HAGA Hagar HF

Hagar hf: Uppgjör Haga á 3. ársfjórðungi 2024/25

Hagar hf: Uppgjör Haga á 3. ársfjórðungi 2024/25

Rekstur gengur vel og starfsemi útvíkkuð til Færeyja

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2024/25 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 16. janúar 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember 2024. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.



Helstu lykiltölur

  • Vörusala 3F nam 43.659 m.kr. (0,1% samdráttur frá 3F 2023/24). Vörusala 9M nam 134.305 m.kr. (2,9% vöxtur frá 9M 2023/24). [3F 2023/24: 43.683 m.kr., 9M 2023/24: 130.482 m.kr.]
  • Framlegð 3F nam 9.885 m.kr. (22,6%) og 29.596 m.kr. (22,0%) fyrir 9M. [3F 2023/24: 9.062 m.kr. (20,7%), 9M 2023/24: 27.037 m.kr. (20,7%)]
  • Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 3F nam 3.653 m.kr. eða 8,4% af veltu. EBITDA 9M nam 10.881 m.kr. eða 8,1% af veltu. [3F 2023/24: 3.230 m.kr. (7,4%), 9M 2023/24: 10.223 m.kr. (7,8%)]
  • Hagnaður 3F nam 1.391 m.kr. eða 3,2% af veltu. Hagnaður 9M nam 3.964 m.kr. eða 3,0% af veltu. [3F 2023/24: 1.116 m.kr. (2,6%), 9M 2023/24: 3.853 m.kr. (3,0%)]
  • Grunnhagnaður á hlut 3F var 1,29 kr. og 3,66 kr. fyrir 9M. [2F 2023/24: 1,03 kr., 9M 2023/24: 3,50 kr.]. Þynntur hagnaður á hlut 3F var 1,26 kr. og 3,59 kr. fyrir 9M. [3F 2023/24: 1,01 kr., 9M 2023/24: 3,43 kr.]
  • Eigið fé nam 29.669 m.kr. í lok tímabils og eiginfjárhlutfall 35,4%. [Árslok 2023/24: 28.188 m.kr. og 36,5%]
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2024/25 gerir ráð fyrir að EBITDA verði 14.000-14.500 m.kr. Afkomuspáin var hækkuð samhliða tilkynningu um kaup félagsins á SMS í Færeyjum í lok 3F.



Helstu fréttir af starfsemi

  • Almennt gekk rekstur á þriðja ársfjórðungi vel, vörusala var á pari við fyrra ár og afkoma í samræmi við áætlanir. Vörusala starfsþáttar verslana og vöruhúsa jókst en samdráttur var hjá Olís.
  • Framlegð í krónum talið jókst um 9,1% milli ára og framlegðarhlutfallið jókst um 1,9%-stig, úr 20,7% í 22,6%. Framlegð styrktist bæði í dagvöru- og eldsneytishluta samstæðunnar.
  • Afkoma styrktist m.v. fyrra ár, en EBITDA jókst um 13,1% milli ára og hagnaður um 24,6%. EBITDA-hlutfall eykst um 1,0%-stig milli ára.
  • Á 3F fjölgaði heimsóknum viðskiptavina í dagvöruverslun um 1,3% á milli ára á meðan seldum stykkjum fækkaði um 1,6%, m.a. vegna breyttrar samsetningar vörukaupa.
  • Seldum eldsneytislítrum fækkaði um 2,6% á fjórðungnum – aukning var á smásölusviði á fjórðungnum en samdráttur hjá stórnotendum í samanburði við sterkt ár á undan.
  • Í lok 3F gengu Hagar frá samningi um kaup á öllu hlutafé P/F SMS í Færeyjum – SMS er leiðandi verslunarfélag með umfangsmikla starfsemi á sviði dagvöruverslunar, rekstri veitingastaða, framleiðslu og fasteigna.
  • Rétt eftir lok ársfjórðungs, þann 3. desember sl., var tilkynnt að óskuldbindandi tilboð hafi borist í Olíudreifingu og ákveðið að bjóða þremur aðilum áfram í söluferlinu.
  • Í samræmi við samþykkt hluthafafundar þann 30. ágúst sl. var þann 15. nóvember úthlutað kaupréttum til lykilstjórnenda fyrir samtals 3,25 millj. hlutum í félaginu, eða sem samsvarar 0,29% af hlutafé.



Finnur Oddsson, forstjóri:

Rekstur Haga hf. á þriðja ársfjórðungi rekstrarársins 2024/25 gekk vel. Vörusala samstæðu var á pari við fyrra ár, 43,7 ma. kr., en afkoma styrktist á fjórðungnum, EBITDA nam 3.653 m.kr. og hagnaður 1.391 m.kr., hvoru tveggja umtalsverð aukning frá fyrra ári.

Starfsemi Haga gekk ágætlega á öllum sviðum, en bætta afkomu á milli ára má að töluverðu leyti rekja til sterkari rekstrar hjá Olís. Tekjur Olís námu ríflega 12,7 ma. kr. og drógust saman á milli tímabila. Afkoma var engu að síður góð og umfram væntingar. Samdrátt í tekjum má að mestu rekja til mikillar lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu á milli ára. Sala í lítrum dróst lítillega saman, einkum vegna minni umsvifa hjá stórnotendum, en á móti var töluverð aukning á smásölumarkaði. Viðskiptavinir taka auknu þjónustu- og vöruframboði vel en töluverð aukin sala var í þurrvöru og veitingum, m.a. hjá Grill 66 og Lemon Mini. Áfram er unnið að því að þróa þjónustu stöðva, en því tengt verða nýjar þvottastöðvar Olís opnaðar á árinu 2025 undir vörumerkinu Glans. Söluferli ODR gengur samkvæmt áætlun, en í framhaldi af óskuldbindandi tilboðum hefur þremur aðilum verið boðið að halda áfram í söluferlinu.

Tekjur tengdar verslunum og vörhúsum, þ.e. Bónus, Hagkaup, Eldum rétt, Aðföng, Bananar, Zara og Stórkaup, voru ríflega 31,5 ma. kr. og jukust um 4,2% miðað við sama fjórðung á fyrra ári. Heimsóknum viðskiptavina í dagvöruverslun fjölgar áfram en seldum stykkjum fækkaði lítillega. Hér spilar m.a. inn í breytt samsetning vörukaupa, en ekki síður aukið framboð af stærri og hagkvæmari sölueiningum sem mælst hafa vel fyrir hjá viðskiptavinum en torvelda aðeins samanburð á seldum stykkjum. Hjá Bónus er áfram unnið að því að auðvelda viðskiptavinum hagkvæm matvöruinnkaup, m.a. með aukinni þjónustu en nú er Gripið & Greitt sjálfskönnun í boði í 11 verslunum og hentar vel þegar mikið er verslað.  Þá hefur sérstök áhersla á umbætur í framsetningu og meðhöndlun ávaxta og grænmetis skilað sér í meiri ferskleika, betra úrvali, gæðum og aukinni sölu. Tekjur hjá Hagkaup jukust lítillega, en félagið hefur að undanförnu kappkostað að efla þjónustu við viðskiptavini á margvíslegan hátt. Í samstarfi við Þjóðskrá geta landsmenn nú sótt vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaups í Skeifunni, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Mikil aukning varð í netverslun Hagkaups, m.a. vegna vel heppnaðra tilboðsdaga í nóvember. Veigar opnaði netverslun með áfengi í september, þar sem Hagkaup sinnir þjónustuhlutverki við félagið en viðskiptavinir geta sótt pantanir í Hagkaup Skeifu, fengið sent í aðrar Hagkaupsverslanir, þjónustustöðvar Olís eða afhendingarstaði Dropp. Rekstur Eldum rétt heldur áfram að styrkjast, enda eftirspurn mikil og hafa stjórnendur náð góðum árangri í framleiðslu með sjálfvirkni- og vélvæðingu. Starfsemi annara eininga, þ.e. Aðfanga, Banana, Stórkaups og Zara gekk vel og hefur afkoma heilt yfir heldur styrkst á milli ára.   

Stóru tíðindi fjórðungsins voru að undir lok hans var gengið frá samningi um kaup Haga á öllu hlutafé í færeyska verslunarfélaginu P/F SMS, sem m.a. rekur 13 verslanir í eyjunum, veitingastaði, kjötvinnslu, verksmiðjubakarí, líkamsræktarstöðvar og verslunarmiðstöð. Að auki á félagið fasteignasafn sem telur ríflega 11.000 m2, sem bætist við stórt fasteignasafn Haga sem nú telur vel yfir 60 þúsund m2. Kaupin á SMS eru í samræmi við markmið okkar og stefnu um að horfa til nýrra tækifæra til að efla starfsemi, bæði tengt kjarnastarfsemi og nýjum tekjustraumum. Með kaupunum rennum við nýrri stoð undir rekstur Haga og styrkjum félagið á sviði dagvöruverslunar, með auknum umsvifum og tækifærum sem felast í því að efla þjónustu Haga á Íslandi og SMS í Færeyjum. Sérstaklega verður horft til tækifæra sem felast í að bæta vöruframboð, kostnaðarsamlegð og fjármögnun, en við hlökkum til að vinna að þessum verkefnum með nýjum kollegum okkar í Færeyjum. 

Heilt yfir erum við sátt við rekstur samstæðunnar á fjórðungnum og rekstrarárinu og ánægð með stefnumótandi skref sem felast í kaupum á SMS í Færeyjum. Við höfum allt þetta ár beitt okkur af einurð gegn stöðugum verðhækkunum á aðföngum til dagvöruverslunar og þannig lagt okkar af mörkum til að stuðla að hjöðnun matarverðbólgu á síðasta ári. Þetta verður áfram áberandi áhersla í okkar starfi, en til skemmri tíma höfum við enn nokkrar áhyggjur af þróun á verði aðfanga frá birgjum. Þar treystum við sem fyrr á gott samstarf við heildsala og framleiðendur, að hófs sé gætt í verðhækkunum, svo treysta megi stöðugleika verðlags sem er enn eitt stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja í landinu.

Staða Haga er heilt yfir góð og hefur styrkst með tilkomu nýrrar og öflugrar rekstrareiningar í SMS í Færeyjum. Fjárhagur er traustur, staða helstu rekstrareininga er sterk og augljós ný tækifæri til að efla rekstur hafa orðið til með tilkomu SMS. Horfur í rekstri eru góðar.



Rafrænn kynningarfundur föstudaginn 17. janúar 2025

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn föstudaginn 17. janúar kl. 08:30, þar sem Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna rekstur og afkomu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum.

Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan á útsendingu stendur á netfangið og verður þeim svarað eins og kostur er í lok fundar.

Fundinum verður streymt og er skráning á fundinn hér:

Kynningargögn verða aðgengileg á heimasíðu Haga, , við upphaf fundar.



Nánari upplýsingar veita Finnur Oddsson, forstjóri félagsins (), og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs (), í síma 530-5500 eða tölvupósti.

Viðhengi



EN
16/01/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsf...

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Hagar hf. ákváðu að taka tilboðum fyrir 1.000.000 hluti á genginu 103 í endurkaupum sem tilkynnt var um föstudaginn 27. júní 2025. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er miðvikudagurinn 2. júlí 2025. Endurkaupin eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tækn...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyr...

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum, frá samþykkt, hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupin munu að hám...

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Uppgjör Haga á 1. ársfjórðungi 2025/26

Hagar hf: Uppgjör Haga á 1. ársfjórðungi 2025/26 Bætt afkoma og sterk byrjun á rekstrarárinu Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2025/26 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 26. júní 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2025. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Helstu lykiltölur* Vö...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025/26

Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 1. ársfjórðungs 2025/26 Hagar hf. birta uppgjör 1. ársfjórðungs, þ.e. fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2025, eftir lokun markaða, fimmtudaginn 26. júní nk. Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn sama dag, þann 26. júní kl. 16:00 þar sem Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna rekstur og afkomu félagsins, ásamt því að svara fyrirspurnum. Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan á útsendingu stendur á netfangið og verður þeim svarað ein...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar hf. 27. maí 2025

Hagar hf.: Niðurstöður aðalfundar hf. 27. maí 2025 Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík þann 27. maí 2025. Fundurinn hófst kl. 15:00. Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi: Ársreikningur (dagskrárliður 2) Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, var lagður fram og samþykktur samhljóða. Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3) Tillaga stjórnar Haga hf. um greiðslu arðs sem nemur 50,0% hagnaðar ársins, án áhrifa matsbreytinga og afkomu hlutdeildarfélaga, eða 2,28 krónur á hlu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch