Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 3. ársfjórðungs 2025/26
Hagar hf. birta uppgjör 3. ársfjórðungs, þ.e. fyrir tímabilið 1. september til 30. nóvember 2025, eftir lokun markaða, fimmtudaginn 15. janúar nk.
Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í Reykjavík, föstudaginn 16. janúar kl. 08:30. Þar munu Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna rekstur og afkomu félagsins, ásamt því að svara fyrirspurnum.
Fundinum verður auk þess streymt og er skráning á streymið hér: .
Kynningargögn verða aðgengileg á íslensku á heimasíðu Haga, , við upphaf fundar. Kynningargögn verða aðgengileg á ensku eigi síðar en 19. janúar nk.
