Hagar hf.: Framboð til stjórnar á aðalfundi 27. maí 2025
Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 og hefst hann kl. 15:00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík.
Framboðsfrestur til stjórnar Haga hf. rann út þann 22. maí sl. Alls bárust fimm framboð til stjórnar félagsins, þar af fjögur frá núverandi stjórnarmönnum.
Eftirtaldir einstaklingar hafa því gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins.
- Einar Örn Einarsson (f. 1977), framkvæmdastjóri Zócalo
- Eiríkur S. Jóhannsson (f. 1968), forstjóri Kaldbaks ehf.
- Eva Bryndís Helgadóttir (f. 1972), lögmaður hjá LMG lögmönnum
- Jensína Kristín Böðvarsdóttir (f. 1969), framkvæmdastjóri Vinnvinn ehf.
- Sigríður Olgeirsdóttir (f. 1960), sjálfstætt starfandi
Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar sem birt var þann 6. maí 2025 og er hér meðfylgjandi.
Samkvæmt samþykktum Haga hf. eiga fimm sæti í stjórn félagsins og er því sjálfkjörið. Er það mat stjórnar að allir frambjóðendur séu óháðir félaginu, stjórnendum og stórum hluthöfum þess og að öll framboð séu gild sbr. 63. gr. a. í hlutafélagalögum nr. 2/1995.
Stjórn Haga hf.
Viðhengi
