu...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Fjárfestakynning 2F 2025/26

Hagar hf.: Fjárfestakynning 2F 2025/26 Meðfylgjandi er fjárfestakynning Haga á uppgjöri 2. ársfjórðungs 2025/26 sem haldin verður fyrir markaðsaðila og hluthafa kl. 8:30 í dag, föstudaginn 17. október 2025, á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Á fundinum munu Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna rekstur og afkomu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum. Fundinum verður einnig streymt og er skráning á hann hér: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Financial results for Q2 2025/26

Hagar hf: Financial results for Q2 2025/26 Strong performance and a new retail center in the Faroe Islands The interim financial statements of Hagar hf. for the second quarter of the 2025/26 financial year were approved by the company’s Board of Directors and CEO at a board meeting held on 16 October 2025. The statements cover the period from 1 March to 31 August 2025. The interim financial statements include the consolidated accounts of the company and its subsidiaries and have been prepared in accordance with International Financial Reporting Standards (IFRS). The statements have been re...

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Uppgjör Haga á 2. ársfjórðungi 2025/26

Hagar hf: Uppgjör Haga á 2. ársfjórðungi 2025/26 Sterkur rekstur og nýr verslunarkjarni í Færeyjum Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2025/26 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 16. október 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2025. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Helstu lykiltölur* Vörusala 2F nam 5...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch