ICESEA Iceland Seafood International hf

Iceland Seafood International hf: Dótturfélag ISI undirritar kaupsamning um kaup á tveimur frystitogurum ásamt veiðiheimildum

Iceland Seafood International hf: Dótturfélag ISI undirritar kaupsamning um kaup á tveimur frystitogurum ásamt veiðiheimildum

THORPESCA S.A.S., nýstofnað argentínskt dótturfélag Iceland Seafood Ibérica, hefur undirritað kaupsamning við FOOD ARTS S.A. um kaup á tveimur frystitogurum, ENTRENA UNO og ENTRENA DOS, ásamt tilheyrandi veiðileyfum og sögulegum veiðiréttindum. Heildarkaupverð nemur 5,8 milljónum bandaríkjadala.

Iceland Seafood Ibérica starfar nú þegar í Argentínu í gegnum dótturfélagið Achernar, sem var stofnað árið 2012 og er sjávarafurðafyrirtæki með áherslu á vinnslu og afurðasölu. Eftir kaup Iceland Seafood Ibérica á félaginu árið 2017 hefur það verið stórlega eflt og nútímavætt, sérstaklega vinnslustöðin í Puerto Madryn. Achernar er þekkt fyrir framleiðslu á villtri  rækju, sem nýtur mikillar eftirspurnar vegna lits, áferðar og bragðs. Rækjan er veidd í Suður-Atlantshafi og Achernar er eitt fárra fyrirtækja með MSC-vottun (Marine Stewardship Council) fyrir sjálfbærar veiðar á rækju veiddri á Rawson veiðitímabilinu.

Kaupin eru liður í stefnumótun félagsins

Kaupin á þessum tveimur togurum styðja við langtímamarkmið Iceland Seafood Ibérica, einkum með því að styrkja starfsemi félagsins í Argentínu og auka breidd í framboði á argentínskri rækju. Með þessum fjárfestingum nýtir félagið yfirgripsmikla reynslu sína af landfrystri villtri rækju og eykur aðgang að sjófrystri rækju, hágæðavöru með hærra markaðsvirði.

Eignarhald á togurunum veitir beint aðgengi að hráefni og stuðlar að lóðréttri samþættingu í virðiskeðju villtrar rækju. Það styrkir aðfangakeðjuna, styður við núverandi landvinnslu og opnar nýjar leiðir til sölu á verðmætari sjófrystum afurðum.

Þessi kaup eru hluti af stefnumótunarverkefnum Iceland Seafood International (ISI) sem samþykkt voru árið 2024, þar sem áhersla er lögð á markvissar fjárfestingar í Argentínu til að styrkja stöðu samstæðunnar og núverandi starfsemi á svæðinu.

Kaupin marka mikilvægt skref í að efla rekstrargetu Iceland Seafood Ibérica, samþættingu í aðfangakeðju og samkeppnisstöðu félagsins á alþjóðlegum rækjumarkaði.

Frekari upplýsingar:

Iceland Seafood International hf.

Ægir Páll Friðbertsson



EN
18/07/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Iceland Seafood International hf

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Dótturfélag ISI undirritar kaupsamni...

Iceland Seafood International hf: Dótturfélag ISI undirritar kaupsamning um kaup á tveimur frystitogurum ásamt veiðiheimildum THORPESCA S.A.S., nýstofnað argentínskt dótturfélag Iceland Seafood Ibérica, hefur undirritað kaupsamning við FOOD ARTS S.A. um kaup á tveimur frystitogurum, ENTRENA UNO og ENTRENA DOS, ásamt tilheyrandi veiðileyfum og sögulegum veiðiréttindum. Heildarkaupverð nemur 5,8 milljónum bandaríkjadala. Iceland Seafood Ibérica starfar nú þegar í Argentínu í gegnum dótturfélagið Achernar, sem var stofnað árið 2012 og er sjávarafurðafyrirtæki með áherslu á vinnslu og afurðasö...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: ISI Subsidiary Signs Offer Letter fo...

Iceland Seafood International hf: ISI Subsidiary Signs Offer Letter for Acquisition of Two Freezer Trawlers with fishing permits THORPESCA S.A.S., a newly established Argentinian subsidiary of Iceland Seafood Ibérica, has signed an offer letter from FOOD ARTS S.A. for the acquisition of two freezer fishing vessels, ENTRENA UNO and ENTRENA DOS, including their respective fishing permits and historical fishing rights. The total purchase price is USD 5.8 million. Iceland Seafood Ibérica already operates in Argentina through its subsidiary Achernar, founded in 2012 as a seafood processing and ...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Refinancing completed

Iceland Seafood International hf: Refinancing completed Iceland Seafood International hf. (“ISI hf.”) announces the successful conclusion of its refinancing, significantly strengthening the company’s financial position through debt restructuring, interest rate reduction, and enhanced liquidity. In April 2025, ISI hf. completed a primary refinancing with the issuance of the ICESEA 28 10 bond, with a maturity of 3.5 years. This transaction reduced short-term debt by EUR 27.6 million, with a corresponding increase in long-term debt. The effective interest rate is now approximately 5.2%, cons...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Endurfjármögnun lokið

Iceland Seafood International hf: Endurfjármögnun lokið Iceland Seafood International hf. („ISI hf.“) hefur með góðum árangri lokið endurfjármögnun fyrir árið 2025. Með þessari endurfjármögnun styrkist fjárhagsstaða félagsins verulega, meðal annars með endurskipulagningu skulda, lækkun vaxtakostnaðar og bættri lausafjárstöðu. Í apríl 2025 lauk ISI hf. við umfangsmikla endurfjármögnun með útgáfu skuldabréfsins ICESEA 28 10 til 3,5 ára. Með útgáfunni lækkuðu skammtímaskuldir um 27,6 milljónir evra, á meðan langtímaskuldir hækkuðu um sömu fjárhæð. Vaxtakjörin nema nú um 5,2%, þegar tillit er ...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Completes auction of additional bill...

Iceland Seafood International hf: Completes auction of additional bills Iceland Seafood International hf. has completed an offering of 3.5-month bills, representing an additional issuance of ISK 600 million under the previously auctioned 6-month series ICESEA 25 1007. Total bids for the additional offering amounted to ISK 600 million, all of which were accepted at a simple interest rate of 8.53%. In the initial auction, total bids amounted to ISK 1.340 million, with ISK 620 million accepted at a simple interest rate of 8.70%. Following this additional issuance, the total outstanding amoun...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch