ICEAIR Icelandair Group Holding

Icelandair: Nýir samningar um viðskiptavakt

Icelandair: Nýir samningar um viðskiptavakt

Icelandair Group hf. ("Icelandair") hefur gert samning við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt með hlutabréf útgefin af félaginu og skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði Nasdaq Iceland. Tilgangur samningsins er að viðhalda seljanleika hlutabréfa í Icelandair, skapa markaðsverð og styðja við skilvirka og gagnsæja verðmyndun bréfanna.  

Samkomulagið kveður á um að Íslandsbanki skuli daglega gera kaup- og sölutilboð í hlutabréf Icelandair í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Hvert kaup- og sölutilboð skal vera að lágmarki kr. 10.000.000 að nafnverði, á gengi sem Íslandsbanki ákveður. Slík tilboð skulu þó ekki víkja meira en 3% frá síðasta viðskiptaverði. Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðþrepatöflu Kauphallarinnar eins og hún er á hverjum tíma þannig að álagið verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Íslandsbanka verður þó heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð í lægra verðbili, t.d. vegna aðstæðna sem upp kunna að koma í verðþrepatöflu Kauphallarinnar.  

Eigi Íslandsbanki, innan sama viðskiptadags, viðskipti með hlutabréf í Icelandair, sem fram fara í gegnum veltubók bankans, að fjárhæð samtals kr. 60.000.000 að nafnverði eða meira, falla niður fyrrnefndar skyldur Íslandsbanka um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting á hlutabréfum í Icelandair innan viðskiptadags er umfram 5,0% er Íslandsbanka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup-og sölutilboða tímabundið þann daginn, eða í 3%. 

Þá hefur Icelandair gert breytingar á samningi um viðskiptavakt sem nú þegar er í gildi við Arion banka, sbr. tilkynningu félagins dags. 29. júní 2023. Samningurinn kveður nú á um að hvert kaup- og sölutilboð skuli vera að lágmarki kr. 10.000.000 að nafnverði á því gengi sem Arion banki ákveður, sem er hækkun úr  lágmarki kr. 5.000.000 í upphaflegum samningi. Önnur atriði samningsins eru óbreytt. 

Samningarnir taka að öðru leyti mið af reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2017/578 frá 13. júní 2016 um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi kröfur til samninga og kerfa um viðskiptavakt, sbr. 12. gr. 48. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga sem hafa lagagildi hér á landi samkvæmt ákvæðum laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga. Samningarnir eru ótímabundnir og taka gildi 2. apríl 2024. Hver aðili getur sagt upp samningi sínum með tilkynningu til hins aðilans hvenær sem er með 14 daga fyrirvara.  

Frekari upplýsingar veita: 

Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, Director Investor Relations. Tölvupóstur:  

Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, Director Communications. Tölvupóstur:  



EN
02/04/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Icelandair Group Holding

 PRESS RELEASE

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load fac...

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load factor and on-time performance In March 2024, Icelandair transported 298 thousand passengers, which represents a 25% increase in passenger traffic as measured by Revenue Passenger Kilometers (RPK) on a capacity increase of 22% compared to March 2023. During the month, 39% of passengers were traveling to Iceland, 19% from Iceland, 34% were via passengers, and 8% were traveling within Iceland. Load factor was 83.1% and on-time performance was 88.5%, increasing by 4.7 ppt from the already solid performance in March 2023. Bogi ...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi Heildarfjöldi farþega Icelandair var 298 þúsund í mars. Farþegaflutningar hjá félaginu jukust um 25%, mældir í tekjufarþegakílómetrum (e. Revenue Passenger Kilometer) og framboð jókst um 22% frá mars 2023. Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 19% frá Íslandi, 34% voru tengifarþegar og 8% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 83,1% og stundvísi var 88,5%, 4,7 prósentustigum hærri en stundvísi í mars 2023 sem var þó mjög góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Við sjáum áframhaldandi góðar farþeg...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT...

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT ratio of 2-4% Icelandair is issuing financial guidance for the full year 2024. Uncertainty in the operating environment, as reported in the 2023 results announcement on 1 February 2024, has decreased with diminishing impact of inaccurate international media coverage of the volcanic activity in Southwest Iceland on bookings and the conclusion of the collective bargaining agreements in the private sector in Iceland.   Capacity in 2024, as measured in Available Seat Kilometers (ASK), is expected to increase by 10% year-on...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutf...

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutfall verði 2-4% Icelandair gefur nú út afkomuspá fyrir árið 2024. Óvissa í rekstrarumhverfinu, sem fjallað var um í tilkynningu með uppgjöri ársins 2023 hinn 1. febrúar síðastliðinn, hefur minnkað. Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.   Gert er ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10% frá fyrra ári. Áherslan verður á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla te...

 PRESS RELEASE

Icelandair: New Market Making Agreements

Icelandair: New Market Making Agreements Icelandair Group hf. (“Icelandair”) has entered into an agreement with Íslandsbanki hf. for market making of shares issued by the Company traded on the Nasdaq Iceland Regulated Market. The purpose of the agreement is to maintain the liquidity of Icelandair's shares, create a market price and the price formation of the shares in the most efficient and transparent manner.   The agreement stipulates that Íslandsbanki shall submit daily bids and offers to buy and sell Icelandair’s shares in the trading system of the Icelandic stock exchange. Each bid a...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch