ICEAIR Icelandair Group Holding

Icelandair: Yfir 20% fjölgun farþega það sem af er ári

Icelandair: Yfir 20% fjölgun farþega það sem af er ári

Icelandair flutti 547 þúsund farþega í ágústmánuði og hefur flutt tæpar þrjár milljónir farþega það sem af er ári, 21% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Sumarmánuðirnir þrír, júní, júlí og ágúst eru jafnan stærstir hvað farþegafjölda varðar og flutti félagið 1,6 milljónir farþega þessa þrjá mánuði.

Farþegar til Íslands voru 249 þúsund, frá Íslandi 51 þúsund, tengifarþegar voru 223 þúsund og innanlandsfarþegar tæplega 25 þúsund. Sætanýting var 83,9% og stundvísi var 78,9%. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 18% fleiri en í fyrra og aukning í tonnkílómetrum í fraktflutningum nam 43%.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Það er ánægjulegt að sjá farþegatölur ágústmánaðar og að farþegafjöldi er á svipuðum slóðum og árið 2019, síðasta heila starfsár fyrir heimsfaraldur. Við sjáum áfram mjög góðan árangur á Norður-Ameríkumarkaði og í því ljósi er áhugavert að rifja upp hvernig ævintýrið hófst. Í ágústmánuði fögnuðum við því að nú eru 75 ár frá fyrsta farþegafluginu til Bandaríkjanna. Þá buðum við upp á sex flug í mánuði til New York og Chicago og tók flugið rúmar fjórtán klukkustundir. Í dag fljúgum við um 600 flug í mánuði til 15 áfangastaða í Norður-Ameríku, fleiri flug en frá öllum hinum Norðurlöndunum samanlagt. Við höldum áfram að bjóða upp á nýjungar í vetur og munum til dæmis fljúga tvisvar á dag flesta daga vikunnar til Boston og New York. Vetraráætlun okkar er sú umfangsmesta til þessa með fleiri heilsársáfangastöðum en áður en Baltimore, Raleigh-Durham, Róm og Vancouver bætast nú í þann hóp. Þá hlökkum við til að hefja flug frá Akureyri beint til Keflavíkur sem mun tengja inn í flugáætlun okkar til Evrópu yfir fimm vikna tímabil í haust.”

Tengiliðir:

Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdottir, Director Investor Relations. E-mail:

Fjölmiðlar: Ásdis Pétursdottir, Director Communications. E-mail:

Viðhengi



EN
06/09/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Icelandair Group Holding

 PRESS RELEASE

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load fac...

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load factor and on-time performance In March 2024, Icelandair transported 298 thousand passengers, which represents a 25% increase in passenger traffic as measured by Revenue Passenger Kilometers (RPK) on a capacity increase of 22% compared to March 2023. During the month, 39% of passengers were traveling to Iceland, 19% from Iceland, 34% were via passengers, and 8% were traveling within Iceland. Load factor was 83.1% and on-time performance was 88.5%, increasing by 4.7 ppt from the already solid performance in March 2023. Bogi ...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi Heildarfjöldi farþega Icelandair var 298 þúsund í mars. Farþegaflutningar hjá félaginu jukust um 25%, mældir í tekjufarþegakílómetrum (e. Revenue Passenger Kilometer) og framboð jókst um 22% frá mars 2023. Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 19% frá Íslandi, 34% voru tengifarþegar og 8% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 83,1% og stundvísi var 88,5%, 4,7 prósentustigum hærri en stundvísi í mars 2023 sem var þó mjög góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Við sjáum áframhaldandi góðar farþeg...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT...

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT ratio of 2-4% Icelandair is issuing financial guidance for the full year 2024. Uncertainty in the operating environment, as reported in the 2023 results announcement on 1 February 2024, has decreased with diminishing impact of inaccurate international media coverage of the volcanic activity in Southwest Iceland on bookings and the conclusion of the collective bargaining agreements in the private sector in Iceland.   Capacity in 2024, as measured in Available Seat Kilometers (ASK), is expected to increase by 10% year-on...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutf...

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutfall verði 2-4% Icelandair gefur nú út afkomuspá fyrir árið 2024. Óvissa í rekstrarumhverfinu, sem fjallað var um í tilkynningu með uppgjöri ársins 2023 hinn 1. febrúar síðastliðinn, hefur minnkað. Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.   Gert er ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10% frá fyrra ári. Áherslan verður á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla te...

 PRESS RELEASE

Icelandair: New Market Making Agreements

Icelandair: New Market Making Agreements Icelandair Group hf. (“Icelandair”) has entered into an agreement with Íslandsbanki hf. for market making of shares issued by the Company traded on the Nasdaq Iceland Regulated Market. The purpose of the agreement is to maintain the liquidity of Icelandair's shares, create a market price and the price formation of the shares in the most efficient and transparent manner.   The agreement stipulates that Íslandsbanki shall submit daily bids and offers to buy and sell Icelandair’s shares in the trading system of the Icelandic stock exchange. Each bid a...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch