HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Kaup Haga á hlutafé í Klasa ehf. – Samruninn kominn til framkvæmda

Hagar hf.: Kaup Haga á hlutafé í Klasa ehf. – Samruninn kominn til framkvæmda

Þann 3. desember 2021 var tilkynnt um undirritun samnings Haga hf., Regins hf. og KLS eignarhaldsfélags ehf. um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. Samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins en þann 10. júní 2022 var undirrituð sátt á milli Haga hf. og Samkeppniseftirlitsins um skilyrði fyrir kaupunum.

Það tilkynnist hér með að samruninn er nú kominn til framkvæmda. Fjárhagsleg áhrif viðskiptanna munu því koma fram á 2. ársfjórðungi 2022/23 en áætluð áhrif vegna söluhagnaðar eigna á EBITDA Haga eru um 940 millj. kr. og áhrif á hagnað félagsins eftir skatta eru um 750 millj. kr.

Áður útgefin afkomuspá félagsins fyrir rekstrarárið 2022/23, þ.e. EBITDA 10.200-10.700 millj. kr., er án áhrifa vegna viðskipta með Klasa.

Frekari upplýsingar um viðskiptin má finna í Kauphallartilkynningu Haga frá 3. desember 2021.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, .



EN
31/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 19. nóvember 2025

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 19. nóvember 2025 Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA260527. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.240 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,65% - 7,90%. Tilboðum að fjárhæð 400 m.kr. var tekið á 7,80 % flötum vöxtum. Útgáfudagur og uppgjör viðskipta er 26. nóvember 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki h...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. nóvember 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. nóvember 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum miðvikudaginn 19. nóvember 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA260527. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður út...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaf...

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaflokka Meðfylgjandi má finna staðfestingu KPMG ehf. á skýrslum Haga hf. um fjárhagslegar kvaðir í tengslum við skuldabréfaútgáfu HAGA 021029, HAGA 120926 1 og HAGA161127. Útreikningar og staðfesting fjárhagslegra skilyrða skal fara fram í kjölfar birtingar hálfsárs- og ársreiknings félagsins. Hálfsársuppgjör Haga var birt þann 16. október sl. Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum samræmist mati Haga hf. og voru skýrslur félagsins um fjárhagslegar kvaðir því staðfestar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gu...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Fjárfestakynning 2F 2025/26

Hagar hf.: Fjárfestakynning 2F 2025/26 Meðfylgjandi er fjárfestakynning Haga á uppgjöri 2. ársfjórðungs 2025/26 sem haldin verður fyrir markaðsaðila og hluthafa kl. 8:30 í dag, föstudaginn 17. október 2025, á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Á fundinum munu Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna rekstur og afkomu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum. Fundinum verður einnig streymt og er skráning á hann hér: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Uppgjör Haga á 2. ársfjórðungi 2025/26

Hagar hf: Uppgjör Haga á 2. ársfjórðungi 2025/26 Sterkur rekstur og nýr verslunarkjarni í Færeyjum Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2025/26 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 16. október 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2025. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Helstu lykiltölur* Vörusala 2F nam 5...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch