HAGA Hagar HF

Hagar hf.: Vörusala á 2F jókst um 24,4%

Hagar hf.: Vörusala á 2F jókst um 24,4%

Uppgjör Haga hf. á 2. ársfjórðungi 2022/23

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2022/23 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 19. október 2022. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2022. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.



Helstu lykiltölur:

  • Vörusala 2F nam 43.399 m.kr. (24,4% vöxtur frá 2F 2021/22). Vörusala 6M nam 81.612 m.kr. (22,0% vöxtur frá 6M 2021/22). [2F 2021/22: 34.885 m.kr., 6M 2021/22: 66.919 m.kr.]
  • Framlegð 2F nam 8.383 m.kr. (19,3%) og 15.947 m.kr. (19,5%) fyrir 6M. [2F 2021/22: 7.384 m.kr. (21,2%), 6M 2021/22: 14.233 m.kr. (21,3%)]
  • Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 2F nam 4.369 m.kr. eða 10,1% af veltu. EBITDA 6M nam 7.037 m.kr. eða 8,6% af veltu. [2F 2021/22: 3.263 m.kr. (9,4%), 6M 2021/22: 5.541 m.kr. (8,3%)]
  • Hagnaður 2F nam 2.378 m.kr. eða 5,5% af veltu. Hagnaður 6M nam 3.304 m.kr. eða 4,0% af veltu. [2F 2021/22: 1.709 m.kr. (4,9%), 6M 2021/22: 2.436 m.kr. (3,6%)]
  • Grunnhagnaður á hlut 2F var 2,10 kr. og 2,92 kr. fyrir 6M. [2F 2021/22: 1,48 kr., 6M 2021/22: 2,11 kr.]. Þynntur hagnaður á hlut 2F var 2,03 kr. og 2,84 kr. fyrir 6M. [2F 2021/22: 1,47 kr., 6M 2021/22: 2,10 kr.]
  • Eigið fé nam 26.786 m.kr. í lok tímabils og eiginfjárhlutfall 38,2%. [Árslok 2021/22: 26.726 m.kr. og 41,0%]
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2022/23 gerir ráð fyrir að EBITDA verði 10.200-10.700 m.kr., án áhrifa vegna viðskipta með Klasa. Áhrif viðskiptanna á EBITDA félagsins eru um 966 m.kr.



Helstu fréttir af starfsemi:

  • Mikil veltuaukning (24,4%) á ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra og heildarhagnaður eykst töluvert, einkum vegna áhrifa af viðskiptum við Klasa.
  • Seldum stykkjum í dagvöruverslunum á 2F fjölgar um 6,2% milli ára og heimsóknum viðskiptavina fjölgar um 12,3% í samanburði við fyrra ár. Seldum eldsneytis­lítrum á 2F fækkar um 0,9%. 
  • Framlegð í krónum talið eykst um 13,5% milli ára en framlegðarhlutfallið lækkar um 1,9%-stig, einkum vegna hærra heimsmarkaðsverðs olíu samanborið við fyrra ár.
  • Hagar leggja allt í sölurnar til að sporna við hækkandi vöruverði og bjóða viðskiptavinum vörur og þjónustu á sem hagkvæmasta verði. Þannig leggja Hagar sitt af mörkum til að halda aftur af verðbólgu.  
  • Í júní 2022 undirrituðu Hagar sátt við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa félagsins á nýju hlutafé í Klasa ehf. Viðskiptin komu til framkvæmda í lok 2. ársfjórðungs og nema áhrif hans 966 m.kr. á EBITDA á fjórðungnum.
  • Mjöll-Frigg ehf. var selt úr samstæðunni í ágúst. Áhrif viðskiptanna á EBITDA voru neikvæð um 84 m.kr.
  • Þann 17. október samþykkti Samkeppnis­eftirlitið kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. Gert er ráð fyrir að Hagar taki við rekstri félagsins þann 31. október nk.



Finnur Oddsson, forstjóri:

Rekstur Haga á öðrum fjórðungi rekstrarársins 2022/23 gekk ágætlega. Vörusala jókst um ríflega 24% miðað við sama tímabil á fyrra ári og nam 43,4 ma. kr. Afkoma á fjórðungnum batnaði á milli ára, m.a. vegna einskiptisliða, en EBITDA nam 4,4 ma. kr. og hagnaður 2.378 m.kr. Við erum heilt yfir ánægð með starfsemi félagsins á fyrri helming rekstrarárs, einkum kröftuga tekjuaukningu og að mikilvægum áföngum hafi verið náð sem munu styrkja félagið til framtíðar.

Stríðsátök í austurhluta Evrópu og órói á hráefnis- og orkumörkuðum halda áfram að hafa veruleg áhrif á alla starfsemi félagsins. Hækkanir og sveiflur í verði aðfanga til starfsemi Haga voru því áfram eitt helsta viðfangsefni stjórnenda félagsins, sem hafa lagt sérstaka áherslu á að tryggja vöruúrval en sporna um leið gegn hækkandi vöruverði og verðbólgu með hagkvæmni í innkaupum og rekstri. Hækkandi verð aðfanga skýrir að nokkru leyti tekjuvöxt á milli fjórðunga, en helstu skýringar á bættri afkomu á fjórðungnum eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi skilaði Olís töluvert betri afkomu en í fyrra, en þar hefur raungerst ávinningur hagræðingar í rekstri félagsins á síðustu misserum, áhrif fjölgunar erlendra ferðamanna og aukinna umsvifa hjá stórnotendum, einkum í útgerð og ferðaþjónustu. Í öðru lagi, þá féll til á fjórðungnum hagnaður vegna sölu á eignum vegna kaupa Haga á 1/3 hlutafjár í Klasa ehf., en áhrif á EBITDA samstæðu eru jákvæð um 966 m.kr. Að lokum, þá hafa nýjar stefnuáherslur og almennar hagræðingaraðgerðir síðustu misseri skilað bata í rekstri þvert á samstæðuna.

Áfram er kröftugur vöxtur í sölu á dagvöru hjá samstæðunni, um 12%, sem er töluvert meiri vöxtur en á fyrsta fjórðungi rekstrarársins. Þessa tekjuaukningu má að hluta rekja til þess að fleiri viðskiptavinir sækja í verslanir Haga, 12% aukning í það heila, og að seldum stykkjum fjölgaði um 6%. Við sjáum það sérstaklega að viðskiptavinum Bónus fjölgar ört, enda hefur þeim sem sækja í hagkvæmasta verslunarkostinn fjölgað jafnt og þétt síðustu mánuði. Tekjuaukningu má svo einnig rekja til hækkandi verðs aðfanga frá heildsölum og framleiðendum sem leiðir til hærra vöruverðs í verslunum Haga. Afkoma í dagvörusölu á fjórðungnum var svipuð á milli ára.

Á fjórðungnum voru tekin mikilvæg skref í samræmi við stefnumótandi áherslur Haga síðustu misseri. Þar ber hæst að gengið var frá kaupum á hlutafé í Klasa ehf., en eignarhald og samstarf um félagið hefur það að markmiði að hraða og auka hagkvæmni uppbyggingar á þróunareignum Haga en gera starfsemi Haga um leið hnitmiðaðri. Klasi er eftir viðskiptin eitt öflugasta þróunarfélag landsins en meðal eigna eru þróunarlóðir á höfuðborgarsvæðinu með áætlað byggingarmagn um 280 þúsund fermetra. Í október heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. Kaupin eru liður í því hvernig Hagar og dótturfélög munu bregðast við breyttum neysluvenjum og aukinni áherslu á hollar en einfaldar lausnir sem spara tíma og draga úr matarsóun. Fleiri afurðir stafrænnar vegferðar hjá Högum litu dagsins ljós, en ný netverslun Hagkaups með leikföng fór í loftið í vikunni. Vinna við önnur stafræn verkefni gengur vel og miðar að því að tryggja enn betur grunnrekstur upplýsingakerfa þvert á samstæðu Haga en um leið efla þjónustu við viðskiptavini. Vel hefur gengið að uppfæra ásýnd og þjónustuframboð hjá fyrirtækjum Haga síðustu mánuði. Lengri opnunartíma í stærstum hluta verslana Bónus hefur verið afar vel tekið og það sama má segja um uppfært útlit og vöruframboð þjónustustöðva Olís. Þjónustustöðvar hafa verið lagaðar betur að þörfum viðskiptavina með breyttu þjónustuframboði og bættri aðstöðu, en framundan eru frekari umbætur, m.a. með uppbyggingu nets hraðhleðslustöðva í samstarfi við Ísorku.  Hjá Hagkaup hefur úrval þægilegra og gómsætra valkosta verið aukið, m.a. með spennandi samstarfi við Sælkerabúðina og íslenska smáframleiðendur og frumkvöðla í matvælagerð.

Heilt yfir erum við sátt við þann árangur sem við náðum á síðasta ársfjórðungi í vægast sagt ögrandi aðstæðum, hækkandi aðfangaverði og almennri óvissu um þróun mikilvægra þátta í okkar rekstri. Okkar stærsta verkefni verður áfram að tryggja framboð á nauðsynjum en gæta um leið að hagkvæmni í allri okkar starfsemi, til að halda aftur af verðhækkunum til neytenda og verðbólgu.  Frábært starfsfólk Haga og dótturfélaga er og verður vakið og sofið yfir þessu verkefni og er aukin aðsókn viðskiptavina okkur hvatning til að halda áfram á þeirri braut. Fjárhagsleg staða Haga er traust og félagið vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður og óvissu sem framundan er í íslensku efnahagslífi.

 

Rafrænn kynningarfundur fimmtudaginn 20. október 2022

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn fimmtudaginn 20. október kl. 8:30. Fundinum verður varpað í gegnum netið, þar sem Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna rekstur og afkomu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum.

Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan á útsendingu stendur á netfangið og verður þeim svarað eins og kostur er í lok fundar.

Fundinum verður streymt og er skráning á fundinn hér:

Kynningargögn verða aðgengileg á heimasíðu Haga, , við upphaf fundar.

 

 

Frekari upplýsingar um uppgjörið má finna í meðfylgjandi fréttatilkynningu og árshlutareikningi.

Nánari upplýsingar veita Finnur Oddsson, forstjóri félagsins () og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs (), í síma 530-5500 eða tölvupósti.

Viðhengi



EN
19/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hagar HF

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025

Hagar hf.: Útboð á víxlum 21. ágúst 2025 Hagar hf. efna til útboðs á víxlum fimmtudaginn 21. ágúst 2025. Boðnir verða til sölu víxlar í nýjum 6 mánaða flokki HAGA260226. Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og sótt verður um skráningu þeirra í Kauphöll. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Hagar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 12. ágúst 2025. Endurkaupin munu að hám...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsf...

Hagar hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Hagar hf. ákváðu að taka tilboðum fyrir 1.000.000 hluti á genginu 103 í endurkaupum sem tilkynnt var um föstudaginn 27. júní 2025. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er miðvikudagurinn 2. júlí 2025. Endurkaupin eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tækn...

 PRESS RELEASE

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyr...

Hagar hf.: Tilkynning um endurkaup á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 27. maí 2025 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum, frá samþykkt, hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupin munu að hám...

 PRESS RELEASE

Hagar hf: Uppgjör Haga á 1. ársfjórðungi 2025/26

Hagar hf: Uppgjör Haga á 1. ársfjórðungi 2025/26 Bætt afkoma og sterk byrjun á rekstrarárinu Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2025/26 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 26. júní 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2025. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf. Helstu lykiltölur* Vö...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch