HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Ársreikningur Haga 2024/25

Hagar hf.: Ársreikningur Haga 2024/25

Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2024/25 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 30. apríl 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 28. febrúar 2025. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og viðeigandi ákvæði laga um ársreikninga. Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.

Hagar birtu óendurskoðað stjórnendauppgjör samstæðunnar vegna rekstrarársins 2024/25 og 4. ársfjórðungs þann 15. apríl 2025. Engin frávik eru í endurskoðuðum ársreikningi frá þeim uppgjörsgögnum sem þegar hafa verið birt. Að öðru leyti en hér kemur fram vísast í félagsins frá 15. apríl sl.



Helstu lykiltölur

  • Vörusala ársins nam 180.342 m.kr. sem er 4,1% vöxtur frá 2023/24 þegar vörusala nam 173.270 m.kr.
  • Framlegð ársins nam 41.104 m.kr. og framlegðarhlutfall var 22,8%. Framlegð fyrra árs nam 35.989 m.kr. og framlegðarhlutfall var 20,8%.
  • Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu nam 14.738 m.kr. eða 8,2% af veltu til samanburðar við 13.063 m.kr. á fyrra ári og 7,5% af veltu.
  • Hagnaður ársins nam 7.030 m.kr. eða 3,9% af veltu. Hagnaður fyrra árs nam 5.044 m.kr. og 2,9% af veltu.
  • Heildarafkoma ársins nam 10.699 m.kr., en endurmat vegna fasteigna, fært á eigið fé, nam 3.677 m.kr. og neikvæður þýðingarmunur var 8 m.kr. Heildarafkoma fyrra árs nam 5.044 m.kr.
  • Grunnhagnaður á hlut á árinu var 6,47 kr. til samanburðar við 4,59 kr. á fyrra ári. Þynntur hagnaður á hlut var 6,30 kr. til samanburðar 4,51 kr. á fyrra ári.
  • Eigið fé nam 38.489 m.kr. í lok árs og eiginfjárhlutfall var 36,6%. Í árslok 2023/24 var eigið fé 28.954 m.kr. og 37,0% eiginfjárhlutfall.
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2024/25 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 14.000-14.500 m.kr.
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2025/26 gerir ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 16.000-16.500 m.kr.



Aðalfundur 2025 og arðgreiðslutillaga

Aðalfundur Haga verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík og hefst hann kl. 15:00.

Stjórn Haga mun leggja til á aðalfundi félagsins að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2025 sem  nemur 50,0% af hagnaði ársins eftir skatta, án áhrifa af matsbreytingum og afkomu hlutdeildarfélaga. Arðgreiðslutillagan nemur samtals 2.504 millj. kr. eða um 2,3 kr. arður á hlut útistandandi hlutafjár.



Um Haga

Hagar er leiðandi verslunarfyrirtæki með fjölbreytta starfsemi á Íslandi, í Færeyjum og í Hollandi, einkum á dagvöru- og eldsneytismarkaði. Á Íslandi starfrækja Hagar 40 dagvöruverslanir, 22 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvö vöruhús, eina framleiðslustöð, eina netverslun með matarpakka, eina birgðaverslun og eina sérvöruverslun. Kjarnastarfsemi Haga á Íslandi er á sviði dagvöru og tengdra vöruhúsa, auk eldsneytissölu. Í Færeyjum starfrækja Hagar verslunarfélagið SMS sem er leiðandi á færeyska markaðinum en SMS rekur m.a. 13 dagvöruverslanir, sex veitingastaði og þrjár sérvöruverslanir. Í Hollandi starfrækja Hagar eina netverslun með áfengi.



Nánari upplýsingar veita Finnur Oddsson, forstjóri félagsins (), og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs (), í síma 530-5500 eða tölvupósti.

Viðhengi



EN
30/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 19. nóvember 2025

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 19. nóvember 2025 Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA260527. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.240 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 7,65% - 7,90%. Tilboðum að fjárhæð 400 m.kr. var tekið á 7,80 % flötum vöxtum. Útgáfudagur og uppgjör viðskipta er 26. nóvember 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki h...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. nóvember 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. nóvember 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum miðvikudaginn 19. nóvember 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA260527. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður út...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaf...

Hagar hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaflokka Meðfylgjandi má finna staðfestingu KPMG ehf. á skýrslum Haga hf. um fjárhagslegar kvaðir í tengslum við skuldabréfaútgáfu HAGA 021029, HAGA 120926 1 og HAGA161127. Útreikningar og staðfesting fjárhagslegra skilyrða skal fara fram í kjölfar birtingar hálfsárs- og ársreiknings félagsins. Hálfsársuppgjör Haga var birt þann 16. október sl. Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum samræmist mati Haga hf. og voru skýrslur félagsins um fjárhagslegar kvaðir því staðfestar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gu...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Fjárfestakynning 2F 2025/26

Hagar hf.: Fjárfestakynning 2F 2025/26 Meðfylgjandi er fjárfestakynning Haga á uppgjöri 2. ársfjórðungs 2025/26 sem haldin verður fyrir markaðsaðila og hluthafa kl. 8:30 í dag, föstudaginn 17. október 2025, á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík. Á fundinum munu Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna rekstur og afkomu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum. Fundinum verður einnig streymt og er skráning á hann hér: Viðhengi

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Financial results for Q2 2025/26

Hagar hf: Financial results for Q2 2025/26 Strong performance and a new retail center in the Faroe Islands The interim financial statements of Hagar hf. for the second quarter of the 2025/26 financial year were approved by the company’s Board of Directors and CEO at a board meeting held on 16 October 2025. The statements cover the period from 1 March to 31 August 2025. The interim financial statements include the consolidated accounts of the company and its subsidiaries and have been prepared in accordance with International Financial Reporting Standards (IFRS). The statements have been re...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch