HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. febrúar 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. febrúar 2025

Hagar hf. efna til útboðs á víxlum miðvikudaginn 19. febrúar 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA250827.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Útboðið er undanþegið gerð lýsingar á grundvelli c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu víxlaflokksins og töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll verða birt á vefsíðu félagsins: 

Skila skal inn tilboðum á netfangið fyrir klukkan 17:00 miðvikudaginn 19. febrúar 2025. Uppgjör viðskipta fer fram miðvikudaginn 26. febrúar 2025.



Nánari upplýsingar veita:

Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sími: 522-4000,

Arnar Geir Sæmundsson, Fossar fjárfestingarbanki hf.,

Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga hf.,      



EN
12/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar Haga hf. 2025

Hagar hf.: Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar Haga hf. 2025 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2025. Þeim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma skilaboðum á framfæri við nefndina í aðdraganda aðalfundar 2025 er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en 11. apríl nk. á netfangið . Þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en 25. apríl 2024 á netfangið . Nauðsynlegt er að frambjóðendur notist við framboðseyðublað s...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Fjárhagsdagatal fyrir rekstrarárið 2025/26

Hagar hf.: Fjárhagsdagatal fyrir rekstrarárið 2025/26 Hér á eftir má sjá áætlun Haga hf. um birtingu árs- og árshlutauppgjöra á rekstrarárinu 2025/26 ásamt aðalfundum félagsins. Athygli er vakin á að dagsetningu aðalfundar 2025 hefur verið breytt og verður hann haldinn þann 27. maí 2025 í stað 21. maí sem áður hafði verið auglýst. 4. ársfjórðungur 2024/25 (1. desember - 28. febrúar): 15. apríl 2025 Aðalfundur 2025: 27. maí 2025 _______________________________________________________ 1. ársfjórðungur 2025/26 (1. mars - 31. maí): 26. júní 2025 2. ársfjórðungur 2025/26 (1. júní - 31. á...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 19. febrúar 2025

Hagar hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 19. febrúar 2025 Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA250827. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 1.340 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 8,00% - 8,55%. Tilboðum að fjárhæð 800 m.kr. var tekið á 8,36% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 26. febrúar 2025. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar veita: Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf....

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. febrúar 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 19. febrúar 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum miðvikudaginn 19. febrúar 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA250827. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útbo...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Birting grunnlýsingar

Hagar hf.: Birting grunnlýsingar Hagar hf., kt. 670203-2120, Holtavegi 10, 104 Reykjavík hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma víxla og skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 11. febrúar 2025 og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins . Nánari upplýsingar um Haga hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu og á vefsíðu félagsins. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar. Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá grunnlýs...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch