HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Hagar undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags með Klasa ehf. og Reginn hf.

Hagar hf.: Hagar undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags með Klasa ehf. og Reginn hf.

Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. hafa í dag, 24. september 2021, undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags. Viljayfirlýsingin er gerð í tengslum við fyrirhuguð kaup Haga og Regins á nýju hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er áætlað að eignarhlutur hvers eiganda um sig, þ.e. Haga, Regins og KLS eignarhaldsfélags, núverandi eiganda Klasa, verði um 1/3 af útgefnu hlutafé.

Í eignasafni Haga liggja þróunareignir sem bjóða upp á margvísleg tækifæri til frekari verðmætasköpunar, en það er mat Haga að slíkt verði best gert með aðila sem býr að sérhæfðri reynslu og þekkingu á sviði fasteignaþróunar og uppbyggingar. Hagar hafa því, ásamt Reginn, ákveðið að ganga til samninga við núverandi eigendur Klasa um að ganga í eigendahóp félagsins og byggja upp öflugt fasteignaþróunarfélag sem býr að mikilli fagþekkingu.

Hagar og Reginn munu greiða fyrir eignarhlut sinn með þróunareignum. Á meðal eigna Haga sem um ræðir má nefna þróunarreit í Mjódd, þ.e. Álfabakka 7 og Stekkjarbakka 4-6, og á atvinnusvæði Sundahafnar, þ.e. Klettagarða 27. Samhliða fyrirhugaðri fjárfestingu Haga og Regins í fasteignaþróunarfélaginu Klasa mun Klasa verða skipt upp þannig að eldri verkefni Klasa, sem ekki teljast til þróunarverkefna, færast í annað félag sem stendur utan fyrirhugaðra viðskipta. Áætluð verðmæti undirliggjandi fjárfestingareigna Klasa eftir fyrirhuguð viðskipti verða um 15 ma.kr. Gert er ráð fyrir að eiginfjárhlutfall félagsins í upphafi verði um 70%.

Hagar hf. er samstæða fyrirtækja sem starfar á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði. Á meðal fyrirtækja Haga eru Bónus, Hagkaup og Olís. Hagar hafa lagt áherslu á að eignast fasteignir sem tengjast kjarnastarfsemi en auk þess hefur félagið eignast lóðir og fasteignir sem hentugar eru til frekari þróunar. Undanfarið ár hafa verið mótaðar áherslur í rekstri og stefnu félagsins til lengri tíma litið. Einblínt verður á kjarnastarfsemi og verður lögð áhersla á það sem félagið gerir best, annars vegar starfsemi á dagvörumarkaði og hins vegar á markaði með eldsneyti. Fasteignaþróun er hins vegar ekki hluti af kjarnastarfsemi Haga. Undirritun Haga á viljayfirlýsingu þessa er því í samræmi við nýmótaða stefnu félagsins og miðar að því að verðmætum eignum verði komið í farveg hjá aðilum sem hafa sérþekkingu og reynslu af uppbyggingu og þróun fasteigna. Þá er einnig gert ráð fyrir að þátttaka í uppbyggingu Klasa fasteignaþróunarfélags stuðli að því að markmið og skilyrði í samningum Haga og Olís við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva og fyrirhugaða uppbyggingu á þróunarreitum náist fyrr og á hagkvæmari hátt.

Fyrirhuguð viðskipti eru gerð m.a. með fyrirvörum um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Klasi ehf. er  þekkingarfyrirtæki í þróun fasteigna. Frá stofnun árið 2004 hefur félagið komið að fjölda viðamikilla fasteignaþróunar- og framkvæmdaverkefna með góðum árangri.

Reginn hf. er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði.

Ráðgjafi Haga hf. í viðskiptunum er Arctica Finance hf.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, .



EN
24/09/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaf...

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaflokka Meðfylgjandi má finna staðfestingu KPMG ehf. á skýrslum Haga hf. um fjárhagslegar kvaðir í tengslum við skuldabréfaútgáfu HAGA 021029, HAGA 120926 1 og HAGA161127. Útreikningar og staðfesting fjárhagslegra skilyrða skal fara fram í kjölfar birtingar hálfsárs- og ársreiknings félagsins. Hálfsársuppgjör Haga var birt þann 16. október sl. Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum samræmist mati Haga hf. og voru skýrslur félagsins um fjárhagslegar kvaðir því staðfestar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gu...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Fjárfestakynning 2F 2025/26

Hagar hf.: Fjárfestakynning 2F 2025/26 Meðfylgjandi er fjárfestakynning Haga á uppgjöri 2. ársfjórðungs 2025/26 sem haldin verður fyrir markaðsaðila og hluthafa kl. 8:30 í dag, föstudaginn 17. október 2025, á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Á fundinum munu Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna rekstur og afkomu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum. Fundinum verður einnig streymt og er skráning á hann hér: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Financial results for Q2 2025/26

Hagar hf: Financial results for Q2 2025/26 Strong performance and a new retail center in the Faroe Islands The interim financial statements of Hagar hf. for the second quarter of the 2025/26 financial year were approved by the company’s Board of Directors and CEO at a board meeting held on 16 October 2025. The statements cover the period from 1 March to 31 August 2025. The interim financial statements include the consolidated accounts of the company and its subsidiaries and have been prepared in accordance with International Financial Reporting Standards (IFRS). The statements have been re...

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Uppgjör Haga á 2. ársfjórðungi 2025/26

Hagar hf: Uppgjör Haga á 2. ársfjórðungi 2025/26 Sterkur rekstur og nýr verslunarkjarni í Færeyjum Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2025/26 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 16. október 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2025. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Helstu lykiltölur* Vörusala 2F nam 5...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Breyting á viðskiptavakt

Hagar hf.: Breyting á viðskiptavakt Hagar hf. og Arion banki hf. hafa gert með sér samning um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Samningi Haga hf. um viðskiptavakt við Kviku banka hf. hefur samhliða verið sagt upp. Arion banki skuldbindur sig til að leggja fram, á hverjum viðskiptadegi Kauphallarinnar, bæði reglubundin og fyrirsjáanleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, bæði áður en aðalmarkaður opnar og á meðan viðskipti eiga sér stað. Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 200.000 hlutir í félaginu á gengi sem Arion banki...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch